Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1928, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.03.1928, Blaðsíða 7
? B J A R M I 63 Er hann hafði sofið um stund, var sem tekið væri í öxl hans. Reis hann þegar á fætur, hálfkvíðinn því að koma nú of seint; gekk siðan af stað og var kominn til Vííilsstaða um fótaferðartíma. wÞað var gott að þjer komuðw, mælti hjúkrunarkonan. »Sonur yðar hefir sofið, en er nú nýlega vaknað- ur og spyr eftir yður«. Hjer fara á eftir þau orð piltsins, sem best festu sig í minni föður hans þessa síðustu samverustund þeirra á jörðu: »Þú skalt ekki syrgja, pabbi minn, þótt Jesús kalli mig brott i dag. í*að er svo miklu betra en að lifa hjer nokkra áratugi og kanske villast út í heiminn«. — »Nú skulum við borða saman í hinsta sinn, pabbi minn«. — Svo bað hann upphátt, og bragðaði á ávöxtum með föður sínum. — »þegar bræður mínir koma heim, þá segðu þeim að mig langi til að taka á móti þeim heima hjá Jesú, er þeir deyja, og að jeg biðji þá að muna eftir að lifa í Jesú nafni, uns leiðirnar mætast aftur. Þeir mega aldrei bragða áfengi, jeg er svo hræddur við áhrif þess«. — »Nú hefði jeg viljað kyssa mömmu mína og bræðurna, taktu því við kossi handa þeim, þegar þau koma að norðana. — »Viltu færa borðið frá rúminu? Jesús staðnæmist þarna, sem borðið er núna, þegar hann kemur til mín«. — — Svo rjetti hann út hendur sínar með feginsbros á vörum. »Hvað er þetta? Vantar þig nokkuð?« spurði faðir hans. »Hugsaðu þjer, pabbi: Nú kom Jesús og faðmaði mig að sjer«, svaraði pilturinn. — — Var honum nú orðið svo þungt um andardrátt, að faðir hans reisti hann við og ljet hann hallast upp að brjósti sjer. — t*á mælti hann: »Nú er tíminn útrunninn. Nú skul- um við biðja saman«. Svo bað hann »faðir vor«, og þegar hann var að enda þá bæn, gaf hann upp andann. — — í bók á borði hans fanst bókmiði með biblíumynd frá móður hans. Aftan á þann miða hafði hann skrifað með skjálfandi hönd, liklega síðasta morguninn áður en faðir hans kom: »Jeg deg í Irúnni á Jesúa. — Betri kveðju var ekki unt að skilja eftir til ástvinanna. Eru ekki allir lesendurnir sammála um það? Hvaðanæfa. Heima. Kristniboðinn. Ólafur Ólafsson hefir flutt allmörg erindi og ræður að undanförnu í Reykjavík og fjölmenni hlustað á hann. Hann hefir talað bæði í dómkirkjunni og fríkirkjunni, hvað eftir annað í húsi K. F. U. M. í Rvík, og sýnt fjórum sinnum skuggamyndir frá Kína í »Nýja Bíó«. — Brisvar hefir hann flutt erindi í Hafnarfirði og prjedikað í Kálfatjarnar-kirkju. — Pegar þetta er skrifað er hann að flytja erindi (3 eða 4) á Akranesi. — Til Vestmannaeyja býst hann við að fara 8. mars og dvelja þar hálfaðra viku. — Óskir hafa borist frá Kristniboðsfjelaginu á Akureyri, að hann kæmi þangaö sem fyrst, og dveldi þar einhvern tíma. Sennilegt að hann fari því norður, er hann kemur frá Vestmanna- eyjum. Vjer, sem höfum þegar hlustað á vitnisburð hans og frásagnir, teljum mjög líklegt að veruleg blessun muni stafa af starfi hans vor á meðal, og hvetjum trúað fólk til að hugsa til hans á bænastundum sinum.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.