Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1927, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.06.1927, Blaðsíða 5
B J A R M I 121 syni sína aðra og allan almenning. — Konurnar svöruðu langflestar á þá ieið, að þeim mundi hafa þótt miklu ótrulegra, ef guðspjöllin hefðu sagt, að hún hefði skýrt frá uppruna Jesú, heldur en hitt, sem þau óbein- linis segja, að hún hafl þagað um hann þangað til hún var orðin gömul, Jesús dáinn og upprisinu, og aðrir synir hennar farnir að trúa á Jesúm. Því að síst mundi góð móöir þola tortryggni harna sinna í siðferðilegum efnum. 5. mótbárunni er eiginlega búið að svara. Það er alveg ástæðulaust að furða sig á, að Jesús skyldi ekki tala um yfírnáttúrlegan uppruna sinn greinilegar. Með því hefði hann varp- að skugga á móður sína hjá öllum al- menningi Gyðingalands, sem vafa- laust hefði lagt söguna út á versta veg fyrir Maríu, og lilegið að Jósef látnum fyrir trúgirni hans. — JÞað er sem sje alveg rangt, sem virðist vaka fyrir sra G. B., að ekki sje nema um tvent að ræða: »getinn af heilögum anda« eða »sonur Jósefs«. — Þýskur fræðimaður giskaði á hjer um árið að Jesús hefði verið launsonur her- manns — frá Þýskalandi! Og í fyrra samdi indverskur fræðiinaður ókrist- inn bók, til að sýna fram á að Kristur hafi hlotið að vera af ind- verskri ætt! 6. »Aðrir höfundar Nýja-testam. þekkja ekki æskufrásögurnar«, segir nýguðfræðin. — Vissara væri að segja: »þeir segja ekki frá þeim«, — en það er dálílið annað. Markús byrjar guðspjall sitt með því að segja frá starfi Jóhannesar skírara og skírn Jesú, en það er engin sönnun þess að hann hafi ekk- ert vitað um æfi Jesú fyr. Tubinger guðfræðingarnir, sem sann- arlega voru nógu ákafir gagnrýnendur á sinni lið, hjeldu að Markúsarguð- spjall væri yngra en hin tvö, er segja æskusögurnar, af pví að Markús kallar Jesúm Guðs son í fyrstu línu guðspjalls síns, sem væri það al- kunnugt, og »breytir« spurningu Nazaret-búa, sem samkvæmt Matt. og Lúk. spurðu: »Er hann ekki sonur smiðsins?« — En í Mark. 6 , 3 spyrja þeir: »Er hann ekki smiðurinn, sonur Maríu?« — Alveg eins og Markús hafi óltast að spurningin hin kynni að veiða misskilin af þeim, sem að eins læsu sitt guðspjail. Niðurl, nœst. Yaigerður Theodórsdóttir á Bægisá. Þunga sorg! Ennþá ertu sest í sali sveipar skuggum jarðardali. Punga sorg! Dauðans blær! í frosti pínu fraus hÚD, rósin, fölnuð, slokkin jarðarljósin eru öll. Bjarta mey! Sem að nú ert látin, liðin, ljúfan hlaustu himinfriðinn. Bjarta mey! Góða nótt! Iljartans barn, sem allir unnu, ástargeislar pinir brunnu skærri sól. Sumarblóm anda píns í geislum glóðu, gullin, prúð við framtíð stóðu. Sumarblóm! Söngva mey! Mjúkt og blæljett hug og höndum hljóma leystir pú úr böndum. Söngva mey! Sólskins barn! Ljett og kát og lífsglöð varstu ljós og yndi pinum barstu. Sólskins barn!

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.