Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.02.1927, Blaðsíða 4

Bjarmi - 15.02.1927, Blaðsíða 4
48 BJARMI Kverið Og kristindömsfræðslan. ii. Hið mikla mein kristindómskensl- unnar er hvorki kver nje kverleysi, heldur hitt, að sumir barnakennarar og prestar eru alveg ólúterskir, gagn- teknir af alskonar trúar-efasemdum og þvi aióhæfir kristindómskennarar, hvort sem nokkurt kver er kent eða ekkert. Af tvennu illu kýs jeg heldur að kennari segi mínu barni að höf- undur kversins hafi misskilið biblí- una að einhverju leyti heldur en að hann segi því, að frásögur hennar sjálfrar sjeu ósannar og enginn viti með vissu hvað guðspjöllin hern i rjett og hvað rangt af orðum Krists sjálfs, »trúarmeðvitund« einstaklings- ins verði að skera úr því. Þeiin foreldruin, sem sjálfir eru fullir efasemda eða hirðulansir eru um trúmál, finst þetta auðvitað gott og blessað og skifta sjer ekkí af þótt kristindómskenslan, sem einu sinni var aðal-námsgrein barnanna, sje nú víða hvar alveg á hakanum. En það er ekki meiri hlutinn sem betur fer enn sem komið er. Og Bjarma ber- ast margar raddir þeirra, sem sárt finna til hvernig ástandið er orðið sumstaðar. Enda þótt margir kenn- arar sjeu einlægir kristindómsvinir, og afturkippnr geti komið í efasemdir yngstu kennaranna eins og hjá öðr- um mönnum. Á hinn bóginn er ekki til neins góðs að þvinga barnakennara til að kena það, sem þeir trúa ekki sjálfir. Það væri enn Qær góðu lagi en að ætla kennara, sem hvorki þekti nótur nje gæti sungið, að kenna söng. Senni- lega mundu það samt talin svik, ef slikur maður tæki að sjer söngkenslu, og ekki væri það neitt fráleitt, að nefna svipað, ef trúlaus maður tæki að sjer kenslu kristinna fræða. Og þó hann væri ekki alveg trú- laus, er ekki víst, að afleiðingar af kenslu, t. d. únítara væru ,mikið betri í augum kristinna foreldra. Unítarar kæra sig ekki um lúterskan kristindómskennara, sem varla er von, og utanþjóðkirkju trúarflokkum, eins og t. d. aðventistum, er heimilt að iögum, að skilja börn sin undan trúarkenslu barnaskólanna, en lút- erskir foreldrar innan þjóðkirkjunnar eiga að gera sjer að góðu hvaða hjervillur eða efasemdir, sem kenn- arar kunna að bera á borð í trú- málurn. Er það sanngjarnt? Er nokk- urt vit í því? Sennilega mundi endurskírður kenn- ari vera talinn óhæfur kristindóms- kennari í opinberum barnaskóla og endurskírður guðfræðiskandidat vera talinn óhæfur til prestsembættis í vorri »rúmgóðu þjóðkirkju«, þótt þeir væru sannkristnir áhugamenn; en er nokk- urt vit f, að telja hitt gera minna til, þótt slikir menn hafni guðdómi Krists með öllu? Eða skyldi nokkur guð- fræðingur ætla, að barnaskirn sje stærra atriði en guðdómur Krists og friðþæging? Eða eru »rúmgæðin« ætluð afneitun einni? Bent hafir verið á, t. d. á sóknar- nefndafundinum i Reykjavik f haust sem leið, að endurbótaráðið sje, að prestar annist kristindómsfræðsluna með heimilunum. En í fjölmenni er það ómögulegt vegna annara starfa prestsins, og í strjálbýlustu sveitunum ómögulegt vegna vegalengda, nerna aðalskólinn væri á prestsetrinu. — En svo bætist annað við alvar- legra; Engin trygging, eins og nú er

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.