Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 15.01.1928, Qupperneq 3

Bjarmi - 15.01.1928, Qupperneq 3
BJARMI 19 Nýguðfræðingar eru sömuleiðis ó- sammála um hvað verið hafi aðal- erindi eða aðaláhugamál Jesúfrá Na- zaret. — Skoðuuum þeirra í því efni mætti skifta í 3 aðalflokka: Fyrsti flokkurinn segir : Aðalerindi hans var að boða mönnum faðerni Guðs og bróðerni manna, alt sem í aðrar átt- ir fer í guðspjöllunum, er annara við- bætur »ekki sannsögulegtv. Harnack prófessor, kunnasti guðfræðingur þeim megin, orðar það svo : »Guð faðir, forsjónin, barnarjettur- inn og óendanlegt gildi mannssálar- innar, þessi samfelda heild felur alt fagnaðarerindið í sjer«. (»Kristindóm- ur« ísl. þýðing, bls. 58). í þeirra augum er Jesús guðdóm- legur fræðari. — f*ótt vjer þekkjum þann flokkinn best á þessu landi, þá þykir hann sumstaðar annarstaðar vera í afturför, og vera hvorki heit- ur nje kaldur í afstöðu sinni gagnvart Jesú Kristi. Honum er meðal annars borin á brýn hálfkaþólsk mannadýrkun, þar sem hann hafni »Kriststrú« en taki »Jesúdýrkun« í hennar s'að. En sú dýrkun »manns« sje greinilegur aft- urkippur að fornum, lægri trúar- bragðakerfum. Sbr. til t. d. bók Grútz- macher prófessors í Rostock: Gegen den religiösen Ruck-Schritt, Leipzig 1910. Annar flokkur nýguðfræðinga (»apo- calyptiska stefnan«) telur þetta alrangt hjá Harnack, en segir, að Jesús hafi verið »ópraktiskur« öfgamaður, fullur ofsjóna og draumóra, sem aðallega hafi kent að heimsslit væru fyrir hendi, og þá mundi hann sjálfur birt- ast sem Kristur eða mannssonurinn, til að dæma heiminn og stjórna i nýjum heimi. Alt annað i guðspjöll- unum sje honum ranglega eignað. Enn aðrir (3 flokkurinn) telja guð- spjöllin svo full af hindurvitnum og skoðunum frumsafnaðarins að harla erfitt sje að fullyrða nokkuð um hvað Jesús hafi eiginlega sagt eða gert, fátt eða ekkert frumlegt muni hann hafa boðað og auðvitað ekki verið annað en maður. Og nokkrir fara svo langt að þeir segja að Jes- ús Iíristur hafi aldrei verið till! Hjá Norðmönnum og Svíum hafa ýmsir lærðir guðfræðingar fylt þenna flokk. Mælti t. d. nefna ummæli svenska prófessorsins Wetters, sem nú er nýlátinn, og Kolmodin nefnir í nýnefndu riti »Fagnaðarerindi nýja testam. á ekki rót sína að rekja til hins sögulega »virkilega« Krists, en er mannasetningar, og á í aðalatrið- um rót sina að rekja til heiðinna — grískrar laundýrkunar á dauðum og upprisnum náttúrugoðum®1). Hægfara nýguðfræði er pessu að vísu ósammála, en pó er raunalega sjaldgæft að leiðtógar hennar vari safnaðarfólk við slíkri svæsinni niðurrifsstefnu, og oft fer sami maður hægt af stað en kemst siðarlengra og lengra út á afneitun, enda pótt gagnstæð dæmi, einkum hjá starf- sömum prestum, sjeu líka algeng. Milli- bilið er ekki eins mikið í grundvallarat- riðum milli peirra hægfara og »svæsnu«, eins og sumir halda. Kolmodín prófessor vikur að pessu er hann skrifar: » . . . . Jeg segi af ásettu ráði frjálslynda-róttæka guotræðin (»liberal-radikala teologi«), pvi að enda pótt margar ólikar greinar sjeu innan frjalslyndu guðfræðinnar, og sumar peirra noti orðatiltæki, sem virðast bera vott um að pær standi nálægt sjónarmiði biblíulegrar, játningartrúrrar stefnu, pá er samt munurinn milli frjálslyndrar og róttækrar guðfræði stigmunur einn. Sjer- hver frjálslynd guðfræði verður róttæk, sje hún sjálfri sjer samkvæm, og niður- staðan af vísindalegum rannsóknum henn- ar verður sú, að hún kveður ákveðið »nei« við pvl nær hverju atriði í 2. grein postulegu trúarjátningárinnar«. (Sbr. Skall Kristustörnekelsen vinna hemortsrett inom Sveriges kyrka? 1925 bls. 9). 1) Þeir sem nánar vilja kynast pessum prem flokkum. ættu að lesa liina ágætu bók eftir dr. Gore biskup: The Recon- strucfion of Belief, London 1926, verð 7*/» shilling í b., sjerstaklega bls. 330 og á- fram.

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.