Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1930, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.03.1930, Blaðsíða 3
B J A R M I 35 sem sjálfsviðleitnin er með — snúið svo böli lil blessunar, að jeg kemst ekki hjá að Iýsa því lítið eitt nánar. Jeg heíi minst á viðleitni safnað- arins sjálfs, að búa sig undir endur- nýjun kirkju sinnar. P*ótt hún væri öllum vonum meiri, þá kom það brált í ljós, að eigi mundi söfnuð- urinn anna því, að leggja fram nægilegt fje, þegar þörflna bar svo bráðan að, eyðilegging kirkjumun- anna svo alger og dýrtíðin fallin á. Var þá leitað til góðra bræðra og systra í næstliggjandi sveitum og einnig á fjærliggjandi stöðum, þar sem kunnugum og tryggum vinum var að mæta, og það með þvílíkum árangri, að nærri undrun má sæta. Er þessi atburður, sem kemur hjer niður á einum allra afskektasta stað landsins, hugnæmur i fleiru en einu tilliti. Hann hefir orkað þvi, að þessi söfnuður hefir nú örugglega í framtíðinni sitt eigið Guðs hús, sem var svo nauðsynlegt, með því að honum er alvarnað að ná til annara. Hann hefir sýnt það, hvernig hjálpin frá forsjón Guðs á himnum á leið sína gegnum hjörtu og hendur hluttekningrasamra trú- arbræðra og systra, sem gerast eins og verkfæri Guðs í að leita til far- sældar. Og hann, atburðurinn, hefir, sem mjer finst ekki minst um vert, leitt í Ijós, hvaða kærleiksstrengi guðsdýrkun vor og kirkjuhald á þó í hjörtum margra, þrátt fyrir ýmsa kaldhyggju og vanrækt, sem virðist annars of ríkjandi í þessum efnum. Jeg tel vafasamt, að fjehjálp manna hefði i öðrum efnum orðið svona almenn og stór, nema þar sem um líf manna hefði verið að ræða. Mjer finst þetta vitna svo gleðilega, að sálirnar langar enn í forgarð Drottins, jafnvel þrá hann, þótt einhverjar ósjeðar hindranir verði oft á þvi, að leita þangað. Jeg tilfæri eigi nöfn nje upphæðir; get þess aðeins, að 2 hinar höfðing- legustu gjafir taka fullan Vs verðs hússins. Og aðrar tvær lítum vjer sjerstakar í þessu ánægjulega hljóð- færi, sem prýða mun og innræta hjörtunum lofgerð Guðs. Þessir 4 stórgefendur munu allir hafa verið fermdir í gömlu kirkjunni hjer, en nú utan safnaðar. — »Nú fagnar hjarta mitt og hold fyrir hinum lifandi Guði«, segir textinn næst. — Já, vissulega fagnar nú söfnuðurinn af hjarta fyrir Guði i dag — fagnar þessu nýja Guðs húsi sínu og minnist hjartanlega þakklœtis fyrst og fremst við himna- föðurinn, sem hefir snúið þessum málefnum svo gæfusamlega, og þá einnig við börnin hans, bræður sina og systur, sem hafa látið svo hrósvert örlæti sitt koma hjer niður á helgum stað. Og mjer er jafn- ljúft og skylt að flytja þessar hjart- ans þakkir hjeðan frá hinu gefna altari Guðs. Guð efli og blessi með anda sínum undirstöðu gjafanna: trúarlíf gefendanna og láti þá finna æ betur, að »sælir eru þeir, sem búa í húsi Guðs«. — Og hjörtu gefendanna mega nú og skulu nú líka fagna. Fagnið, bræður og systur — jeg tala við þá í anda, þótt flestir þeirra sjeu nú fjarstaddir — fagnið, bræður og systur, yfir því, að þjer hafið með gjöfum yðar vakið bljúg- leik hjartnanna fyrir Guði hjer í dag. Fagnið yfir þvi, að þjer hafið lagt stein í byggingu Guðs musteris hjer úti við hafið, og nálgast með þvi boð postulans: »Látið uppbyggj- ast sem lifandi steinar«. Fagnið yfir þvi, að þjer eigið rótargrein í hjart- ans fórnum þeim, sem í framtíðinni

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.