Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1923, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.03.1923, Blaðsíða 11
BJARMl 39 John Wanamaker hjet ungur piltur efnalaus í Ameriku, (f. 1838). Faðir hans var murari, en fjölskyldan var stór og oft voru börnin svöng og fátækleg til fara. John varð því snemma að fara í vinnumensku, og alla æfi mundi hann hvað hann varð ánægður, þegar hann gat i fyrsta skifti unnið foreldrum sínum einn dollar á viku. Hann var einkar spar- samur og styrkti foreldra sína og systkini eftir föngum. Þegar hann varð tvilugur, átti hann 100 doll- ara í sparisjóð. — Hann stofnaði verslun með þessum höfuðstól í Fíla- delfíu og hafði alskonar vörur á boð- stólnum, en þá voru slík »vöruhús« fágæt í stórborgum svo aðsóknin varð mikil. Sama árið slofnaði hann sunnu- dagaskóla með 27 börnum. Hvortveggja fór vaxandi, vörurnar voru vandaðar og verkamennirnir góðir og ánægðir. Wanamaker varð smám saman stórauðugur, 25 þúsund starfsmenn voru í haust sem leið í vöruhúsi hans í Fíladelfíu, og þó átti hann litlu minni verslun í New-York. Var verslun hans þar í tveim risa- vöxnum húsum sitt hvoru megin við fjölfarna götu, en jafnframt var skó- vöruverslun mikil og fleiri deildlr undir strætinu í sambandi við húsin. Er þeim sem þetta rita minnistætt hvað erfitt honum veitti einum og ó- kunnugum að rata um það völundar- hús. »En þjer fáið hvergi vandaðri vörur en hjá Wanamaker«, sögðu gamlir Jórvíkurbúar honum. — Marg- oft voru 200 þús. menn afgreiddir daglega í þessum tveim stórversl- unum. J. W. gleymdi samt ekki kristin- dómsstörfum og allra síst sunnudaga- skólanum sínum. Hann var alt af formaður sama skólans, og skólinn varð flestum stærri, hafði að lokum 5000 nemendur. 4 ár var J, W. yfir- póstmeistari Bandaríkja og varð þá að búa í höfuðborginni, en á hverju laugardagskvöldi fór hann með hrað- lest frá Washington til Fíladelfíu til að geta kent í gamla sunnudagaskól- anum sínum. Mörg ár undanfarin var hann formaður alþjóða bandalags sunnudagaskólanna og styrkti það með fje og ráðum. Hann gaf K. F. U. M. mörg stórhýsi einkum á Ind- landi og í Kina. Á meðan á stríðinu stóð bauð hann Pjóðverjum 500 milljónir dala, ef þeir vildu sleppa Belgíu með góðu, og þegar það fjekst ekki, sendi hann skipsfarm af ýms- um nauðsynjum til Belgíu alveg ó- keypis. J. W. andaðist í des. f. á., hafði hann óskertan trúmálaáhuga til æfi- loka. Svenskar bækur. Evangeliska Fosterlandsstiftelsen hefir sent Bjarma þessar bækur til umtals: Frán forna dagar och flydda ar. Minnen av Emelie Lundalil (128 bls., verð 2 kr.). Höf. segir fyrst frá æskuheimili sinu í Stokkholm, skóiagöngu og kenslustörfum sínum í Svíþjóð, en aðalhlutinn er um kristniboðsstörf í Abessínu. Pangað fór hún með manni sínum 1875, og dvaldi þar 20 ár. Frásaga hennar er einkar lát- laus og fiytur margs konar fróðleik um kristniboð Svía i Afriku, sem fiestum fs- lendingum er ókunnugt. Addis Abeba av J. Ivarson (56 bls., v. 1 kr.). Bókin heitir eftir samnefndri höf- uðborg, en lesendurnir munu flestir spyrja: »Hvar er hún?« Vjer vitum lík- lega álika mikið um hana og íbúar henn- ar vita um Reykjavik. Reir eru samt fleiri, 100 þúsundir; og þó er hún ekki nema 30 ára gömul. Fjallaland er þar sem hjer, en hiti og gróður meiri.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.