Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.01.1928, Blaðsíða 1

Bjarmi - 15.01.1928, Blaðsíða 1
BJARMI KRISTILEGT H E I M I L I S B L A t) ; XXII árg. Reykjavík, 15. jan. 1928 3. tbl. „Vjer höfuin sjeð og vitum, að faðirinn hefir sent soninn, til að vera frelsari heimsins". — I. Jóh. 4, 14. Aðalmunur gamallar og nýrrar guðfræði Erindi flutt á sóknarnefndafundi í Rvík 19. október 1927. Af Sigurbirni Á. Gislasyni. Smáleturskaflarnir eru þó síðari viðbót. Þegar rætt er um trúmál, kvarta ýmsir um, að of mikið sje gert úr ágreinings-atriðunum; menn eigi að sameinast um aðalatriðin, en láta öll aukaatriði liggja í þagnargildi. Lang- í oftast er þó ekkert samkomulag um hvað sjeu »auka-atriði«, en venjan sú, að enginn kannist við að hann sjálfar hafni neinum aðalatriðum kristinnar trúar. Minsta kosti þykjast prestar og aðrir trúmálamenn jafnvel kristnir eftir sem áður hvað mörgu sem þeir hafna af kristinni trú feðra sinna. Aðrir líta svo á, að of lítið sje rætt og ritað af stillingu og þekkingu um ágreiningsmálin í trúaréfnum. »Slagorð« og stóryrði heyrist aö visu á báðar hliðar, en þau skýri í raun- inni lítið annað en lundarfar þeirra, sem nota þau. — Æðimörgum er ekki vel ljóst hvað er sameiginlegt og hvað ekki með þeim tveim stefnum innan kirkju vorrar, sem kenna sig við gamla og nýja guðfræði, og jafnvel hætt við, að guðfræðingarnir sjálfír ætli hvorir öðrum þær skoðanir, sem þeir hafi ekki. Er þá miklu æskilegra og liklegra til góðs árangurs, að menn tali sam- an hreinskilnislega um ágreinings- atriðin, en að hvorir gangi á snið við aðra, og sendi hnútur i heimunnar skrípamyndir af skoðunum hinna. t*ess vegna tókum vjer, forgöngu- menn þessara fundahalda, þetta mál á dagskrá, og reyndum að gera ráð- stafanir til að þeir menn, sem fram- arlega standa hjá báðum stefnum, gætu fengið tækifæri til að lýsa skoð- unum sínum á aðalmismun gamallar og nýrrar guðfræði. Hitt var ekki tilætlunin, að bera eld að þeim trú- máladeilum, sem þegar geysa i landi voru, nje knýja aðra hvora til að falla frá skoðunum sínum. Vjer mun- um fiestir, sem til máls tökum hjer, vera þegar svo sannfærðir í þeim efnum, að orðadeilur hagga ekki sannfæringu vorri um gildi þeirrar trúar, sem vjer kunnum að eiga. En hitt getum vjer gert, að tala hrein- skilnislega um hvaö aðgreini og hvað sameini þessar fyrnefndu stefnur; og sje þannig talað frá báðum hliðum, ætti oss að vera auðveldara að kom- ast hjá að búa til skrípamyndir af skoðunum hvorra annara, — og þeim, sem óákveðnir eru, er þá hægra að átta sig á, hvorri stefnunni þeir vilji tylgja- Vandalaust verk er það ekki, að hefja slíkar umræður.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.