Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1927, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.06.1927, Blaðsíða 6
122 B J A K M I Vorsins barnl Blíð og saklaus, hrein í hjata horfðir við því fagra og bjarta. Vorsins barn 1 Ljúfa mey! Sál þín var sem bikar blóma blasi við í morgunljóma hrein og tær. Grátið ei! Sjá hún ásthlýtt bendir, biður blítt, og lítur til vor niður: »Grátið ei!« Amma min! pabbi, mamma’ og systur — sólin sendi ykkur bros um jólin: brosin Guðs. Vertu sæl! Hjartans óskir allra þinna um þig kærleiks guðvef spinna. Vertu sæll Góði Guð! Stiltu fossnið sárra sorga, sendu ljósfrið hi'min borga. Góði Guð! Jón Siguiðsson frá Dagveröareyri. Ingibjörg Ólafsson, ferðafull- trúi K. F. U. K. á Norðurlöndum, skrifar 30. april þ. á. frá Bodö i Noregi: »Jeg hefi verið í Lófóten næstum því 3 vikur (kom þangað frá Finnlandi). Veðrið var slæmt, sjerstaklega um pásk- ana. 1. páskadag var jeg hríðföst í Stam- sund. En þótt veðrið á sjó og landi væri slæmt, heppnaðist mjer, með Guðs hjálp, að heimsækja öll K. F. U. K. fjelögin, 8 alls. — Jeg var úti á eynni Röst, sem liggur í Norður-íshafinu; þar búa um 700 manns. Alstaðar var margt fólk á fundunum og mjer aistaðar tekið með hinni mestu alúð. — Annað kvöld fer jeg til Pránd- heims, með skipi, vona að veðrið verði gott. Jeg er þreytt og ekki vel frísk. — Hjer i Bodö hefi jeg 3 fundi. — Frá Þrándheimi fer jeg til Oslo, og í lok maímánaðar til Lundúna«. Hvaðanæfa. Heima. Borgarstjóri Reykjavíkur, Knud Zimsen var kjörinn heiðursfjelagi K. F. U. M. í Reykjavík 19. þ. m., hafði hann þá verið 25 ár í stjórn fjelagsins. Sra Sigurgeir Sigurðsson, ísafirði, er orðin prófastur í stað sra Páls í Vatnsfirði, sem sagt hefir af sjer pró- fastsstörfum. Alþingi endurreisti Mosfells-presta- kall í Mosfellssveit, sem sjálfsagt var, en fátt annaö gerði það í kirkjumálum. Styrkur lil »ferðapreslsins« var feldur niður, og ekkert vildi það styðja ísl. safn- aðarstarfsemi í Khöfn. Prestastefnan verður 27.-29. júní n. k. Erlendis, F r á K í n a. Frú Sieinunn Jóhanncs- dóílir Hayes, elsti kristniboði íslenskur, er starfað hefir í Kina með raanni sínum, ameriskum lækni, síðan um aldamót, skrifar frá Canton 8. mars sl,, að útlitið sje að ýmsu leyti mjög alvarlegt, enda þótt engir sjeu bardagar í Suður-Kína. En nóg hafa. þau hjónin að gera við læknisstörf og búast ekki við að hverfa frá Kína að svo komnu. í brjefi Ólafs kristniboða. í næstsíðasta blaði, er þess getið, að starfsbróðir hans, Vík kristniboði, hafi ekki verið heima, er ræningjar heimsóttu hcimili Ólafs í Teng- chow. — Vík kom heim til Ólafs nokkr- um dögum siðar og skrifaði um þá heim- komu meðal annars: »Jeg hafði hálf-kviðið fyrir að jeg mætti ótta og umkvörtunum, en það var öðru nær. Kínverskir starfsbræður okkar liöfðu mist mest, sumir þeirra alt, nema það sem þeir stóðu í. Matvörur, peninga, rúmföt og allan lauslegan fatnað höfðu ræningjarnir tekið, svo að sultur og kuldi varð eftir. En nú voru verstu ógöngurnar hjáliðnar, fyrir aðstoð annara, og engan heyrði jeg kvarta. En allir gátu þeir sagt frá bæn- heyrslu og ýmsum atvikum, er studdu að því, að enginn þeirra varð fyrir meiðsl- um nje líftjóni. Ýmsir þeirra sögðu:

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.