Bjarmi - 01.02.1921, Page 2
30
B JARMI
lok hennar boðaði hinn mikli ónefndi
spámaður: »Nú er lausnarstundin i
nánd; þið munuð fá að fara heim
aftur, og síðan rennur gullöldin upp«.
Og þeir hjeldu heim, — en hún rann
eigi upp. Þá komu Haggai og Zaka-
rías fram og sögðu: »Reisið musterið,
og þá mun Messias koma«. Og þeir
reistu musterið, en hann kom eigi.
Allir spámennirnir höfðu sagt: »á
morgun!« Jesús segir í samkundu-
húsinu í Nazaret: »í dag!« Og með
því tekur hann að sjer að efna öll
loforðin, sem Guð hafðl gefið þjóð
sinni: »/ honum er staðfesting og já
allra Guðs fgrirheitaa.
Margt mikilfenglegt verður sá var
við, sem nálgast Jesúm frá Nazaret.
En ef til vill eru þessi orð »í dag«
allra mikilfenglegust. Ef til vill má
skýra margar hugsanir hans á náttúr-
legan, vísindalegan hátt, en á þessu
atriði stranda allar skýringar vísind-
anna. Jeg get eigi gert þess nánari
grein hjer, en verð að láta nægja að
segja, að í 150 ár hafa vísindin, sjer-
staklega þýzk og ensk, unnið kapp-
samlega að því að draga upp vís-
indalega rjetta mynd af Jesú frá
Nazaret. Nú hefir verið unnið að
þessu svo lengi, að vjer getum sjeð
árangurinn: Það hefir ekki tekist.
Alt strandar á sjálfsmeðvitund hans,
orðum hans: »í dag«. Frá sjónarmiði
kristinnar kirkju er þetta auðskilið,
þar eð hann var Guð af Guði, ljós af
ljósi, sannur Guð af sönnum Guði, —
þá geta vísindin eigi skýrt persónu
hans samkvæmt eigin eðli sínu.
En hvað á hann nú við með orð-
um sínum »í dag« í þessum texta?
Að bandingjar fái lausn, blindir sjón,
— að nú sje að renna upp þóknan-
legt ár Drottins? Vjer ættum að geta
rannsakað þessa staðhæfingu hans.
Sögurannsókn vor ætti að geta sýnt,
hvort svo varð. Rann upp þóknan-
legt ár Drottins? Varð betra að Iifa á
jörðinni eftir daga Jesú en áður?
Já, fortakslaust. Sjeð beinlínis frá
sjónarmiði sögunnar, má segja, að
kristnin hafii verið gæfa Evrópu og
Ameríku. Ef vjer berum hinar heims-
álfurnar, Asíu og Afríku, saman við
vorn hag, eru þær fortakslaust ógæfu-
samari en vjer, — og því veldur trú
þeirra og vor. Bandingjar fengu lausn.
Þegar Páll mætti Jesú fyrir utan Da-
maskus, fanst honum sem hlekkir
þrældómsins fjellu af fótum sjer, —
hann varð frjáls. Þegar Ágústínus tók
dug í sig fyrir barna leika til þess að
»taka og lesa«, varð hann frjáls. Þeg-
ar Lúter fann til þess í klausturklefa
sínum, að Jesús hafði af náð sinui
fyrirgefið honum allar syndir, braust
hann út í heiminn, hverjum manni
frjálsari. Og þegar Grundtvig mætti
Jesú i kirkjunni í Udby, þá varð
einnig hann frjáls. Það var rjett, sem
Jesús sagði: »í dag . . . .«
Hví urðu þessir menn frjálsir?
Vegna þess að þeir mættu Guði, —
þeir trúðu, að þeir mættu Guði sjálf-
um í Jesú. Og sá samfundur veitir
frelsi. Alt annað er svo lítilfjörlegt, í
samanburði við að finna Guð, — því
er eins og hlekkirnir losni; alt, sem
bindur oss við heiminn, losnar. En
það virðist eigi vera tízka á vorum
dögum að spyrja um Guð. Samtíminn
þráir þekkingu og krefst sannana; og
því er fjölfarin leið til vísindanna.
Vísindin eru góð á sínu sviði, — jeg
elska sjálfur min vísindi, — en sam-
kvæmt eðli sínu ná þau aldrei Guði.
Sumir spyrja andatrúna ráða (vjer
getum væntanlega talað friðsamlega
um hana). Menn leita sambands við
horfna ástvini sína. — Jeg fyrir mitt
leyti trúi því ekki, að það lánist, og
tel sannanir andatrúar alveg ófull-
nægjandi. En segðu mjer, áheyrandi
minn: Hvað stoðar það þig, þólt þú