Bjarmi - 15.04.1922, Side 6
78
B JARMI
hjer, er H. N. velkomið að leiðrjetta
það.)
II. Síðara erindið, sem flutt var
með meira »fjöri« en hið fyrra, var
mestalt tómur upplestur á því, sem
H. N. hafði best fundið í ritum
spiritista og lakast í gamla testament-
inu og vildi hann með því rjettlæta
fyrri ummæli sín um »ruslið«. Ofur-
lítil olbogaskot gaf hann þar biskup,
sr. Fr. Fr. og Árna Jóhannssyni, en
öll fremur meinlítil.
Að lokum ráðstafaði liann útför
sinni, það er að segja las upp sálm-
inn, sem ælti að syngja við útförina,
kvaðst hann vilja að hún yrði kristi-
leg, en lfk sitt skyldi brenna, ef
kostur væri. — Sumir áheyrendurnir
gjörðu sig seka í þeirri »smekkleysu«
að klappa á eftir, þótt ræðulokin
væru um útför fyrirlesarans.
Þegar jeg gekk brott eftir siðara
erindið, spurði jeg samferðamann
minn, hvernig honum hefði líkað
meðferð H. N. á gamla testamentinu.
Hann sagði:
»Það minli mig á gamla konu,
sem spurði mig einu sinni: »Trúið
þjer þvf, að biblían sje Guðsorð?«
Jeg játaði því. »Jæja«, svaraði konan,
»ekki skil jeg það. Það kvað standa
f biblíunni að Salómon hafi átt 1000
hjákonur, og ekki treysti jeg mjer til
þess.«(l!) Hún hjelt, vesalings konan,
að þeir, sem segðu bibliuna Guðsorð
ætluðust til að breytt væri eftir öllu,
sem í henni stæði. — En guðfræðis-
prófessor ætti að vita betur.« — í
nýja testamentinu er frá því sagt, að
Júdas hengdi sig; ekki hafa »víð-
sýnu« mennirnir þó ennþá borið oss
það á brýn, sem teljum það satt, að
vjer hljótum að ætlast til að allir
lærisveinar Krists breyti eftir því.
Ritstjóri Bjarma.
Trúmálahugieiðingar.
Pað eru orðnar margar trúmálastefnur
þjóðar vorrar, pó pjóðin sje ekki mann-
mörg.
Það kom í ljós á trúmálafundum þeim,
sem haldnir voru hjer í Reykjavík, dag-
ana 12.—19. mars s. 1., að skoðanir í trú-
málunum voru mjög skiftar hjá þeim,
sem þar tóku til máls. En hvort þær
skoðanir hafa allar mikil áhrif út á við,
skal jeg láta ósagt.
Einna mest áhrif hygg jeg að spíri-
tisminn hafi liaft á þjóðina, af liinum
nýrri trúmálaskoðunum. Pó hann hafi el'
til vill ekki haft mikil áhrif á þessutu
fundum hjer í Reykjavik, þá hefir hann
haft mikil áhrif með ræðurn og ritum
forgöngumanna sinna.
Markmið spíritismans er að leitast við
að fá vísindalegar sannanir fyrir frani-
haldi lífsins eftir dauðann. Og þær sann-
anir álíta spíritislar, að þeir Jiafi fengið
með því að fá frjettir frá framliðnum
mönnum.
Margir hafa trúað því, að það hafi
áreiðanlega tekisf, og þótt það mikil
gleðitíðindi.
Út af þessu hafa risið miklar deilur i
landinu. Sumir hafa mótmælt því, að
það væri rjett, sem spiritistar halda fram,
aðrir hafa talið það óleyfilegt, eftir kenn-
ingu Guðs orðs, að leita frjetta framliðna.
Svo hefir það oft og einatt reynst ósatt,
sem haft hefir verið eftir öndunum og
það hefir orðið til að vekja ótrú á mál-
inu. (Sumir hafa orðið taugaveiklaðir,
aðrir geðveikir út af því, að fást við
andarannsóknir).
Pó veit jeg til þess, að margir eru
farnir að gera sjer háar vonir um spiri-
tismann, og vænta mikils góðs afhonum.
Jeg hef talað við menn, sem hafa sagt,
að trúin hafi glæðst hjá þeim við áhrif
spíritismans, og þeir hafi farið að fá
löngun lil að lesa Guðs orð í ritningunni,
þó þeir hefðu ekki áður hirt um að lesa
í henni.
En alt fyrir það er spíritisminn eng-
inn ávinningur fyrir kristindóminn í
mínum augum.
Ef einhver fer að lesa í heilagri ritn-
ingu fyrir það, sem spiritistar segja um
hana, þá held jeg að það geti orðið til
þess, að rangfæra og misskilja ýmislegt,