Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.09.1928, Blaðsíða 1

Bjarmi - 15.09.1928, Blaðsíða 1
BJARMI —=rr KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ = XXII. árg. Reybjavík, 15. sept. 1928. 24. tbl. »Legg kapp á aö sýna sjálfan pig fullreyndan fyrir Guði, verkamann, er ekki þarf aö skammast sín, sem fer rjett með orð sannleikans«. (II. Tim. 2, 15). Síra Carl Moe er fæddur 1848. Foreldrar hans voru bæði af norskum ættum, þótt þau væru prestshjón í Danmörku. Hann var sóknarprestur 1873—1922, lengst í Skanderup á Jótlandi, 37V2 ór. Hann var formaður K. F. U. K. í Danmörku yfir 20 ár, og heimatrú- boðsins frá 1915 til dauðadags 1927. — Hann þótti harðorður, en margir blessa minningu hans, af þvi vitnis- burður hans varð þeim til blessunar. — Bækur hans, einkum prjedikana- söfnin »Naaden og Sandheden« og »De gamleStier«eruútbreiddarí Danmörku. Síra Vilh Chr. Kold, formaður heimatrúboðsfjelagsins í Danmörku, er fæddur 1868, kandídat 1892. Var rúm 30 ár prestur í Höfn, lengst við Brorsonskirkju; hefir verið 12 ár í stjórn heimatrúboðsins, og formaður þess síðan i fyrra. Fluttist þá í fáment prestakall á Jótlandi, Taulow, til að geta betur sint ferða- lögum og fundahöldum. — Hann hefir skrifað nokkur smárit, og er eitt þeirra þýtt á íslensku; »Sundur- kramið hjarta« (ísl. af Árna Jóhanns- syni). — Hann var í einu hljóði kosinn formaður heimatrúboðsins i fyrra.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.