Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1923, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.03.1923, Blaðsíða 10
38 BJARMI Jólahátíðin. Beyer prófessor í Steltin í Þýska- landi skrifar í Licht und Leben í vetur (24. des.) á þessa leið: Það er rangt að segja að kristin kirkja hafi verið jólalaus í meira en 300 ár. Það var mjög snemma farið að halda fæðingarhátíð frelsarans 6. janúar í austrænu kirkjunni. freneus kirkjufaðir (f 202) segir: »Eins og Adam var skapaður á 6. degi eins birtist hinn annar Adam á 6. degi til endurfæðingar fyrri Adam«. — Þessi fæðingarhátíð var nefnd wepifaníu- hátíð«, birtingarhátíð, þar eð menn vildu tákna með því orði, hina und- ursamlegu fæðingu frelsarans. Það væri ekki unt að segja um neinn Jósefsson: »Hann birtist í Betlehem«. Allir sjá hvað heimskulegt það væri að segja t. d.: »Marteinn Lúter birt- ist 10. nóvemb. 1483 í Eislehen!« — Epifaníus kirkjufaðir frá Salamis (f 403) segir, að fæðingarhálíð frels- arans hafi verið haldin 6. janúar síðan á dögum postulanna. Basilíus mikli biskup í Kappadósíu (f 379) flutti jólaræðu á »epifaníudaginn«, þar sem hann nefnir þessa hátíð fæð- ingardag mannkynsins, en telur þó betra að nefna hana »Þeófaníuhátíð«, þar eð Guð hafi þá birst (í samræmi við I Tím. 3. 6. »Guð er opinber- aður í holdinu«). Gregor biskup frá Nazíanz (f 390) er honum sammála, er hann segir: »Nú höldum vjer »Þeófaníhátíð« eða fæðingarhátíð Drotlins«. Þegar sú skoðun varð almenn í vestrænu kirkjunni að fæðingardagur frelsarans væri 25. desember, þá slepli austræna kirkjan vegna friðar og samlyndis að halda fæðingarhá- tíðina 6. janúar, en dagurinn, sem orðinn var þar svo kær, hjelt þó á- fram að vera hátiðisdagur, og var þá minst komu fyrstu heiðingjanna að jötunni í Betlehem. Enn eru til vingjarnleg orð Krysóstómusar biskups frá Antíokkíu (f 407) um það efni. Hann segir i ræðu, er hann flutti í Konstantínopel 25. des. 386. »Mjer er það gleði að þessi hátíðisdagur, sem áður var kunnur vestrænu kirkj- unni einni, hefir íljótlega breiðsl út, þótt fá ár sjeu síðan að hann kom til vor«. Orsakir þess að vestræna kirkjan (í Italiu og öðrum rómverskum lönd- um) fór að halda fæðingarhátið Jesú 25. desember eru aðallegar þessar: Tertúllíanus kirkjufaðir (f 220) bendir Markión villimanni á rómversk skjala- söfn og segir: »Um manntal Ágústusar keisara eru skjalasöfnin rómversku öruggusl vitni«. Tertúllíanus reiknar og frá Daníel 9, 25 (vikurnar 62) að fæðingardagur Jesú bafi hlotið að vera 25. des. Krýsóstómus (f407) telur frá röðinni í Lúk. 1. 9 og friðþægingar- deginum í 6. mánuði (Lúk. 1. 16); verður þá boðunardagur Maríu 25. marz og fæðingardagur Jesú 9 mán- uðum síðar 25. des. í þriðja lagi segja kirkjufeðurnir að ritningin hafi spáð um fæðingardaginn, hljóta þeir þar að eiga við Haggaí 2. 11. 18. 20 þar sem þrisvar er talað um 24. dag hins 9. mánaðar. en eftir okkar tíma- tali er það 25. des. Þeir, sem frekar vilja kynnasl þessu, geta sjeð sannanakeðjuna í hinni lærðu Jólabók (Weihnachten) eftir Paulus Cassel. í þeirri bók er rækilega hrakin sú almenna skoðun að Jólahátíðin sje eftirlíking sólhvarfahátíða Rómverja. Paulus Cassel fullyrðir rjettilega: »Kristnu hátiðirnar eiga upptök sín í sögu kristninnar«, — og sannar það. S. G. þýddi.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.