Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.02.1921, Side 12

Bjarmi - 01.02.1921, Side 12
40 B JARMI börnin oft hægra með að sækja kirkju í hvert sinn,, lieldur en iullorðna fólkið; einnig koma þau hvort sem er til spurn- inga, þegar líður á vetur. Jeg liefi nokkra reynslu fyrir mjer i því, að þetta má vel takast........Jeg tel það mikla framför, ef börnin flyttu sönginn heim raeð sjer úr skólunum. Pá mun heimilunum verða hlýrra til skólanna en ella, því fáir eru þeir, sem ekki hlýnar um hjartaræturnar, er þeir heyra söng. Mjer íinst mikill á- byrgðarhluti fyrir eldra fólkið að gera ekkert til þess að viðhalda kirkjurækni í sveitunum. Pað er ein grein af uppeldis- málunum, ðg ekki hin sísta, að unga fólkið lineigist að kirkju sinni. Pað er ' hætt við. að þegar það kemur úl í heim- inn og sjer meiri trúrækni í öllum öðr- um trúarllokkum en lútersku kirkjunni, sem það er uppalið i, að það verði þá sem fis fyrir vindi og viti ekkert hverju það á að trúa, ef það þá annars vill hafa nokkra trú. Það er ekki eingöngu prestunum að kenna, að kirkjurækni liefir víðast lagst niður, það er tómlæti safn- aðanna á trúmálum og þar af leiðandi samúðarleysi við prestinn sinn, sem hefur gjört það að verkum, að svona er komið. Leikmenn, sem hnýta í prestinn sinn fyrir áhrifaleysi í kirkjunni, ættu sannarlega að stinga liendinni í sinn eigin barm og minnast þess, hve mikinn þátt þeir sjálfir geta átt í þvi, að gera guðsþjónustuna aðlaðandi, með þvi að hafa sönginn i kirkjunni góðan«. '?......=— =^\ Hvaðanæfa. ^ ----------------------- Heima. Margt og margt hefir borið við síðan scinast var ráðrúm til að skrifa verulegar frjettir i Bjarma. Og enn er rúmið af skornum skamli. Verða ræður, ljóð og grcinar að bíða, og sömuleiðis fjölmörg crlend tiðindi, sem verl væri um að rita. Ræða sra Iloffmeyers og mynd, sem blaðið llytur nú, er væntanlega kær- komin þeim, sem hvorki gátu heyrt nje sjeð þenna góða gest, er dansk-islenska kirkjunefndin sendi til vor. Pví betur sem hann kyntist hjer því vinsælli varð liann, nema hjá andatrú og guðspeki, og sókn- arnefnd dómkirkjusafnaðarins mun liafa talað fyrir munn fjölmargra Reykvíkinga, er hún færði honum vandað málverk að skilnaði með þakklæti fyrir komuna. Svo virðist sem spiritistum hjer í bæ hafi orðið órótt við komu hans. Einar Kvaran rit- liöfundur fiutti erindi um dönsku kirkj- una og spirilisraann í fjelagi sinu nokkru áður en sra Holl'meyer fór. Urðu út af því nokkur skrif i Morgunblaðinu, og segja spíritistar að E. H. K. hafi hrósað þar frægum sigri, en ilestum öðrum þóttu frjetlir lians af Lambeth-fundinum ærið einhliða og ávísanir hans á sannleikann lítt trygðar og fullháar. Erindi Kvarans er nú prentað í Morgni og munu ýmsir kunnugir brosa er þeir sjá hvaða menn það eru, sem liann nefnir til að sýna fram á að danska kirkjan sje »þröngsýn og ófrjálslynd«, að taka ekki spiritisma með sama afskiftaleysinu og íslenska kirkjan. Ilann nefnir preslana Erik Thaning1) og Olfert Ricard, cand. theol. M. Neiendam, L. a. T. Kristeligt Dagblað, Jóh. Loft og — Chr. Ludvigs biskup í Álaborg — »radical« í stjórn- málum, lieitur Grundtvigssinni, og alment talinn frjálslyndasli biskup Dana. Aðra nefndi hann ekki, þó búast hefði mátt við að hann gleymdi ekki síra Fibiger í Khöfn og sira Pórði Tómassyni í Horsens, formanni dansk-íslensku kirkjunefndar- innar. þvi að Bjarmi hefir birl islenskum lesendum álit þeirra á »spiritisma«. E. K. telur æskilegt að vjer reynduru »að gera dönsku kirkjuna ögn frjálslyndari«. Setjum svo að vinir hans á synódus eða »sálar- rannsóknarfjelagið« fengju því til vegar komið að liann yrði sendur í þeim er- ind,um til Danmerkur og endurtæki erindi sitl á dönskum kirkjumálafundi. —Pað er hælt við að árangurinn yrði eklci annar en mikill hlálur um endilanga Danmörku, er Danir heyrðu að Ludvigs biskup, 01- fert líicard og E. Thaning væri brugðið um ófrjálslyndi og þröngsýni! — Ivvaran er auðsjáanlcga fáfróður um kirkjuDana. Hann scgir t. d., að í máli Arboe-Ras- mussens hafi hún »ekki gcrl annað en ofsækja, að undanteknum einum presliw. Hann veit samkvæmt því ekkcrt um, að _______'____ Frli. á bls. 13. 1) Höíuudur góökunnra bóka, ætlaöra sanngjörn- iun cfasemdamönnum, cr lieita: Jeg spörgcr. En Brcvvexling om modcrnc Tvivl 2. upplag (2,50), 5>ig os liyordan (2,50), Dcn slorc Dröm (5,50).

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.