Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.10.1923, Page 6

Bjarmi - 01.10.1923, Page 6
178 BJARMI sorgarstunum íslensks máls, þessa sömu hugsun. í kvæðaflokknum »í sárum« eftir H. Hafstein kemur það á þrem stöðum fram, að skáldið lítur svo á, sem kona sín dáin, fái lyft hon- um sjálfum upp þangað, sem »von andans á að rætast«. í magnlausum helköldum harmi sínum finst hon- um sem sú von beini sjer veg inn til ógrynnisdýrðar Drottins, að kona sín fái opnað sjer himininn, hún sje honum »heimild að eilífðarstigl« Sumir hafa ef til vill hneykslast á þessari.hugsun skáldsins. Eigi skul- um vjer hneykslast á því, sem af /a/nheitri einlægni er mælt. Skáldin sýna mannshjartað! f*au sýna að mannlegt hjarta er enn ekki vaxið frá þeirri hugsun, að einn beri byrðar anuars, jafnvel fram fyrir Guð, að sakleysi annarar elskandi veru verði lagt á metaskálarnar móti sekt hins, og að einn verði öðrum það, sem skáldið kallar »heimild að eilífðarstig«. Svo rík er þá endurlausnarþörf mannshjartansl — að þar sem mað- urinn hefir eigi öðlast trúna á end- urlausn og friðþægingu Jesú Krists, þá skapar hann sjer af innri þörf sinni annan lausnara og friðþægaral Á sama hátt eins og smámeyjan sval- ar ósjálfrátt ásköpuðu móðureðlinu, með því að gera brúðuna að barni sfnu! Vörumst að láta það hneyksla oss! Dáumst miklu fremur að því, hve hið dýpsta og helgasta í kenningu krist- innar trúar er samstilt við mannlega þrá og þörfl Vjer sjáum, að jafnvel hjá þeim, sem ekki hafa getað tileinkað sjer friðþægingu Jesú Krists, kemur frið- þægingarþörfín eigi að síður fram. Hún er mannshjartanu ásköpuð eins og þörfln, sem Guð hefir lagt fegursta í brjóst vorrar eigin móður. Friðþægingin fellur þess vegna al- drei úr gildi, meðan mannlegt brjóst slær. Guð sjálfur hefir skapað mann- inn með þeirri þörf. Hann hefir og sjeð um að þeirri þörf yrði fullnægt. Og ef vjer getum heimfært þetta friðþægingarlögmál jafnvel til þeirra, sem unnast í mannlegri veröld, hve miklu fremur á það þá við um hann, sem œðstur er i heimi kærleika og fórnar! Ef vjer fáum skilið orð skáldsins, sem kallar látna konu sina »heim- ild að eilífðarstig«, hvernig getur það þá verið ofvaxið skilningi hjartans, að hann, sem er Ijós heimsins, hann sem lagði heilagt líf sitt á fórnar- altarið, sje oss heimild að himni Guðs, heimild að eilífðarstig? Vjer þurfum þá ekki annað, en að halda hugsuninni áfram til þess að komast að sömu niðurstöðunni og Hallgrímur Pjetursson: Fullkomnað lögmál fyrir þig er fullkomnað gjald til lausnar þjer, fullkomnað alt hvað fyrir var spáð fullkomna skaltu eignast náð I í’orsteinn Erlingsson segir um fórnarblóðið á eiuum stað: »Pað blóð hefir blágrýtið holaðla Ekkert hefir eins sterk áhrif á mennina eins og fórnin. Hún er lyk- ill að hjörtum þeirra. Hún opnar steinhjörtu. Lát þú þá fórnina miklu opna hjarta þilt, — svo að þú, á síðustu lífsstund þinni, getir horft á fórnar- kross Jesú Krists! Lát þig þá, með eilífðarinnar ó- mæli fyrir augum þjer, geta sagt að hann hafi haft áhrif á hjarta þitt, — að hann hafi blágrýtið holaðl

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.