Bjarmi - 15.01.1929, Blaðsíða 8
20
B J A R M I
og ófriðurinn öllum enn í fersku
minni.
„Við kvíðUm hálfvegis fyrir fund-
inum“, sagði þýsk prestskona við
mig, „og sumir hjeldu því jafnvel
frarn að það væri óhúgsanlegt að
halda slíkan fund að svo stöddu;
við vorum heldur ekki vissar um
hvernig okkur mundi ganga að sitja
fund með Frökkum og Englending-
um, eftir alt það sem á undan er
gengið, og það hefðu alls engin til-
tök verið, ef um önnur málefni hefði
verið að ræða, en málefni þau er
Guðs ríki varða sameina okkur þrátt
fyrir alt; blessað Jesú nafnið eyðir
allri sundrung“.
Orð frú Helgu Schauer minna
mig á það sem stendur í brjefinu til
Rómverja 10, 12: „Þvi að ekki er
munur á Gyðingi og grískum manni,
því að hinn sami er Drottinn allra“.
Og ennfremur orð postulans til Kol-
ossaborgarmanna: „Þar sem ekki er
grískur maður nje Gyðingur, um-
skorinn nje óumskorinn, útlending-
ur, Skýti, þræll eða frjáls maður,
lieldur er Kristur þar alt og í öll-
um“ (Kol. 3, 11).
Og þá hverfur ágreiningurinn og
það sem vekur sundurþykkju. Jafn-
vel tungumála- og þjóðernismismun-
ur verður ekki eins tilfinnanlegur,
og er þar þó óneitanlega Þrándur
í Götu, ekki síst þegar túlka verður
á 2—3 tungur. Enska, þýska og
franska voru aðalmálin, sem notuð
voru á fundinum, en þar að auki
voru ræðurnar stundum þýddar á
ungversku.
Frh.
í Kristniboðssjóð: S. Á. Hólma-
vik 15 kr. G. S. 50 kr.
Til Prestslaunasj óðs Strandar-
kirkju: 5 kr. frá S. K.; 10 kr. Gestur
Skapt, 10 kr. Skaftfeiiingur.
Hvaðanæfa.
^
Til H a 11 g r í m s k i r k j u í Saurbæ:
afhent sr. E. Th. Ssiurbæ: Beinteinn
Einarsson Grafardal 10 kr. sr. Hallgr.
Thorlacius Glaumbæ 30 kr., Sláturfjelag
Suöurlands til minningar um Bjarna sál.
hreppstjóra á Geitabergi 100 kr., Helgi
Bergs Rvik, til minningar um sama, 25
kr. — Afhent frú Halldóru Bjarnadnttur:
úr Geiradalshreppi safnað af fr. Agústu
Guðjónsdóttur, Gdsljarðarmúla 22 kr., frá
G. Muller, Nörrebiogade 63 Kbh. 6 kr.
Úr Ögurhreppi (105 geíendur) safnað af
fr. Halldóiu Jakobsdóttur, Ögri: 205,50 kr.
Um sötnunina i Ögurhreppi erskrifað:
»Pað hefir verið fynrhafnarlílið að safna
þessu, fólk hefir komið til mín til að
leggja sinn skerf, ef sendiboðinn hefir
farið fram hjá því. Auðvitað er lítió hjá
flestum, en safnast þegar saman kemur«.
Frá 13 heimilum í Landsveit 45 kr. (safn-
að af Guörúnu Eyjólfsdóttur i Hvammi).
ÚiÖiæfum kr. 50,25, (safnað af Halidóru
Jónsdóitur fagurhólsmýri).
Til Prestslaunasjóðs Hóla-
kirkju: sr. Magnús Bjarnarson Prests-
bakka 100 kr. S. G. 5 kr.
Að gefnu tilefni skal þess getið
að svo er um Bjarma sem önnur blöð,
að úrsagnir eru ógildar sjeu þær ekki
komnar skriílegar til útgelenda lyrir 1.
október árið á undan og viðkomandi sje
skuldlaus við blaðið. Sorglega margir
skulda blaðinu cnn fyrir liöið ár, og enda
lengri tíma. Er vonandi að úr því verði
bætt í vetur.
Dagatöl fyrir 1929 með biblíulit-
myndum og ritningarorðum fyrir hvern
dag i árinu hefir Bjarmi fengið og selur
kaupendum sínum á 2 kr, en öðrum á
2 kr. 50 aura. — Myndirnar eru einkar
laglegar og veggprýði. Ritningarorðin eru
á erlendu máli (norsku, sænsku eða
ensku) en allir geta sjeð hvað þau þýða
með því að fletta upp i bibliu sinni. —
Tilgangurinn er að minna iólk á að líta
daglega i ritninguna.
Utgefandi: Signrbjnrn Á. Gislasou.
Preutsmiðjaii Guteuberg.