Bjarmi - 15.04.1922, Blaðsíða 2
74
BJARMÍ
Hví eruð þjer hræddir?'
Dauði, hvar er broddur þinn?
Hel, hvar er sigur þinn?
spyr Páll postuli sigri hrósandi er
hann hefir skrifað um upprisu Krists
i 15. kap. I. Korintubrjefs. Hann er
ekki hræddur við dáuðann, veit, að
það er »miklu betra að leysast hjeð-
an og vera með Kristi«, — og það
voru engin sjerrjettindi Páls fram yfir
aðra lærisveina Krists. Kristur wfrels-
aði alla þá, sem af ótta við dauð-
ann voru undir þrælkun seldir alla
sína æfi«, segir Hebreabrjefið, og þeir
eru margir orðnir, sem frelsast hafa
frá þeim ótta. Saga píslarvottanna
kristnu segir frá ótal dæmum uin
það, og fjölmargir aðrir lærisveinar,
sem minna er talað um, heilsa dauð-
anum brosandi.
»En hvers vegna eru þá svo marg-
ir hræddir við dauðann?« spyrja
menn.
Aðalorsök þess er vantraust á Guði;
þegar ekki er um þann ótta að ræða,
sem stafar beinlínis frá veikindum á
sálu eða líkama. — Ef þjer þykir
þetta »hörð ræða, þá íhugaðu með
mjer fáein atriði.
Pú játar því að Guð sje góður og
honum sje ant um mennina, elski þá
enn heitar en góður jarðneskur faðir
börn sín; heldurðu ekki að hann
hugsi jafnl um þá hvoru megin við
gröfina, sem þeir sla-nda?
»Jú«, svarar þú, »en allir vila, að
fjölmargir þjást og kveljast á ýmsar
lundir í þessum heimi, — og hver
er trygging þess að Guð skifti sjer
meira af böli manna í öðrum heimi
en hann virðist gjöra oft hjer á jörðu?
1) Frekari spurninguin um þetta efni
verður svarað í blaðinu jafnóðum og pær
koma.
> Jeg sje enga ástæðu til að ætla að
maður verði sæll undir eins og hann
deyr, þótt stundum heyrist slíkt í lík-
ræðum«. —
Jeg sje það ekki heldur. En trygg-
ingin fyrir kærleika Guðs til mann-
kynsins er Jesús Kristur. Jeg sje
enga aðra örugga, þegar mjer berast
ómar af angislarópum og harmastun-
um ótal manna fjær og nær. — Ef þú
vantreystir Kristi, þá kann jeg ekk-
ert ráð við hræðslu þinni við dauð-
ann.
»Jeg vil ekki vantreysta Kristi«,
svarar þú, »jeg trúi því að hann hati
sagt satt um sjálfan sig og hlutverk
sitt; en það er samt alt af hjá mjer
einhver ótti við dauðann. Mjer finst
jeg vera alveg óviðbúinn, ef jeg ætti
að deyja í dag«. —
Segðu mjer, nei talaðu heldur um
það við Guð, hvort þessi ótti stafi
ekki af því, að þig vanti alla trúar-
vissu. Pú sjert alls ekki viss um,
hvað sem játningu þinni líður, að
hlutverk Krists hafi lánast að því er
þig snertir, og þá er ekki undarlegt
að þjer finnist dauðinn muni flytja
þig allslausann í ókunnugt land, þar
sem þú hvorki skilur tungumálið nje
þekkir lífsskilyrðin, og hrollur fari
um þig við þá hugsun. Lærisvein-
arnir, sem finna þaö í hjarta sínu
að þeim er fyrirgefið, ímynda sjer
ekki, að þeir geti samið kenslubæk-
ur í landafræði wannara heima« eins
og sumir »dultrúar-spámenn«, en þeir
eru vissir um að besti vinur þeirra
hjer á jörðu bíði eftir þeim á strönd-
inni hinum megin við dauða hafið, og
þar sem hann sje konungur »ókunna
landsins«, þá sje engin ástæða til að
kvíða, þótt maður komi efnasnauður
þangað. Kvíði og hræðsla í þessum
efnum er nærri því móðgun við Drott-
in, — þegar Kristur hefir fórnað sjálf-
| um sjer til að frelsa oss.