Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1930, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.03.1930, Blaðsíða 5
BJA RMI 37 ekki að viilast. Þannig hlaut leikn- um að ljúka. Hrunið er óhjákvæmi- legt; uppgjöfm algjör. Heimssviðíð er rutt þannig, vegna hinnar miklu móttöku ljóssins og lífsins, — gróður nýrrar, áður alókunnrar heimsmenningar. Myrkrið á undan gróandanum var grunnlaust. Morg- uninn því svo skær og hýr; dagur- inn öllum dögum tilverunnar dýrð- legri, — krýndur fullvissu um varanlega andlega sólöld. — Kvæðið hefst á lýsingu náttúr- unnar í árslokin, — aðdraganda jólanna með visnuninni, — hrörn- uninni, — úr dauðanum — ná- kuldanum, — grafþögninni, —• myrkurdjúpinu, — skammlífi hins daufa dags, sem verður skammlif- ari með hverjum degi. Magnleysi náttúrunnar færist hljóðlaust yfir mannlífið, með depurðinni, kvið- anum og hrolli hjartans, og bligjan þess í ísgrá, miskunnarlaus augu örvæntingarinnar, er teygir sig hærra og hærra sem vofa upp úr undirdjúpum vonleysisins; — og þá ómar alsherjar andvarpið, sem stef i drápu tilverunnar, eins og hinzta bjargráðabæn: Koma ekki jól! Þá rýfur skáldið um ögurstund rökkurkyrðina, — bregður upp blysi vortíðar, sóldýrðar og blóm- gróðra, á hrímrefla húmsins, — til þess að gera mótsetninguna enn þá átakanlegri og hugstæðari, — verpur glitofinni grænkublæju yfir heltíð ársins. — Hvilíkur munur þá og nú á æri þessl Varmi og sól er því þrotinn! Þvi er kalt á kjúkum! tJað' er að kala, — visna upp og deyja á drifudúnsæng hjónahvil- unnar! — Því fjarar fjör í æðum með hverju augnabliki; blóð þess að frjósa; það er gagntekið af að- draganda ólífsins, — helið tröður það sem mara! — Þannig hlýtur það að vera, — ella koma jólin ekki að haldi; — þau eru ekki meðtekin; — þeirra er ekki notið; — og þá kömur aptur andvarpið úr undirdjúpi lifsins, — dauða- hryglublandin banastuna: Iíoma ekki jól! — Nú hverfur skáldið frá dauðvona náttúrunni til mannlífsins. Hversu er þvi farið? Hvernig er þar ástatt? Hversu er þar umhorfs? — Með skygni og langsýni óðaraugna sinna horfir það aptur í tímann, — yfir val yeraldarinnar, — »leikvöll heimsku og harms« mannkindanna — inn á sjónarsvið sögunnar. Það birtir atriði eptir atriði i sorgarleik aldaæri, — með orustum hennar, — vinningum, — töpum og tjóni, — viðskiftum hennar við veturinn, — hinn andlega fimbulvetur! — Það sér, hversu mannkynið beið efavoni og ángurlöngun ins hruma hjarta, — beið nýrri tiða, — vor- og sumarkomu, — sem aldrei kom né átti að koma. Þjóð hvarf að þjóða, — ríki að riki, — grófst sem alda öldu í hyldjúpi tímans, — grófst og gleymdist, — með andlegri og verklegri menningu, sem eigi fullnægði né gat fullnægt eður flutt i kiltingu mannkynsins, það, sem óljóst var óskað og eptirvænst. — Hvers vegna? — Hjartað var sjúkt. — Það olli! — »SjáIft hugvitið, þekkingin, hjaðnar sem blekking, sé bjarta ei með, sem undír slær!« — Heilbrigt hjarta, — hreint hjarta, — auðmjúkt hjarta, — hjarta, sem trúir og treystir hinum eina sanna Guði, — skapara himinsins og jarð- arinnar, — heimilismannanna. — »Sú þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa, á Guð sinn — og land sitt skal trúa!« En þegar veröldin, — mannöldin, — fann, — viðurkenndi, að hún

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.