Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.10.1923, Side 3

Bjarmi - 01.10.1923, Side 3
BJARMl 175 fórn, sem gefur öllu líf og ef fóvnar- lög tilverunnar liættu að vera til, þá mundi ait líf farast. Fórnin er því lifgjafi alls þess, sem lifir. Náttúrulífið byggist á fórnum. — Steinninn verður að molna sundur i frostinu og vatnið leysa hann í sund- ur, til þess að hann myndi jarðveg og gefi næringu lítilli jurt. Og sjálí jurtin verður að deyja til þess að önnur ung og ný geti vaxið og kom- ið í hennar stað, og hefir hún þá að skjóli visuu stráin, þ. e. a. s. dauð- an líkama eldri jurtarinnar, móður- innar, sem fyrir hana er dáiu. Af dauða jurtanna lifa svo dýrin. Og af dauða dýra og jurta lifir mað- urinn. Maðurinn situr í hásæti, æðst- ur alls þess, sem Guð hefir skapað á jörðu. En hásætið, sem hann situr i, það er reist, það er hlaðið upp af fórnum allrar tilverunnar fyrir hann. Enginn maður lifir svo í heimin- um, að hann njóti ekki einhverrar fórnar. Ein einasta máltíð getur ver- ið fórnargjöf frá þúsundum. Ljósin, sem vjer leggjum á altarið eru sam- ansafnaðar smáfórnir, ótölulegir bagg- ar, sem litil bý hafa borið heim í bú sitt að kveldi, eftir langt dags- erfiði. Alstaðar er fórnin, alstaðar er þetta lögmál, að einn líður fyrir aðra. — Hvert einasta hentugl verkfæri, hver einasta vjel, hver einasta uppgötvun og listaverk, táknar beina eða óbeina fórn annara manna, umhugsun og áreynslu, baráttu, vonbrigði og sjálfs- afneitun. Suður í Miklahafinu er ótölulegur fjöldi af eyjum, svo nefndum kóral- eyjum, sem eru hlaðnar upp af smá- dýrum, er við dauöa sinn leggja likami sína sem smásteina i bygg- ingu eyjarinnar. — Vjer getum líkt heiminum og þá framar öllu sjálfu nnnnlífinu við slíka ey. F*að er reist og það hvílir á eintómri fórn, smá- um og stórum, beinum og óbeinum fórnargjöfum, sem æfi horfinna og lifandi kynslóða hefir verið varið til að leggja á altari lífsins. Þetta á heima um alt, likamlegt og andlegt. En sjerstaklega þó um sjer-. hvert spor, sem stígið hefir verið í sögu mannkynsins, til að gera menn- ina betri. — Aldrei hefir mannúðin og kærleikurinn komist inn á neina nýja sigurbraut, án þess einhver yrði að fórna sjer, án þess einhver yrði að leggja sig í sölur, með fúsri sjálfs- fórn. Jeg þarf ekki að tína til dæmi úr menningarsögunni til að sanna það. Vjer getum tekið dæmi svo miklu nær oss sjálfum. Hvað gjörir konan, sem á gjör- fallinn ofdrykkjumann? Með hverju getur hún frelsað hann? Eru það skynsamlegar fortölur, eru það áhrif- in á skilninginn, sem þar orka mestu? Nei, -- það eru þjáningar hennar, — ef hún getur liðið í kærleika, hans vegna, án þess að þreytast, — ef hún getur breitt sig út yfir börnin hans, ef hún getur tekið sjer i munn orð hans, sem sagði við bersyndugu kon- una: Jeg sakfelli þig ekkil Jóh 8, 11. Með því að líða saklaus og sálarsterk, fús og fyrirgefandi, þá sannar hún honum kærleika sinn, og yfirvinn- ur hann, ef nokkuð má frelsa hann. — Þjáningarnar verða til að kaupa hann lausanl Með þessu silfri verða sálir mann- anna keyptar. Sálirnar verði ekki keyptar öðru vísi, en með fórn. Hún er þrautalykillinn að mannshjörtunum. Hún er og hið eina sem leiðir menn- ina úr fjötrum og ánauð syndarinnar. Yður finst nú ef til vill, að jeg hafi ekki talað mikið um það, sem næsl er að tala um, fórnardauða

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.