Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.01.1928, Blaðsíða 7

Bjarmi - 15.01.1928, Blaðsíða 7
BJARMI 23 af nokkurri persónulegri kynning við Jesúm á æskuárum þeirra. Lúkas telur líka mæður þeirra beggja hafa verið vini og kunningja góða. Einnig má og vel hugsa sjer, að æðri opinberun um þetta hafi veizt Jóhannesi. Jeg skil ekki heldur hót betur þá uppástungu eða tilgátu, að Jesús hafi fengið guðdóm sinn eða guðdóms- fylling sína við skírnina hjá Jóhann- esi, eða við ummyndunina á fjallinu eða upprisuna frá dauðum fremur en við getnað sinn; heldur finst og skilst mjer þvert á móti, bæði eðli- legast og aðgengilegast, að taka getn- aðarfrásögurnar gildar og aðhyllast þær framar öllu öðru. Er það meðal annars fyrir þá sök, að með því er auðveldara, að hugsa sjer fulla sameining eða samruna Guðs og manns eða hins guðlega og mannlega, og skoða Jesúrn og Krist eina og sömu, óskifta persónu, en ekki Jesúm Krist, sem tvöfalda eða tvíkiofna veru, eins og mjer endi- lega finst vera, ef aðhylst er tilgátan um, að guðsfyllingin muni hafa veizt Jesú fyrst við skírn hans eða um- myndun eða upprisu eöa jafnvel himnaförina. Þær tilgátur gefa mjög svipaða hugmynd um Jesúm frá Nazaret og hugmynd sumra guðspek- inga nú um Kristnamurti, sem þeir vænta, og trúa sumir, að Kristur, hinn himneski, mannkynsfræðara kalla þeir hann, eigi eða muni birtast í, og sje jafnvel kominn í nú þegar. — Jeg get ekki annað en látið það upp- skátt, að jeg get ekki með nokkru móti felt mig við eða aðhylst neitt af þessu, heldur að eins það 1900 ára gamla, um getnað og guðdóm Jesú Krists, sem frá upphafi hefir verið »Logos« bjá Guði, og alveg sjerstakur »Sonur hins hæsta« frá getnaði og fæðing hans. Petla gamla er líka það eina, sem nokkur sögu- leg rök og sögulegar opinberanir eru fyrir. Og þau rök eru þannig löguð að sje nokkuð við þeim haggað, þá verður úr þeim illþolanlegt hneyxli og xuðlast. Eða svo er það fyrir mínum huga og minni tilfinning, eins og þegar er sagt. En dýrðar- og dásemdar-opinber- anirnar við skírn Drottins, ummynd- un hans og upprisu, finst mjer harla eðlilegar og viðeigandi yfirlýsingar og staðfestingar föðursins á himnum um það, að hann sje hans einka elskulegur sonur frá upphafi. — Já, mjer finst, að allar þessar dýrðar- opinberanir og alt hið dásamlega, sem um og af Jesú Kristi er sagt í öllum guðspjöllunum eigi við og beri bezt vitni um guðlegan uppruna, getnað og fæðing hans. Og ofan á alt þetta finst mjer, að ef rengja má og hafna getnaðar- og fæðingar-frásögum Matt. og Lúk., af því að þeir hafi farið þar með hjá- trú og hindurvitni, blindir af fáfræði og auðtrygni, þá liggi einnig nærri, að rengja jafnvel flest annað hja þeim, og trúa þá ekki öðru eða meiru en hverjum gott þykir. En Guð varðveiti mig og aðra frá því 1 Mjer blöskrar svo og svíður margt talið og skritið um Krist nú hjá oss, að jeg get ekki stilt mig um, að gera þessa grein trúar minnar opinskáa. Ó. V. Gjaflr afkentar Bjarma s Til Elliheimilísins: N. N. Rvík 100 kr. Sra Ó. V, 10 kr. Til kristniboðs: Sra Ó. V. 10 kr., Ó. B. Akrancsi 5 kr., S »10°/o hagnaður af refa- eldi« 100 kr. — Þeirri gjöf verður varið til styrktar staríi Ólafs Olafssonar kristni- boða hjerlendis. [Meira næst].

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.