Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.02.1922, Blaðsíða 3

Bjarmi - 15.02.1922, Blaðsíða 3
BJARMI 27 Öll fylling vínviðarins tilheyrir þjer! Sjert þú i mjer, þá vertu þess full- viss, að alt mitt er þitt! Það er mitt hjartans áhugamál og mín vegsemd, að þú verðir ávaxtarsöm grein. Vertu þcss vegna i tnjerl Þú ert veik- ur, en jeg er máltugur; þú ert fá- tækur, cn jeg ríkur. Verln að cins i mjerl Gefðu þig algerl að minni leið- beiningu og handleiðslu; reið þú þig algert á kærleik minn, náð mina og fyrirheitin. Jeg er vínviðurinn, þú ert greinin. Vertu í mjerl Ó, sál mín, hverju á jeg að svara? Á jeg að hika léngur við að taka tilboðinu? Á jeg enn að vera að hugsa um það, hve hart og erfitt það muni vera, að vera grein á hin- um sanna vínviði, af því að fram- kvæmd þess sje undir mjer komin? Á jeg ekki miklu heldur að líta á tilboðið sem hið gleðilegasta og blessunarríkasta í heimi? Á jeg ekki að áræða að trúa því og treysla, að þegar jeg er i honnm, þá muni hann varðveita mig og hjálpa mjer til að vera þar ájram, Af mínum eiginn mætti á jeg ekki að vera þar, heldur á jeg að taka á móti stöðu minni og gefa samþykki mitt til þess, að vera varðveiltur þar, og fulltreysta því, að sterki vínviðurinn muni ávall bera veiku greinina. — Jú, jeg vil vera i þjer, blessaði herra Jesús. Ó, frelsari minn, hve óumræðileg- ur er kærleiki þinn! »Ó, hvílík undur ástsemdanna Er öll pín meðferð, Guð, á mjer! Um það fær tunga ei talað manna Nje tignað þig sem verðugt er« — Jeg get að eins falið sjálfan mig á vald kærleika þínum og beðið þig um, að opinbera mjer æ betur og betur leyndardóma hans, og styrkja og uppörva þinn elskandi lærisvein lil að gera það eitt, sem hjarta mitt þráir: að vera stöðuglega allur og ó- skijtur i þjer! Andrew Murry. Pfö Árni Jóhannsson. Bréf frá Þýzkalandi. ii. Keisaradœmi og týðveldi. Það er víst enginn efi á, að lýð- veldið kom of snemma á Þýskalandi, þjóðin í heild sinni var hvergi nærri undir það búin. Það er einnig mjög vafasamt að það verði langllft. Það er ekki bara aðalsfólkið, en líka margir af öðrum stjettum, sem hata lýðveldið og kenna því um alla þá óreglu, sem hefir vcrið í Þýskalandi síðan það komst á — og það eru margir sem þrá keisaradæmið og ala þá von í brjósti, að Wilhelm, elsti sonur krónprinsins, komist á einhvern hátt lil valda. Á götunum í Berlfn eru seldar myndir af honum — hann hvað vera góður og efnilegur ung- lingur á fermingaraldri. Iveisarafrúin þýska dó eins og kunnugt er í Hollandi (í útlegð með manni sínum). Hún var flult heim og jörðuð í Potsdam (rjett bjá Ber- lín) með mikilli viðhöfn. Margar fallegar sögur hefi jeg heyrt um hana, hún var elskuð og virt af öllum þorra þýsku þjóðarinnar. Hún studdi mikið kristilega líknarstarf- semi og heimsótti oft sjálf spílalana í Berlín. Einu sinni kom hún inn til bláfá- tækrar konu, sem lá í spitala'einum, hún var langt leidd og þjáðist mjög. Keisarafrúin varð hrærð við áð

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.