Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.03.1930, Side 2

Bjarmi - 01.03.1930, Side 2
34 BJARMI finnur sjer skylt að gefa Guði dýrð- ina í augsýn allra. Hinn litli máttur mannsins leggur fram verkin, en þegar hann þrýtur til þeirra hluta, þá taka við orðin eða þau halda áfram að veita Guði vegsemd með rödd og tungu. Hvorttveggja: störf og mál, er ávöxtur af guðsdýrkunar- hneigð hjartans í hinum helguðu bústöðum. — Hjer við bætist það, að þótt Guðs orð og náttúran öll vitni, að hinn voldugi, mikli Guð fylli alla heima og geima með veru sinni, þá talar líka orð Drottins og rödd hins innra manns, rödd guðs- myndarneistans vitnar, að kærleikur Guðs sje svo heitur að hann vermi hverja smá-eind sköpunarverksins, og enginn kymi mannanna bygða sje svo afskektur, að Guðs máttur sje ekki reiðubúinn að taka sjer bústað þar, sje hans leitað af ein- lægu hjarta. Alstaðar segir Drottinn, þar sem heilagleika hans er minst af hjarta: »Hjer vil jeg búa meðal míns fólks«. Alt þetta leiðir til þess, að vjer getum nefnt jafnvel smá- hýsi, gerð af manna höndum, bú- staði Drottins. Og frelsarinn sjálfur styrkir leyfi vort til þess með því sjálfur að lýsa vandlætingu vegna Guði-helgaðra húsa og vitna til þess að Guð faðir hafi látið rita: »Mitt hús skal vera bænahús«. Yjer gleðjumst nú af hjarta yfir þvi, að mega nefna jafnvel bygg- ingar handa vorra bústaði Drottins — Drottins hús — og vita, að góður Guð vill þar nálgast oss með krafti anda síns. Guð-elskandi sál finnur unun í því, að koma í þessi hús. Hún tekur undir með höfundi text- ans: Hversu yndislegir eru bústaðir þínir, Drottinn allsherjar. — Pessa yndislegu staði hefir kristnin i landi voru reynt að eignast svo víða að öll börn hennar gætu notið bless- unar af að vitja þeirra, dvelja þar helgar stundir í ró og næði frá umsvifum daglega lífsins og harki heimshyggjunnar, tala þar við Guð föður, frelsara og huggara hinna hjálparþurfandi manna. Eitt þessara Guðs húsa hefir öldum saman staðið á heimili því, sem vjer mætumst á í dag. Þótt söfnuður þess hafi verið einn hinna fámennustu í landi voru, þá hygg jeg, að hann hafi elskað Guðs hús sitt, og — jeg tala fyrir þau ár, sem jeg þekki til — varla margar kirkjur vorar munu á þeim tíma hafa verið betur sóttar, hlut- fallslega við tölu safnaðarmanna. Jeg held, jeg gæti sagt fyrir munn margra safnaðarmanna með orðum textans: »Sál mína langar til, já hún þráir forgarð Drottins«. — Og þessi þrá lýsti sjer meira en í fúsleikanum að sækja kirkju, — einnig í áhug- anum á að eignast hana fegri og betur samsvarandi tilgangi sinum. Gjafatillög lil hennar frá svo fátæk- um söfnuði voru óvanaleg. Því var það líka, að söfnuðurinn gerðist saknaðarhljóður, þegar of- viðri fjekk feykt burtu hinu kæra húsi, sem unnað var, eins þótt það væri orðið fornlegt. Og trygðin við það var orðin svo rótfest, að söfn- uðurinn hjelt áfram — eins og í minningu þess — guðsþjónustu- samkomum sínum, vonandi að auðnast mætti að endurreisa aftur kirkju sina, þótt lítið væri útlit fyrir næga fjármuni til þess. — En Guðs hugsanir og vegir eru svo oft hærri en vor mannanna. — Ef undarlegt virtist, að hann leyfði storminum að svifta söfnuðinum fátæka þessu kæra húsi, þá er það nú miklu fremur dásamlegt að nú skuli söfn- uðurinn vera að fagna einni af snotrustu smákirkjum landsins. Guð hefir hjer — eins og svo oft þar,

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.