Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.02.1927, Blaðsíða 1

Bjarmi - 15.02.1927, Blaðsíða 1
BJARMI KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ XXI. árg. Reykjayík, 15. febrúar 1927. 7. tbl. nleg fyrirverð mig ekki fyrir Krists fagnaðarerindi". — Páll. Ársskýrsla kristniboðans 1926. Kristnið — Skírið — Kennið! Kiisiur. Guði þóknaðist að opinbera son sinn í mjer, til þess að jeg boöaöi hann meðal heið- ingjanna. Páll posiuli. Á öllum öldum, síöan kristni hófst, hefir Páll postuli verið hiu mikla fyrirmynd trúboðanna. — Keuniug og framkvæmdir er í lifi flestra manua sitthvað. En óvenjulega hefir Páll postuli verið að því leyti sjálfum sjer samkvæmur. Kennimanninum Páli hefir enn þá enginn staðið á sporði, og engu síður er hann óvið- jafuaulegur þegar til framkvæmd- anna kemur. Guðlegs innblásturs gætir hjá honum í staríinu engu síð- ur en í kenningunni, í verki engu siður en í orði. Svo var Páll postuli Guði hlýðinn að undirgefni hans var takmarkalaus. »Jeg met lífið einkisvirði fyrir sjálf- an mig«, sagði hann, »ef jeg hara má enda þjónustuna, er jeg tók við af Drotni«. Og leiðsögn Andans fylgir hann æíiulega mótmælalaust. Er þess víða getið: Heilagur Andi varnaði þeim að tala orðið í Asíu«. »Þeir gerðu tilraun til að fara til Bityníu, en Andi Jesú leyfði þeim það ekki«. »Að tillaðan Andans ásetti Páll sjer að ferðast um Makedóníu —«. »Bund- inn í anda er jeg á leið til Jerúsal- em, vitandi eigi hvað þar muni mæta mjer, nema hvað heilagur Andi birt- ir mjer í hverri borg, og segir að fjötrar og þrengingar bíði min«. — Margra a!da reynsla ótal kristni- boða bendir ótvírælt í þá átt, að best muni ávalt fara á, að taka sjer til fyrirmyndar hinn mikla brautriðj- anda og frömuð kristniboðs meðal heiðingjanna. Má enda með sanni segja, að kristniboðarnir hafa veriö eftirbreytendur Páls postula eins og hann var Krists. Eru vinnubrögð hans engu að síður en boðskapurinn af Guði þannig mótuð. Með tvennu móti gætir kristni- boðinn skyldna sinna, gagnvart Gaði og söfnuðinum, hvers erindreki hann er. Hann boðar heiðingjunum fagu- aðarerindið og gætir jafnframt safn- aðanna nýmynduðu. Hann boðar fyrst og fremst Krist meðal heiðingjanna og gætir því næst safnaðanna, sem honum hefir tekist að stofna. Sá er tilgangur allrar kristniboðs- starfssemí, aö söfnuðir myndist. En safnaðamyndun í heiðnu landi er meiri erfiðleikutn bundin en menn heima geti hugsað sjer það. Þó er framtíð kristniboðsins á hverjum stað undir því komin hvernig það tekst. í safnaðarstarfinu meðal heiðiugj- anna eru rit Páls postula, eins og gefur að skilja, ómetanlega dýrmætur Ieiðarvísir. Honum var fnll ljóst hve mikið er undir því komið, að söfn- uðirnir verði andlega og efnalega

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.