Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.02.1923, Page 4

Bjarmi - 01.02.1923, Page 4
16 BJARMI efli bornir i hnefaleik lífsins? — Lít- ilmagnarnir — konurnar, börnin! Var það brauðið þeirra, sem hún nærðist á? Voru þau svift klæðinu, að hún mætti búast sem best? — — Hún hnje máttvana að stólbríkinni og grjet beisklega. Hún varð þess eigi vör að Hákon kom inn í her- bergið. Fyrst í stað kom hann ekki auga á bana þar sem hún sat hnípin í stólnum. En þegar hann sá hana, gekk hann til hennar: »Hana þá!« sagði hann. »Nú líkar þjer víst, nú kem jeg þó einu sinni nógu snemma heim — en hvað er nú þetta! Því ertu svona? Grátandi — flóandi í tárum! Hvað er um að vera? Vanhagar þig um eitthvað — peninga — ekki það. Líttu á hann þennan. Þú mátt eiga hann ef þú hættir að skæla«. Og hann hampaði 100 króna seðli frammi fyrir Helgu. Hvað segirðu um það, Helga litla?« Hann tylti sjer á bríkina á stólnum, sem hún sat í, og lagði handlegginn yfir um herðarnar á henni, en hún ýtti honum hægt frá sjer. »Má jeg þó ekki snerta þig nú orðið«, sagði hann. »En þær kenjar! Geturðu ekki sagt mjer hreint og beint hvað hefir komið fyrir? Það hlýtur að vera eitthvað í meira lagi rauna- legt, úr því það kostar öll þessi tár«. Helga svaraði engu, en sneri sjer undan og þerraði af sjer tárin. Það lagði vínþef af honum og hrollur gagntók hana. »Stiltu þig, vertu væn, hættu að gráta«, tautaði hann ráðaleysislega. »Þigðu miðann! Jeg var svo skrambi heppinn með viðskiftin í dag. Löng- um heppinn Hákon karlinn!« Helga stóð þegjandi á fætur, en á svipnum var auðsjeð að henni var óvenjulega þungt í skapi. Hákon greip í handlegginn á henni. »Altaf ert þú jafn falleg«, sagði hann. »Jeg er upp með mjer af þvi — því þú ert beinlínis falleg — en því viltu ekki peninga? Kvenfólkinu þykir þó flestu vænt um peninga«. »Hættu þessu!« sagði Helga og stóð keiprjett frammi fyrir honum. »Jeg vil ekki peningana þína — jeg þoli þá ekki«. »Ekki það! ha-ha-ha. Svo þú þolir ekki að sjá peningana mina. Held- urðu að þeir sjeu stolnir eða hvað?« Hann þaut á fætur og horfði byrstur í bragði á Helgu, sem hvergi brá. »Þú veist það best sjálfur, Hákon, hvernig þú aflar þjer fjár nú orðið«, sagði hún djarflega og horfði beint framan í hann. »Þú heldur þá, það er auðheyrt, að jeg sje þjófur — en sannaðu það!« sagði hann og varð æ reiðari. »Sanna þú mjer að þessir pening- ar, sem þú ert að hampa frammi fyrir mjer, sjeu vel fengnir«, sagði Helga rólega. »Þig varðar blátt áfram ekkert um hvemig jeg vinn fyrir peningum. Þú mátt þakka fyrir á meðan þú getur lifað eins og drotning og haft alls nægtir. Mig minnir ekki betur en að þú værir bara rjett og sljett vinnu- kona, þegar jeg kom og bauð þjer upp á frúarstöðu — og svo ertu að sletta þjer fram i hvernig jeg fari að afla þess fjár, sem þú eyðir sjálf í allskonar munað, — svei — þjer ferst! og það skaltu vita að jeg mun fram- vegis, eins og hingað til, hafa mín ráð i þeim efnum, og alls ekki spyrja þig ráða«. Hann sló þungt hnefahögg í borðið um leið og hann sagði síð- uslu orðin. »Vertu ekki svona æstur, Hákon«, sagði Helga. »Það er líklega rjettasl að tala ekki frekar um þetta að sinni, á meðan þú ert ekki — ekki al- gáður«.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.