Bjarmi - 01.05.1920, Qupperneq 8
80
BJARMI
Nýjar bækur. Frli. frá bls. 76.
Frá heimi jagnaöarerindisins.
Helgidagaræður frá 1. sd. í
aðventu til 2. páskadags^ eftir
sra. Ásmund Guðmundsson,
skólastjóra á Eiðum. Bóka-
verslun Sigf. Eymundssonar.
(314 bls. Kostar bundin 15 kr.).
Sjaldgæft mun, ef ekki eins dæmi, á
voru landi að jafn ungur prestur birti
prjedikanir sínar, en hver veit nema
hann nái eyrum unga fólksins betur
fyrir bragðið. — Ritstjóranum hefir
eklci unnist tími til að lesa enn nema
lítið eitt í bókinni, en margt er þar
vel sagt, og gætilega er farið, enda
þótt sumstaðar verði vart við áhrif
nýguðfræðinnar. Er ástæða til að
minnast þessarar bókar betur seinna.
Gnðs sonur, véfengdur og o/sóttur.
Höf. L. G. Larsen. Árni Jó-
hannsson íslenzkaði 32 bls.,
verð 50 aurar.
Höf. er góðkunnur danskur kristni-
boði og stúdentaleiðtogi í Madras á
Indlandi, og þetla rit lians er einkar
gott og á erindi til fólks vors, sem
tekur allri tímanlegri blessun Drott-
ins með heimtufrekju, möglar í erfið-
leikum, fyrirverður sig fyrir að minn-
ast á Krist og biblíuna nema til að
finna að, en hleypur sem fáráðlingur
eftir nýhyggju og fríhyggju, hjátrú og
fátrú. Þýðingin er vönduð, og þýð-
andi á þakkir skilið fyrir áhuga sinn.
Fyrst flutti hann þetta erindi á Eski-
firði, meðan hann var þar bankastjóri,
síðan kom hann því í Heimilisblað-
ið, og nú er það sjerprentað, svo það
ætti að geta orðið æðimörgum íhug-
unarefni. Ritstj. Bjarma er fús til að
útvega það, ef einhver lesendanna
óskar.
f? - =------------------------------------------------------------------■- ■ ' 111 1 —
Hvaðánæfa.
Erlendis.
Ungfrú Ólafía Jóhannsdóttir 5 Kristjaníu
skrifar með erindunum »Kærleikur Guðs«
sem Bjarmi flytur nú:
»Frk. H. Thoresen, sem orti þessi er-
indi hefir verið veik í 30 ár, og er nú
orðin svo krept, að hún virðist ekki
stærri en barn. Vafalaust hefir margoft
örðugt óveður farið um sálu hennar í
þessum þjáningum, en trúfesti Ðrottins
hefir ekki brugðist. Hann hefir »fnll-
komnað kraft sinn i veikleika hennar«,
eins og jafnan í lífi barna sinna. »Á deg-
inum mikia« munum vjer sjá, að veik-
leiki vor gerði oss ekki óhæfari — held-
ur hæfari — til að »víðfrægja dáðir hans,
sem kallaði oss frá myrkrinu til síns und-
ursamlega ljóss«.
Heima.
G ó ð n ý 1 u n d a. Á sumardaginn fyrsta
prjedikaði sira Fr. Friðriksson í dóm-
kirkjunni í Rvík. En á eftir las sira Bjarni
Jónsson brjef biskups um Vídalíns-sam-
skotin, og mælti með þeim. Síðan voru
samskot tekin við útgöngudyr og gáfust
um 300 kr., þótt allir væru því óviðbún-
ir. — Slikt er alment ytra og verður hjer
einnig bráðlega.
Útsölumenn og bóksalar hjer-
lendis, eru beðnir að endursenda alla
óselda, innhefta árg. Bjarma og ofsend
blöð úr 4 síðustu árg. hans, sömuleiðis
alt óselt af bókunum: Á heimleið, Sigur,
Tvær sögur (eftir G. L,), og öll óseld
kristileg smárit, sem jeg hefi sent þeim
til sölu.
Rað sem ekki verður til mín komið af
þessum blöðum og bókum fyrir 1. ágúst
n. k.. skoða jeg sell. — Retta snertir ekk-
ert útsölumenn mína í Ameríku.
S. A, Gíslason
(ritstjóri Bjarma).
Prentimlðjan Gutenberg.