Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.01.1928, Blaðsíða 5

Bjarmi - 15.01.1928, Blaðsíða 5
BJAHMI 21 kannast yfirleitt við, að mikil fram- þróun hafi átt sjer stað í trúarsögu Gyðinga, opinberun Guðs sje marg- falt fyllri í og með Kiisti, en nokkru sinni áður, og því reivir hún yfirleitt trú sína og trúarkenningar á nýja testamentinu, og telur það eina al- gilda mælikvarðann fyrir trú og br,eytni rnanna. Nýguðfrœðin er hins vegar nokkurn veginn sammála um, að hafna fullu úrskurðarvaldi ritningarinnar í trú- málum og siðferðismalum. En auð- vitað eru »uinbúðir« og orðavalið misjafnt. Fair Norðurlanda guðfræðingar hafa talað þar skýrar en Jób. Ording fyrverandi trúfræðisprófessor við Osló háskóla. Hann segir t. d. í I. bindi trúfræði sinnar: »Pað er enginn eðlismunur milli rita nýja testam. og seinni kristilegra bókmenta, enda þótt þar geti verið mikill stigmunur að gildi« (325 bls). wÞýðing bibliunnar fyrir trúfræðina er ekki í því falin, að hún sje ó- skeikull mælikvarði fyrir kristilegar kenningar vegna yfirnáttúrlegs upp- runa« (bls. 327). »Ekkert atriði í kristinni trú er gott og gilt af þeirri ástæðu, að það sje í ritningunni«. Pað eru greinileg orð, sem eldri stefnan lclur alveg ósamrýmanleg kristinni trú. Enda þótt hún eigi ekki neina »innblasturs kenningu«, sem allir vinir stefnunnar fallist á, og surnir vinir hennar kunni að efasl um einhverjar frasögur bibliunnar, en aðrir, eins og t. d. flestir »Fúnda- mentalistar« Ameríku, telji það ófært. Eldri stefnan getur beldur ekki samsint því, þegar Ording prófessor segir, að »krislileg lifsþörf og reynsla verði að skera úr hverju vjer eigum að halda og hverju sleppa í ritning- unni« (fyrn. bók, 345. bls.), eða þegar trúfræðis prófessorinn við háskóla vorn, sr. Sig. P. Sivertsen, segir: »Andi Krísts er œðsta úrskurðar- ualdið fyrir hvern kristinn mann«. »Andi Krists eins og kristinn ein- staklingur h fir best getað tileinkað sjer hann. Andi K isls eins og hann endurspeglast i Nýia testamentinu og mótar samvisku þess manns, sem uppfræddur af ritningunni og reynsl- unni leitar i einlægni samfjelags við Guð fyrir Krist«. (Sbr. erindi S. P. S. í »Trúmálavikunni«, 26. bls.). Að vísu bætir hann við: »Á þenna hátt er bæði tekið tillit til ritningarinnar og trúarmeðvitundarinnar, þannig, að ritningin verður mælikvarði fyrir trú- armeðvilundina, en trúarmeðvitundin aftur á móti mælikvarði fyrir ritn- inguna, mælikvarði fyrir vali ritanna i fyrstu og siðar og ávalt fyrir skýr- ingum ritanna og gildi þeirra«.------- Jeg skal ekki dvelja við hjer það sem annar prófessor benti á í fyrra vetur að skilgreining þessi væri nokk- uð óljós og færi í hring, trúarmeð- vitund hvers einstaklings og ritning- in ætti að vera mælikvarði hvorar annarar og enginn vissi hvor rjeði, þar sem þær rækjust á. Pað kann að hljóma vel, að »andi Krists« hafi æðsta úrskurðarvaldið; en hver getur um dæmt hverjir það sjeu »sjeu uppfræddir af ritningunni og reynslunni?« Vafalaust þykjast t. d. langflestir guðfræðingar vera í þeim hóp, og komast þó að gagnólíkum niðurstöðuin um meginatriði krist- innar trúar, eins og þegar er sagt. Undarlegt er það, ef »andi Krists« ræður t. d. meira hjá þeim, sem segja að Jesús hafi alls ekki verið Kristur, Guðssonurinn, og flestar sogurnar um hann ósanhindi, en bjá hinum, sem trúa. [Framh.].

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.