Bjarmi - 15.01.1929, Síða 3
B J A R M I
15
1
ur, þröngsýui og ókunnugleiki leiðtog-
ann hafa valdið þar miklu og sorg-
legu tjóni.
Árið, sem leið, hefir verið meira
unnið að því að sigra þenna örðug-
leika en likleca flest önnur ár á síð-
ari öldum. Það hafa sem sje verið
haldin óvenjulega mörg kristileg al-
þjóðaþing liðið ár, þar sem forgöngu-
menn kristindómsmála ýmsra þjóða
hafa fundist og kynst. Sú viðkynn-
ing útbreiðir þær starfsaðferðir, sem
best hafa reynst, vekur samúð og
vináttu, og er oft fyrsta sporið að
ýmsu heillavænlegu samstarfi í krist-
indómsmálum.
Rjett til dæmis mætti nefna að í
fyrra vetur var hálfsmánaðarþing
haldið á Olíufjallinu við Jerúsalem
þar sem hittust um 250 leiðtogar
kristniboðsstarfs ýmsra landa og allra
kirkjudeilda nema páfakirkjunnar.
í júní liðið vor, hjeldu um 400 kristn-
ar konnr frá 34 löndum, 12 daga
þing i Búdapest, höfuðborg Ungverja,
til að ræða um hvernig best yrði eflt
guðsiiki meðal ungra kvenna allra
þjóða.
Nokkru síðar voru 2 fjölmenn
alþjóðaþing haldin i Prag, höfuðborg
Tjekka, til að ræða um hvernig
kristin kirkja gæli bsst eflt frið á
jörðu.
Um 800 vinir Gyðinga frá ýmsum
löndum hjeldu þing í Hamborg í
ágúst til að ræða um hvernig hent-
ast sje að laða Gyðingaþjóðina að
Jesú Kiisti.
Loks var vestur í Kalifornfu 10 daga
alþjóðaþing sunnudagaskólanna, er
8000 fulltrúar sóttu frá nálægt 60
löndum og höfðu að baki sjer um
400 þúsund sunnudagaskóla með um
33 milljónum barna.
Auk allra þessara alþjóðaþinga
voru auðvitað haldin mikiu fleiri
kristiieg þing, þar sem mættust krist-
indómsstarfsmenn fárra þjóða til að
kynnast og ræða áhugamál sín.
Vjer íslendingar erum svo afskektir
og fámennir, að vjer eigum sjaldan
fulltrúa á slíkum þingum og áhrif
þeirra berast því lítt til vor. En
riddarinn á hvita hestinum fer sigur-
för meðal þjóðanna hvort sem vjer
tökum eftir því eða ekki, og hvort
sem hann er velkominn gestur vor
á meðal eða ekki.
Liðna árið hefir að vfsu ekki flutt
vorri þjóð nein stór tíðindi um sig-
urför kristindómsins vor á meðal;
samt hafa á voru landi verið haldnir
fleiri kristilegir fundir liðið ár, en
æði oft endranær, og þeir sem kunn-
ugastir eru trúmálum þjóðar vorrar
eru sammála um, að eftirspurn eftir
ákveðnum starffúsum kristindómi fari
vax^ndi.
Þjóð vor er að verða smám saman
þreytt á þeirri ýmiskonar trúarlegu
vatnsblöndu, sem henni hefir verið
flutt áratugum saman. Margir drukku
af henni fegnir í fyrstu, er áður höfðu
sofið, en finna nú, að hún svalar ekki
trúaiþörf þeirra, græðir ekki synda-
sár samvitskunnar, og veitir litla vörn
gegn freistingum. Fæstir hafa þeir
að vísu enn þá snúið alveg að upp-
sprettulindinni við Golgata, finst þeir
þurfi að beygja sig of mikið, — en
hvarflandinn, sem að þeim er kom-
inn, er þeir skifta um trúflokka og
trúarheiti likt og þegar aðrir skifta
klæðnaði, sýnir best hvað lítið þeir
hafa fundið, og að þeim er sjálfum
ljóst, að sálir þeirra þarfnast meira.
Vantrúin glottir stundum hreykin
aö þvi kristindóms áhugaleysi, sem
hún þykist sjá með þjóð vorii, og
lætur svo, sem af því megi ráða, að
kristin trú sje yfirleitt á fallandi fæti
í veröldinni. En þótt hún sæi það
rjett, að vjer íslendingar værum svo
ólánssamir, að hafa alment snúið