Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.02.1922, Blaðsíða 6

Bjarmi - 15.02.1922, Blaðsíða 6
30 BJARMI »Jeg er ekki viss um að það sje holt fyrir þig að sökkva þjer niður í svona hugleiðingar«, sagði Hákon vandræðalega. »Getum við ekki talað um eilthvað skemtilegra? Blessuð, láttu skíra drenginn þegar þú vilt, og þú mátt bjóða svo mörgum, sem þú vilt, það er hvort sein er aðal- atriðið, skilst mjer, að halda sem veglegasta skírnarveislu, eða er ekki svo?« »Nei, Hákon«, svaraði Helga al- varleg. »Hafi jeg verið svo grunn- hyggin að hugsa slíkl, þá er eg nú orðin annarar skoðunar og þess vegna vil jeg helst ekki halda neina skírn- arveislu«. »Nú gildir mig ekki einu!« sagði Hákon hlæjandi. Bpaö er þó góð og gömul venja að gera sjer daga mun við þesskonar lækifæri — og við ættum að sleppa því. — Jeg vi) ein- mitt hafa fjörugt geslaboð, góðar veitingar og helst dans eða einhverja skemtun«. »Hákon!« »Já, er það nokkuð athugavert?« »Hákon! Ertu búinn að gleyma litlu, livítu líkkistunni, sem stóð hjerna í stofunni fyrir tæpu ári síðan?« »Þú ert full alvörugefin í dag, Helga«. »Finst þjer það? Jeg er ekki barn lengur, Hákon«. »Það er svo. Ekki ertu þó orðin kerling enn þá, sem betur fer. Þú varst annars væn að fara í þennan slopp í dag, hann klæðir þig prýðis- vel. Jeg var orðinn hálfleiður á svörtu fliksunum, ef jeg má segja það. Við verðum að hrista af okkur og reyna að njóta lífsins á meðan við erum bæði ung. Finst þjer það ekki?« »Það er líklegt«, svaraði Helga og stundi ofurlítið við. »En jeg er ann- arshugar í dag«. »Þú ert þreytt, þú hefir sofið illa í nótt. Drengurinn er of erfiður fyrir þig á nótlunni og þú ert hálf lasin sjálf«. wÞað gengur ekkert að mjer, jég sef vel á nóttunni og orðin allvel frísk, en það var annað sem jeg æll- aði að segja við þig, en jeg veil ekki hvernig jeg á að byrja. Við erum víst talsvert ólík að sumu leyti, Há- kon, og mjer þykir það verulega leiðinlegt að við skulum ekki geta orðið sammála um alt, sem drenginn okkar áhrærir, því þar verðum við bæði að leggjasl á eitt, ef við viljum að hann verði nýtur og góður mað- ur. Mig langaði einmitt til að tala um það við þig. Jeg vil byrja á því að bera hann til skírnar og fela hann jafnframl forsjóninni. Jeg get auðvit- að ekki talist trúkona, en mjer finsl það hljóti að vera rjetta leiðin«. »Jeg held það sje nógur tími til að tala um uppeldi barnsins, og hvað skírnina gnertir, þá ertu einráð um hana, — ertu þá ekki ánægð eða hvað?« »Ekki allskostar, Hákon, mjer hefði þótt miklu ánægjulegra, ef við hefð- um borið hann sameiginlega fram fyrir Drollinn í skírninni«. »Það gelur nú ekki orðið«, svaraði Hákon stutlur í spuna og stóð á fætur, »þú ert víst einfær um það, — þar verð jeg að vera laus allra mála. Og svo tölum við ekki meira um það. Nú fer jeg út í bæ, mjer veitir aldrei af að jafna mig eftir svona samræður«. Hann leit glettnis- lega til konu sinnar, sem sal niður- lút og hjelt að sjer höndum. »Þú manst að það er spilakvöld hjá mjer í kvöld«, sagði hann um leið og hann hvarf úl úr dyrunum. Hún heyrði að hann gekk hvatlega í gegnum næstu stofu, hratt opinni forstofuhurðinni og skelli henni aftur

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.