Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.09.1930, Page 8

Bjarmi - 01.09.1930, Page 8
152 BJARMI K. F. U. M. á Þingeyri starfaði í vetur eins og að undanförnu. Er það stofnað af sr. í’órði Ölafssyni fyrir allmörgum árum, og í 2 deildum, eldri deiid fyrii unglinga og yngri deild fyrir ófermd börn. Stóð það með miklum blóma undir stjórn sr. t’órðar. Nú hefir nýi presturinn, sr. 8igurður Gisla- son, haldið fjelaginu áfram. Yoru af honum fluttar s.l. vetur 22 barnaguðsfijónustur í yngri deild. Fundir í eldri deild voru 12. Á þeim var söngur, ræða, biblíuskýring og um- ræður um ýms málefni. Samkomur og fundir altaf vel sóktir. Á einum fundinum var lesin ræða sr. Fríðriks Friðrikssonar: »Hvað er í nánd« og ýmislegt úr blaði K. F. U. M. í Reykjavik. Fjelagið þakkar borgarstjóianum í Reykjavík sendingar og hugulsemi. Rit- stjóri Bjarma útvegaði biblíumyndir og sunnudagaskólatextaua ensku og þakkar fje- lagíð honnm velvildina. — K. F. U. M. þurfa að vera í hverju prestakalli, af því hlýst mikil blessun. Kunnugur Sra ólafur ólafsson, fríkirkjuprestur, átti 50 ára prestskaparafmæli 22. f. m. — Var vígður að Selvogsþingum 22. ág. 1880. — Vígslubræður hans: Árni Porsteinsson, Einar Vigfússon, Kjartan Einarsson, Sig- urður Jensson, biskup Pjetur, vígsluvottar og líklega langflestir kirkjugestirnir allir dánir. Breytist margt og hverfur á skemmri tfma. Sra ólafur verður 75 ára 24. þ. m., en gullbrúðkaup geta þau hjónin haldið 7. þ. m., svo að segja má að hjer sje skammt á milli hátíða, en margar verða minn- ingarnar frá svo langri og athafnarikri æfi. f Vogsósum var hann prestur árin 1880— 1884, síðan 9 ár í Guttormshaga og ónnur 9 ár í Arnarbæli, fríkirkjuprestur í Rvík 1903—1922 og í Hafnarfirði 1913—1930. Sat á Alþingi 1891, 1901, og 1903—1907, var ritstjóri Fjallkonunnar 1902—1904, hefir skrifað og þýtt allmörg rit, og tckið mikinn þátt í ýmsum góðum fjelagsskap, eins og t. d. Dýraverndunarfjelagi og G. T. Reglunni. Hann er svo vel ern enn og fylgist svo vel með í öllum áhugamálum þjóðarinnar, að altof snemt er að fara nú að skrifa ítarlega æfisögu hans, og þótt hann hætti prestsskap að mestu í þ. m., er engin hætta á að hann hætti að vinna að lút- herskum kristindómi. Væri ekki ólíklegt að hann notaði nú tímann til að gefa út sunnudaga-lestrarbók, nógar yiun liann eiga ræðurnar í slíka bók, eftir 50 ára prestsskap, —• og vafalaust mundi hún verða mörgum kærkomin. Sra. Ólafur Ólafsson, præp. hon. frá Hjavð- arholti, varð 70 ára 23. ág. sl. Eru nú liðin 45 ár síðan hann vigðist að Lundi í Lunda- reykjadal, en 10 ár síðan hann slepti prests- skap og fluttist frá Hjarðarholti til heykja- vikur. Hann var prófastur Dalamanna í 15 ár og hélt uppi unglingaskóla í Hjarðarhofti í 7 ár. Pað var ánægjulegt að heimsækja sr. Ólaf í Hjarðarholti. Heimilið prýðiiegt og gest- risni mikil, og er ekki ofseint ennað þakka sr. Ólafi fyrir gódar viðtökur oftar en einu sinni. Heimatrúbodið danska. í kosningadeilun- um liðið vor var eitt blaðið að sjá ofsjón- um yfir því að jeg hefði fjárstyrk frá heima- trúboðinu danska. Jeg sinnti ekki um að svara því þá, en tel þó rjett að geta þess, eitt skifti fyrir öli, að það er liðin tíð. Heimatrúboðið danska veitir hvorki mjer nje öðrum hjerlendis, svo jeg viti. nokkurn fjárstyrk nú, svo það þarf enginn að öfunda mig njs aðra út af því. Starfsmenn heimatrúboðsins í Danmörku, eitthvað um 200, safna fje til fjelagsstarfs- ins og stjórn fjelagsins sjer um allt starf þeirra. En jeg hefl aldrei safnað neinu hjer- lendis i því skyni, og ráðið alveg einn starfi mínu að trúmálum, þau árin, sem það veitti mjer fjárstyrk — alveg eins og jeg gjöri enn í dag. S. A. Gíslason. Keðjubrjef eru sífelt á ferð, og sýnir það hjátrú fólksins. Eitt þeirra erkallað »Kveðja frá Flæmingjalandi*; á að senda það i 4 eða 5 staði. Fylgir því nafnaskrá þeirra, sem greitt hafa fyrir því, og kann að vera ein- hverjum til gamans að sjá í þeim hóp nöfn »stæltra vantrúarmannac, sem þó eru svo hjátrúarfullir. að þeir þora ekki annað en afrita brjeflð, svo að »ógæfan nái þeim ekki innan hálfs mánaðar*. Á öðru »Keðjubrjefi«, sem á að senda 10 mönnum innan 10 daga, stendur neðst: »Ðrottinn sendir«, og er ótuilegt að nokkur gætinn maður fáist til að rita slíkt. Pað er gott að hvetja menn til bænrækni, en »keðju- brjefinc gjöra það ekki. Pau efla hjátrúna, ef þau gjöra nokkuð. Best að brenna þau eða endursenda. Útgefandi: Sigurbjörn Á. Gíslason. I’rentsm. Jóns Helgasonar.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.