Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.03.1930, Qupperneq 6

Bjarmi - 01.03.1930, Qupperneq 6
38 B J A R M I var ekki sjálfri sér nóg, þrátt fyrir ýmiss stórvirki og menningu, — að ijör hennar var að dvína, — fjara út, — að hún átti eklci framar skap- andi hugsun, — að henni var um megn að bjarga sér sjálfri, — að hún gat ekki framar leitt sitt eigið ljós, — læknað hið sjúka hjarta, — framlengt líf sitt, — þá leit Drott- inn í náð til síns lýðs, — lét ljós honum skína í myrkrunum, — myrkrum örvæntingar og örvingl- unar, — sem lýstu inn á og upp- ljómuðu hin fyrirheitnu lönd lífs og hamingju. — Fyrr komu ekki jól! Að síðustu snýr skáldið sér aptur að náttúrunni, sambandi hennar við einstaklinginn og áhrifum henn- ar á hann — og mannkynið. Þegar dimmastur er himingeimur, — þegar mestur kuldi og dauði drottnar þar, sem í arnarhami hélu og kvíða varpar sér yfir jarðlífið og vefur að því helfrosna vængi, — þegar sál mannsins er döprust og þyngst hugsandi, bæði vegna líflausunnar, myrkursins og kuldans í náttúr- unni, og myrkursins, kuldans og dauðans i honum sjálfum, — »þá renna oss upp dásamleg Drottins jól og dýrðleg vortíð í himinsölum«. Þegar hið andlega eðli mannsins er orðið örmagna, — sér sér ekki til úrræða, — veit sér ekki til bjargar, — nema Guð einn, — þá fer hjálpræðið niður af himnum til jarðarinnar, — þá stígur náð og friður Guðs niður í hið helsjúka og vonlausa mannshjarta, — með velþóknun Guðs yfir því; — þá fæð- ist manninum frelsari, — þá birtist honum Drottinn Jesús Kristur, — þá koma — jól! Lárus Sigurjónsson. Píslarsagan ásamt stuttum skýringum og sjö föstuhugleiðingum, eftir sr. Friðrik Hallgrímsson, heitir eiguleg bók, sem bókaverslun Sigfúsar Eymunds- sonar gaf út i vetur og kostar 5 kr. i prýðilegu bandi. Hún er með myndum úr píslarsögunni, prentuð á ágætan pappír og með stóru letri, svo að bókin er einkar vel fallin t til lesturs, jafnt fyrir þá sem depr- ast sjón og aðra. Píslarsögunni er þar skift í 24 smákafla og visað til Passíusálm- anna við hvern kafla, og föstu- ræðurnar eru stuttar og einkar vel fallnar til húslestra. Yæri vel að þessi bók yrði til þess að ýms heimili, sem hætl eru húslestrum, tækju upp þann sið að lesa úr þess- ari bók á föstudögum um föstuna. Gæti það vel orðið byrjun að meiru. rassínsálnmrnir á dönsku. — Síra Rórð- ur Tómasson í Vemmetofte hefir nýlokið við að þýða alla Passíusálma Hallgrims Pjeturssonar á dönsku. Heflr hann unnið að því í frístundum sínum nokkur ár, og heflr tekist verkið alveg frábærlega vel eftir þeim sýnishornum að dæma, sem birst hafa. Ráðgert er að Lohse í Khöfn gefl út bókina í sumar, og jafnframt von til að unt veröi að framkvæma þá ráðagerð að íslensk börn gefi eitt eintak bókarinnar hverjum sunnudagaskóla í Danmörku í jölagjöf næstu jól. — Má það varla minna vera fyrir allar Jólakveðjurnar, sem hingað eru gefnar ár eftir ár, 12000 á ári. En það þarf að safna nálægt eitt þús- und kr. fyrir næsta haust til þess að unt verði að koma þessu í kring, skuldlaust. Pað svarar því að hvert barn, sem fjekk Jólakveðju f vetur, gæfl í sjóðinn 8 aura. — Langflest heimilin, sem fengið hafa Jólakveðju ár eftir ár, hafa ekki gert neitt til þess að unt væri að gefa eitthvað í staðinn og eru væntanlega fús til að leggja nú til 25 eða 50 aura og senda útg. Bjarma, er svo semur við útgef. bókarinnar.

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.