Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 14.04.1928, Blaðsíða 6

Bjarmi - 14.04.1928, Blaðsíða 6
 102 BJARMI Bækur. Um síðustu mánaðamót bárust ritstjóra Bjarma 2 brjef, sem aðal- lega voru kvartanir um vondar bækur, er höfðu borist frá Rvík. Bóksali skrif- aði annað brjefið. Honum hafði verið send þýdd skáldsaga, vjelrituð, »sem var það viðurstyggilegasta guðlast, sem jeg veit til að almenningi hafi verið boðiðcc, skrifar hann. Sami út- gefandi hafði sent níðrit, gamla skammagrein endurprentaða, um lát- inn merkismann. — Kveðst bóksal- inn engum hafa sýnt þessar bækur, er hann sá hvað þær fluttu. Hitt brjefið skrifar prestur og lýsir þar sorg sinni að sjá svæsna van- trúarbók (vjelritaða) í höndum æsku- manna í söfnuðinum. — Báöir furða þeir sig á, að enginn skuli hafa varað fólk við slíkum bókum opinberlega, og skora á Bjarma að taka til máls um þetta. Auðvitað eru það fleiri en þessir 2 menn, sem minnast á vondar bæk- ur og áhrif þeirra, og fleiri bækur eru vondar en þessar. — Nokkrir ungir menn hafa t. d. tekið sjer fyrir hendur að gefa út á íslensku eld- gamJar ítalskar klámsögur, sem að visu voru frægar á sinni tið og þóttu fletta maklega ofan af lauslæti munka þeirra tfma, og voru skrifaðar á prýðilegri ítölsku, — en hjer úti á íslandi þarf ekki að setja lausláta munka í gapastokk, — enda fer því fjarri að nokkur vandlætingablær sje á sögunum. En það er hægra sagt en gert að vara við slikum bókum í blöðunum, svo að gagni sje. »Fýsir augun ilt að sjá«; sumt fólk er svo forvitið, að það sækist eftir að lesa þær bækur, sem varað er við, og útgef- endur þeirra, sem oftast er sama um öll siðspillandi áhrif, ef aurar koma í pyngjuna, telja sjer því happ að bækur þeirra sjeu skammaðar. — f>ess vegna eru hjer engin nöfn nefnd. Æskilegt væri að margir bóksalar væru svo vandir að virðÍDgu sinni, að þeir endursendu hverja óþverra- bók, sem þeim væri send til útsölu. — Þá kynnu þeir að fara varlegar, sem ætla sjer að græða á guðlasti og lauslætissögum. — Þögul fyrirlitning er öflugasta ráðið gagnvart óþverra, sje ómögulegt að fá útgefendur að hugsa um siðferðilegu ábyrgðina, sem þeir taka á sig með útgáfu vondra bóka. Er sjálfsagt að prestar og kennarar og allir þeir, sem vilja efla góða siði, sjeu samtaka um að vísa óþverra- bókum heim aftur, hvar sem þeir mæta þeim. Vonandi er að þar sje m. k. eitt atriði, sem allir trúmála- ílokkar og stefnur þessa Iands geti verið samtaka um. — Menn mega ekki láta blekkjast, þótt lestirnir sjeu i sparifötum, eða bókin sje »vel skrifuð«, sem svo er kallað. Væri t. d. í 2 bókum verið að æsa fólk til þess, sem kallaðir eru stór- glæpir, t. d. þjófnaðar, rána og mann- drápa, — en önnur þeirra væri prýði- lega, en hin leiðinlega skrifuð, — þá mundu flestir sammála um, að sú fyrnefnda væri miklu hættulegri. — En alveg eins eru þær hættulegastar »vel skrifuðu« bækurnar, eftir fræga rithöfunda, sem æsa fólk til að myrða heimilisgæfu með frillulifnaði, eða vekja uppreisnarhug gegn alheims Drotni með guðlasti og guðlausri van- trú. — Mætti fyrirlitning allra vand- aðra manna reka þær heim til útgef- endanna afturl Jafnframt er hyggilegt að benda lestrarfúsu fólki á góðar bækur, fræði- og skemtibækur, sem bein- linis eru ritaðar í góðum tilgangi og

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.