Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.11.1922, Side 5

Bjarmi - 01.11.1922, Side 5
BJARMI 189 eðlilegt. Sumar konur kirða ekkert um á hvern hátt maðurinn þeirra aflar sjer fjár á meðan nóg er til að bíta og brenna og ekki er skorlur á fógrum húsbúuaði«, og hún skimaði alt í kringum sig um leið og hún lauk við setninguna. Nýjar bækur. Dalmæiii og dultrú, heitir ný bók (192 bls.) eftir Sigurð Þórólfssou fyrv. skólastjóra. Höf. segir svo i formála bókar þess- arar: »Bókin er einkum skrifuð handa fróðleiksfúsum alþýðumönnum, þeim til leiðbeiningar um helztu dulmættis- atriði sálarlífsins, svo þeir frekar geli skapað sjer sjálfstæða skoðun á ýms- um dultrúarkenningum, sem oft ein- hliða er haldið að þeiin. Það er lika sannfæring mín, að það sje óþarfa- verk, sem sumir hafa með höndum, að vekja upp og útbreiða miðalda- hjátrú og Austurlanda hugarburð og hindurvitni. Þjóð vorri er það til engrar blessunar, hvorki andlega eða líkamlega«, Bjarmi sjer ekki betur en þessi til- gangur sje góður. Efasemdaslefnan braut stór skörð í alt biblíutraust og um leið lamaði hún virðingu og traust á boðskap kristinnar kirkju, en bygði ckkert i staðinn. Andatrú og guðspeki fann því góðan jarðveg til að reisa upp skýjaborgir allskonar hindur- vitna. Álfatrú og draugatrú er komin i besta blóma víða hvar þar sem »orð krossins« þykir úrelt heimska. Bók þessi er rækileg árás á þau hindur- vitni. Og þótt Bjarmi mundi hafa orðað sumt öðru vísi, t. d. ummælin um áhrif bæna, á bls. 6, þá teljurn vjer bókina yfirleitt góð orð í tíma töluð og er vonandi að margir verði dálílið aðgætnari gagnvart hindurvitna- snörum, er þeir hafa lesið hana. Jólakveðjan 1922 er nýkomin frá Höfn og þegar farin frá Reykjavik út um land. Margir prestar og barna- kennarar láta þess getið að þeim sje ljúft að úthluta henni, en sumir hafa öll þessi ár aldrei látið þess getið, hvort Jólakveðjan komi til skila, eða hvað mörg eintök þeir þurfi, svo að hún komist á hvert barnaheimili, eins og henni er ætlað af gefendunum. Meira að segja hefir það komið fyrir að 4.prestar í Múlasýslum hafa látið pósthúsin á Seyðisfirði og Eskifirði endursenda Jólakveðjupakkana í stað þess að gleðja börnin með ritunum, og það lakasta er, að ritstjóri Bjarma sem annast útsendinguna, er svo ó- kunnugur i þeim prestaköllum flest- um, að hann veit ekki með vissu hverjum trúa má til að gefa börnum ritið, þegar prestar taka því svo. Annars leyfum vjer oss enn að nýju að biðja lesendur þessa blaðs hjerlendis að láta oss vita, ef Jóla- kveðjan kemur ekki á barnaheimili í nágrenni þeirra. — Að gefnu tilefni skal þess getið að það er með öllu óheimilt að selja þetta rit, nema menn láti binda það, þá er ekki hægt að banna að selja bandið. í þetta sinn verða engar íslenskar myndir sendar dönskum sunnudaga- skólum, þvi að ekki er fullborgaður enn kostnaðurinn við tvær síðustu inyndirnar. En vonandi safnast svo í vetur í Jólakveðjusjóð að unt verði að senda mynd bjeðan fyrir jólin 1923. 50 fyrstu nýju kaupendurnir að næsla árg. Bjarma fá pennan árg. ókeypis uni leiö og peir borga 17. árg. með 5. kr. og burðargjald undir 16. árg. 50 aurar hjerl. og'l kr. erl,

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.