Bjarmi - 01.03.1923, Side 13
B JARM I
41
og vita þó fátt um skjól og hæli í ill-
viðri, fagrar eikur og grænt haglendi til
hvíldar þrej'ttum ferðamönnum, bros-
fögur friðarblóm og ljúfa ávexti við öll
árstiðaskifti lífs vors.
Peir þekkja bókina að þvi er bókstaf-
inn snertir, en andinn er þeim ókunnur.
Peir þekkja hana í bókmentalegu tilliti,
en opinberunin er þeim hulin. Peir koma
með fróðleiksfýsn, en ekki synd sína;
forvitni situr í fyrirrúmi fyrir sálarþörf-
um. Peir fara með hana sem handbók í
hugönæmum sálfræðilegum efnum, en
skoða hana ekki sem »vade mecum«
(gakk ineð mjer) í eilífðarmálum sálar
vorrar. Peir nema staðar i fyrirlestra-
stofunni og rökræða kenningar hennar,
en ganga ekki inn í sjúkraherbergið, til
að aðgæta og hagnýta ráð hennar fyrir
ráðþrota menn, og allra síst tileinka þeir
sjer þau sjálfir.
Tilgangur minn er hreinn og beinn,
tvö orð lýsa honum:
Reyndu biblínua!
Reyndu kenningar hennar samvisku-
samlega, atvarlega og í þolgæði, með því
að láta hana stjórna líferni þínu. Pær
segjast vera nytsamar, framkvæmanlegar,
fullnægjandi, lífgefandi og afar heilsu-
samlegar í störfum lífs vors. Reyndu þær!
Prófaðu þær! Tak þær til greina! Gættu
svo vandlega að, hvort þær reynast þjer
ekki svo vel, að þú játir að þeim sje
ekki hrósað úr hófi.
Jeg býst ekki við að þú getir fengið
betri lciðbciningu við tilraunir þínar,
en orð texta míns. Par er sagt að guð-
innblásin ritning sje anytsöm til fræðslu,
til umvöndunar, tii leiðrjettingar, til
mentunar í rjettlæti, til þess að guðs-
maöurinn sje algjör, hæfur til sjerhvers
góðs verksa.
Aðgættu fyrsta atriðið: »nytsöm til
fræðslu«. Pað er: ritningin kveðst gefa
oss göfugustu kenninguna um göfugasta
lífiö, og hvar flnna megi blessunar-
uppsprettu þess. Hún er nytsöm til að
birta oss hugsjónalíf. Hún vill kenna oss
hvernig hugsa ber um lííið, veita anda
vorum djúpskygni, sjónarafl og hugsjón;
hún birtir oss liáfjallasýnir, og opinberar
blámóðu duldra hluta. Pannig fullyrðir
hún sjálf.
Vjer skulum prófa þaö. Jeg tek bækur
Ruskin’s1) með mjer til Sviss, svo að
hann hjálpi mjer til að koma auga á
fegurstu hjeruðin, tign fjallanna og yndis-
leik dalanna. Og mjer er ráðlagl að taka
bibliuna með mjer við skoöun lífsins,
svo að jeg komi auga á dásamlega fegurð
»sannarlegs lífs«.
Við skulum prófa það. Best.er að byrja á
því, sem hún birtir um eiginleika Guðs.
Vjer verðum að lesa hægt, nema staöar,
ihuga, bæta drátt við drátt, uns vjer sjá-
um dýrð Drottins. Vjer verðum að lesa
með fullri gaumgæfni, og gera oss í kyrð
og alvöru grein fyrir guðshugmynd biblí-
unnar. Horfuin á heilagleika hans, uns
hreinleikurinn verður sem ofbirta aug-
um vorum, ósegjanlegur með manna
tungu. Horfum á náð hans, uns fylling
liennar og takmarkaleysi minnir oss á
úthöfin í dýrð morgunroðans. Horfum á
kærleika hans, uns ljómi hans og hiti
yíirgnæfir alt sumarsólskin.
Vjer höldum áfram með leiöbciningum
bókarinnar, og skoðum himindýrð
iklædda hverfulum jarðarbúningi, sjáum
hana stiga niður í dalina, til að veita
óumræðilega hjálp og kærleika. Sjáum
hana holdi klædda fara um heimili og
víðavang, á engi og akri og strönd, með-
al dramblátra leiðtoga og tollheimtu-
manna og bersyndugra, í barnahóp og
meðal spiltra manna. Horfum á hana,
förum með henni í Getsemane, til Gol-
gala og Olíufjallsins, að hástól Drottins.
Förum hægt. förum hægt, segi jeg, gæti-
lega, með lotningu og íhugun; og þá fer
svo að lokum, að vjer sjáum dálitið af
þvi, hvað ritningin felur óumiæðilega
mikið í orðinu »Guð«.
Jeg er ekki viss um, hvað þeir eru
inargir, sem hafa gjört þetta. Hve margir
yðar hafa ihugað, með aðstoð heilags
anda, guðshugmynd biblíunnar? Margir
helgir menn hafa gjört það, og væri timi
til, gæti jeg bent á marga, er vitna um
hvernig þeim hefir reynst að stara á
ásjónu Drottins, sem ritningin birtir oss.
Dr. Alexander Whyte í Edinborg, vinur
minn og stórmerkur maður, segir, er
hann hafði lengi ihugað þessi efni: »Ekk-
ert er hollara hugsunum vorum en of-
birtan og ómælistignin, er mætir þeim
andspænis ósegjanlegri dýrð Guðs«.
1) Ruskiu var stórmerkur, enskur rithöfundur
(t 1900), er skrifaði, meðal annars, mikíð um nátt-
úrufegurð i Sviss. P ý ð.