Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1921, Síða 5

Bjarmi - 01.02.1921, Síða 5
BJARMI 33 mannanna börn, og þjer þekkið mig ekki«, Pað er eins og gleymt sje, að alt er það Jesú að þakka. — Pað er ekki fögur gleymska, og hún er meir en lítið hættuleg. Því er sem sje ekki einungis svo farið, að vegur sje til Guðs, og að vegurinn sje einn, heldur á hver maður að fara veginn, eina veginn til Guðs. Fljótt á litið kunna vegir mann- anna til Guðs að vera ólikir. Hjá sumum verður skyndilegt afturhvarf og gagngerð breyting á líferni þeirra, aðrir smá-þroskast og færast nær Guði frá barnæsku, eins og grenitrje sem vex þráðbeint upp. En veguriun er samt sá sami. Jeg hefi einnig tal- að um þetta áður á þessum stað: »Um fjallræðuna og krossinn liggur vegurinn til Guðs. Þú kannast við, játar kröfur fjallræðunnar, og reynir af fremsta megni að hlýðnast þeim, — en hnígur fyrir þeim, því að þær eru ofurefli, — og þá (en ekki fyr en þáj finnur þú frið við rætur krossins hjá Jesú«. Þetta er þröngur vegur. Það hefir hann sjálfur sagt. En því betra. »Með gleði vjer göng- um hinn grýttasta stig«, svo er upp- haf eins af ljóðum Vergelands. Það eru erfiðuslu hlutverkin, sem sett verða. En almáttugur Guð fer eigi að koma með auðveld hlutverk, og vjer myndum eigi óska oss þess Guðs, sem ætlaðist til lítils af oss. Vegur- inn til Guðs er fjallvegur. En Björn- son segir svo í fjallgöngu ljóði sínu, nái maður upp á hnjúkinn: »Der som för gaar Jesus Krist med Elias og Moses. Ser du dem skal ganske vist l'arten evig roses« ‘). Þannig er vegurinn, vegurinn lil Guðs. 1) »Jesús Kristur gengur par sem forð- mn með Elías og Móses. Sjáir þu þá verður förin vissulcga lofsamleg til ci- lííðar«. Mjer finst, að alt þetta sje falið í orðum textans: »í dag«. Það var þungamiðja fyrri þáttarins. En þá er hinn þátturinn: Þegar hann sagði sannleikann, eigi einungis um Guð heldur og um mennina: um forfeður þeirra: að þeir væru eigi Guði þókn- anlegir, og um sjálfa þá, smá-smygli þeirra............. Þeim þætti lauk öðru vísi. Þeír komu slnu fram. Þeir hröktu hann brott. Þeir gátu þaggað niður í honum. Þeir áttu ekki annað eftir en að sitja í kirkju á helgum degi til að hlusta á beiskan sannleika. Sann- leikurinn um Guð var ánægjuefni; var beinlínis yndislegur, en sannleik- urinn um sjálfa þá — nei, hann kærðu þeir sig ekkert um. Áheyréndur mínir, þessir Nazarel- búar voru kirkjuræknir, þeir voru gott sýnishorn kirkjugesta, þeir glödd- ust yfir yndislegu orðunum meðan orðin voru geðþekk, en þegar þeim tók að svíða, urðu þeir reiðir, og eins og búið er að segja: Þeir Ijeta hann hælla. En svo kemur samvisku-spurning: Kannast þú ekki við að þagga niður röddJesú? Til dæmis er þú biður. Oss hættir svo til að ryðjast að honum orðmargir, vjer hröðum oss svo að segja honum óskir vorar, að ekkert nséði verður til að hlusta á það, sem hann vill oss, Fenelon, erkibiskup á Frakklandi, á dögum Lúðvígs XIV, trúrækinn maður mjög, segir I einu riti sínu: að því sje eins Varið með Jesúm og með allra besta vin sálar- innar. Það er indælt að tala við hann, en nærri því enn betra að þegja í návist hans, nóg að vera hjá honum og íinna nálægð hans . . . . Vjer ættum að kappkosta, að eiga íleiri slilcar kyrlátar stundir með Jesú, þær mundu verða oss verulegar þrótt-

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.