Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1923, Síða 6

Bjarmi - 01.02.1923, Síða 6
18 B JARMI að kveldi. Upprunalega var búist við 600 þátttakendum, en 10. janúar var búið að skrásetja 832 og búist við að tala fundarmanna yrði alt að 1000. Fulltrúarnir eru frá 46 löndum. K. F. U. M. í Bandaríkjunum í Ameríku senda 100; frá Frakklandi 33 og frá Þýskalandi 30; frá Nýja-Sjálandi verða 2. Frá Argentínu, Arabíu, Birma, Palestínu, Sýrlandi og Uruguay 1 frá hverju; 5 koma frá Japan og 8 frá Kína. Frá Skandinavíulöndunum 5 (Finnland meðtalið) verða um 150, o. s. frv. Dr. E. M. Robinsson einn af aðal- framkvæmdarstjórunum í undirbún- ingsnefndinni skrifar meðal annars á þessa leið: »Án efa verður þessi fundur þýð- ingarmesti atburður í lífi og starfi K. F. U. M. meðal allra þjóða á þess- um árum. Það er fyrsti alþjóðafund- urinn i fjelagskap vorum síðan stríðið mikla. Hann verður haldinn svo að segja í hjarta hinnar sundurkrömdu Evrópu. Fundurinn mun framkalla anda kærleikans og bróðurelskunnar. Hann mun sýna virkileika hinnar kristnu trúar sem vjer játum. Hann mun leggja byrðar á hluttekningar- söm hjörtu eftir því sem sárar þarfir og takmarkalaus tækifæri útheimta. Hann mun styrkja traust þeirra sem fúsir eru að ráðast í stórvirki. Hann mun gefa einlægum trúuðum kristn- um mönnum, sem að öðru leyti hafa ólíkar skoðanir tækifæri að kynnast. Hann mun laða hugina saman og sýna að sanntrúaðir menn eru eitt þrátt fyrir allan mismun. Hann mun fja la um hið mest áhugavekjandi mál i heimi, eflingu ríkis hins sigr- andi Krists. Hann mun leiða í ljós þýðing þess að beina allri vorri at- hygli og öllu starfi að æskulýðnum, svo að hugsjónir rjettlætis og ósjer- plægni og fórnfýsi megi verða ráð- andi öfl hjá uppvaxandi kynslóðum áður en þær eiga að fara að stjórna þjóðfjelögunum....... Aldrei höfum vjer átt að mæta stærri erfiðleikum eða stærri tæki- færum til að undirbúa framsóknar- hreyfingu í starfinu fyrir æsku og bernsku. Það hefir verið sagt, að »trúin geti að eins þróast þar sem hún fær að nærast á hinu »ómögu- lega«. — Þarfirnar eru takmarkalaus- ar, takmarkalaus er fúsleiki og mátt- ur Guðs til þess að bæta úr þörfun- um, en takmörkuð virðist trúin hjá þeim sem Guð hefir útvalið sem verkfæri sín. Þetta vekur þá alvöru- hugsun hjá oss, að þvi að eins að fulltrúarnir og aðrir, sem standa bak við þá, undirbúi þessa fundi með innilegri og stöðugri bæn, geti hann náð því hæðsta marki og hinum mesta árangri. Það er ómögulegt að ímynda sjer alla þá blessun sem leitt getur af slíkum fundi, þar sem sam- an koma um 1000 kjörnir menn af 46 þjóðlöndum allir i anda Krists, menn, sem hafa úthelt hjörtum sín- um fyrir Guði mánuðum saman á undan fundinum, menn, sem studdir eru af fyrirbæn þeirra, er heima eru. Ekkert er augljósara en það, að ekki er hægt að eyða of miklum tíma eða hugsun á þessum mánuðum sem eftir eru til fundarins, til hins and- lega undirbúnings. Það virðist að vera skylda allra þeirra sem unna starfi guðsríkis meðal æskulýðsins að biðja um blessun Guðs yfir þenna fund«. Fundurinn verður haldinn á ynd- islega fallegum stað, í smábænum Pörtschach, er stendur við Wörther- vatnið i austurrísku Ölpunum. Með þvi að enginn einn salur í bænum rúmar svo marga menn, hefir fjelags- stjórnin í Schweiss látið reisa þar fund- arskála, en af því að bærinn er mik-

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.