Bjarmi - 15.04.1922, Side 3
BJARMI'
75
Komi trúarvissan — þá fer óttinn,
— og hvergi er hentugra að leita
hennar en við krossinn á Golgata.
Teningunum kastað.
IV.
r>Sporin hrœða«.
Já, vjer töldum upp fáein »spor« í
siðasta blaði, sem flestir munu telja
lítil meðmæli með nýguðfræði. Hægð-
arleikur væri að bæta við. — En
rúmið er lítið og fróðleikur lærdóms-
manna vorra vonandi eins mikill og
bjá Bjarma, og því er hjer að eins
drepið á fáeinar staðreyndir frá »móð-
urlandinu«, Þýskalandi. Kristilegt fje-
lags- og safnaðarstarf er þar lang-
mest í höndum ókirkjulegra leik-
manna, nema þar sem íhaldssamir
og áhugamiklir klerkar starfa. Út-
streymi úr evangélisku kirkjunum er
stórvaxið, (um 250 þúsundir árið
1919). Guðfræöingarnir í stjórnum
kirknanna svo »frjálslyndir« eða öllu
heldur skeytingarlausir, að þeir hika
við árum saman að reka presta frá
embætli, þótt þeir kenni að engin
Guð og ekkerl eilífl lif sje til, eins
og sr. Strasowski dr. theol., — sleppi
ritningarlestri, bænagjörð og blessun
við »guðsþjónustur« sinar, hafni skírn
og kirkjulegu hjónabandi, en mæli
með »samvisku samböndum«, og
skrifi bók, er heitir: »Brott með
kirkjuna«, eins og sr. Haydorn i
Hamburg, — eða fari svívirðingar-
orðum um kristindóm, kirkju og
prestastjett eins og sr. Fiedler dr.
theol. i Planitz1) — allir telja þeir
1) Dr. Fiedler var loks vikið frá i
fyrra, Haydorn misti ekki embætti, en
fjekk »10 ára hvíld«, kallar pó kirkjuár-
bók Pjóðverja liann »guðlausan draum-
óramaun*.
sig nýguðfræðinga, að eins töluvert
»frjálslyndari« en alment gjörist. —
Hatursmenn kristindóms eru fjöl-
mennir og færa sjer fullyrðingar
slíkra manna trúlega í nyt, en al-
menningur fer í stórhópum til all-
misjafnra »dultrúar-spámanna« —
»hjátrúin er ranghverfa vantrúarinn-
ar með dulspekisblæ«, eins og Pjóð-
verjar komast að orði. — Má nefna
í þeim »spámanna«-hóp: L. Háuszer,
sem kallar sig »hinn nýja Krist« og
»alræðismann Evrópu«. »Furstinn
frá Sela« (roskinn vefari). Kirberg,
sem kallar sig »Jesúm frá Dössel-
dorf«, og fleiri svipaðir. Þeir hafa
haft »góða áheyrn«, þótt stundum
hafi þeir lent í geðveikrahælum eða
»í steininum«, og sjeu enn dýrseldari
en vjer eigum að venjast. Bestu sæti
100 mörk við erindi Háuszers. Muller-
Czerny, er kallar sig »Krist annan«,
selur hverja ráðleggingu 50 mörk, og
hefir mikla aðsókn! — Pað þætti
dýrt hjá »dulspekingum« vorum.
Vafalaust þarf ekki að skýra ný-
guðfræðingum vorum nánar frá þess-
um fjárglöggu »dulspekingum«, þvi
að eftirlætisblað þeirra, »Christliche
Welt«, gefur öllu slíku mikinn gaum
(sbr. Kirkjuárbók Pýskalands 1921).
— En naumast telja þeir »sporin«
aðlaðandi, þótt einhverjum kunni að
vera það huggun að víðar er hjátrú
en í Reykjavík.
Alstaðar sannast orðin í »Bibelfor-
skaren« 1921 bls. 147: »Skynsemsku
kristindómur (den rationaliserade
kristendom), sem ætlað var að mundi
laða nútíðar-manninn til að nálgast
hið guðdómlega, reynist allia ófær-
astur til þess að fullnægja þörf ein-
mitt nútima-mannsins«. — Kunnugir
vita að útg. þess tímarits, Stave
Uppsala-prófessor, stendur ekki að
baki prófessorum vorum i vísinda-
mensku og víðsýni og bleypir hvorki