Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.09.1928, Blaðsíða 1

Bjarmi - 15.09.1928, Blaðsíða 1
BJARMI RRISTILEGT HEIMILISBLAÐ == XXII. árg. Reyfejavík, 15. sept. 1928. 24. tbl. oLegg kapp á að sýna sjálfan þig fullreyndan fyrir Guði, verkamann, er ekki þarf að skammast sín, sem fer rjett með orð sannleikans«. (II. Tim. 2, 15). jm ..œ*m "'w Síra Carl Moe er fæddur 1848. Foreldrar hans voru bæði af norskum ættum, þótt þau væru prestshjón í Danmörku. Hann var sóknarprestur 1873—1922, lengst í Skanderup á Jótlandi, 37V2 ár. Hann var formaður K. F. U. K. i Danmörku yíir 20 ár, og heimatrú- boðsins frá 1915 til dauðadags 1927. — Hann þótti harðorður, en margir blessa minningu hans, af þvi vitnis- burður hans varð þeim til blessunar. — Bækur hans, einkum prjedikana- söfnin »Naaden og Sandheden« og »De gamle Stier« eru útbreiddar í Danmörku. Síra Vilh Chr. Kold, formaður heimatrúboðsfjelagsins í Danmörku, er fæddur 1868, kandídat 1892. Var rúm 30 ár prestur í Höfn, lengst við Brorsonskirkju; hefir verið 12 ár í stjórn heimatrúboðsins, og formaður þess siðan i fyrra. Fluttist þá í fáment prestakall á Jótlandi, Taulow, til að geta betur sint ferða- lögum og fundahöldum. — Hann hefir skrifað nokkur smárit, og er eitt þeirra þýtt á íslensku: »Sundur- kramið hjarta« (ísl. af Árna Jóhanns- syni). — Hann var í einu hljóði kosinn formaður heimatrúboðsins i fyrra.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.