Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.02.1921, Qupperneq 9

Bjarmi - 01.02.1921, Qupperneq 9
BJARMI 37 (p=~..... ' ^ Heimilið. Deild þessa annast Cuðrún L&rusdóttlr. 'fc-- =z=4> Hvar er bróðir þinn? Saga eftir Guðriuiu Lárusdótlur. ----- (Frh.) IV, Likfylgd var á leið til kirkjunnar. Fámenn var hún og flest benti ótví- rætt á, að hjer var ekki verið að bera höfðingja til hinstu hvílu. »Hvern er verið að jarða?«, spurði maður nokkur einhvern úr likfylgd- inni. »Konu, sem dó í sjúkrahúsinu«, var svarið. »Pektirðu hana nokkuð?« »Nei, ónei, hún var fátæk aðkomu- kona og einstæðingur, jeg fylgi henni til grafar af því, að konan mín bað mig um, að koma með sjer, hana langaði að fara. Kvenfólkið er oft svo forvitið, eins og þú veist, og hún hefir víst heyrt einhverjar sögur í sambandi við konu þessa — — og — —« bann laut að manninum og hvíslaði einhverju i eyra hans; hann slóst í förina. Fólkið settist inn í kirkjuna og presturinn hóf ræðu sina að loknum venjulegum söng. Fyrst horfði hann með athygli og alvörusvip á áheyrendur sína, eins og hann ætlaði sjer að festa í minni sjer hvern svip og andlitsdrátt þeirra, áður en hann segði þeim það, er honum sjálfum bjó í brjósti. Þessu næst las hann úr fjallræðu frelsarans: — y>Og dœmið ekki svo pjer verðið ekki dœmdir, þvi líkan dóm og pjer /ellið yjir öðrum mönnum, mun gfir yður feldur verða«. Hann lagði ein- kennilega áherslu á þessi orð, og á- heyrendur hans gátu ekki annað en veitt því eftirtekt, og höfðu þeir ekki augun af prestinum, en biðu þess, sem hann sagði, með mikilli eftir- væntingu. Sira Gunnar hóf mál sitt á þessa leið: Kæru ábeyrendur! Jeg hefi valið mjer texta við þetta tækifæri, sem sumum yðar mun ef til vill virðast all-einkennilegur lík-ræðu texti. Jeg hefi lesið textann í viðurvist yðar og fyrir augliti Guðs, dómarans mikla, sem vjer öll án undantekningar hljót- um að standa skil orða vorra og gjörða. Hvers vegna valdí jeg þennan texta? Jeg valdi hann sjálfum oss til á- minningar og viðvörunar. Jeg valdi hann vegna þess, að mannseðlinu er svo hætt við þvi, að brjóta þetta boðorð Krists: dæmið ekki. Manns- höndinni er svo tamt að taka upp steininn og varpa honum að varnar- lausum bróður eður systur. — Dóm- sýkin hefir svo víða smogið gegnum hjörtun og valdið miskunarleysi og skilningsleysi á kjörum annara. Höfundur þessa boðorðs, dæmið ekki, þekti og sá hvað með mann- inum býr. Hann les letur bugskots- ins, sem opin bók væri, og þess vegna varar hann við þessum algenga lesti. Hann, sem einn var syndlaus, bei- lagur, lýtalaus, flekklaus og hafinn yfir allan holdsins saurugleik, hann, sem einn hefir dómsvaldið, hann býður oss: dæmið eigi. Kærleikur hans og náð stýlar þau orð. Hvernig höldum vjer þelta boðorð? Eru ekki ávirðingar náungans svo að segja daglegt umtalsefni fjöldans, ásamt ýmiskonar miður góðgjörnum getgátum og miður sanngjörnum dóm- um? Þykir það ekki oft og einatt fengur hinn mesti, ef hægt er að fesla hendur í hári náungans og fella dóm yfir gjörðum hans, framkomu og störfum?

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.