Bjarmi - 15.01.1931, Síða 8
16
BJARMI
dýpt, sem gerir úthöfin-grunn«. Já, úthöf sumra
skáldanna eru sannarlega grunn, svo að maöur
má vara á sjer skallann í kafhlaupinu«.
Smári á þökk skilið fyrir þessa einarðlegu um-
sögn. Margir hafa hugsað svipað, en ekki þorac
að hafa hátt um það, búist við aurslettum gaspr-
ara er láta svo sem klám og ruddaháttur sje
einhver nýmóðins menningarbragur!
þeir segja þaó, sem eru að reyna að bera
hönd fyrir klámið, að slíkar lýsingar sjeu raua-
veiulegar og »skáldin eigi að lýsa lífinu eins
og það sje«. En þá má hins minnast, aö það
er sæmilega »raunverulegt« að fólk gangi til
salernis, og mun þó fátítt að skáldin lýsi því
greinilega, sem þar fer fram. Máske það komi
næst, T þeirri von, að gárungar hlæí og kaupi
»salernalýsingar« háu verði! Pvt að auóvit-
að er það gróðavonin eða ágirndin, en engin
skáldskaparhugsjón, sem birtir ljelegar beina-
kerlingavísur og lýsir sambúð karla og kvenna.
svo að hún verður áþekk stóðhrossa eða hænsna
sambúð. Er varla við öðru að búast hjá þeim
höfundum; sem ekkert nýtilegt hafa að bjóða
og samviskulausir eru um áhrif ritsmíða sinna, en
þegar þeir, sem teljast vilja til góðskálda, lúta
að svo lúalegri auglýsingaaðferð, þá fer skörin
upp í bekkinn. Blöskrar t. d. mörgum, að Guðm.
Kamban skuli birta slíkan óþverra í bók sinni um
Kagnheiði biskupsdóttur. Má það mikið vera, ef
hann spillir ekki fyrir sölu bóka sinna, ef hann
kemur með meira af þess háttar. - Höfundar
og útgefendur ættu ekki að reiða sig á að meiri
hluti íslenskra heimila vilji helst kaupa klámrit.
Og þótt ljettúðarfull æska sje forvitin í þær I
dag, koma síðar aðrir dagar, þar sem hún for-
mælir þeim, sem seldu þeim eitur og óþverra og
spiltu með því framtíð þeirra. — I Austfirðingi
á Seyðisfirði hefir komið harðorður ritdómur um
bók Karnbans, og Karl í Koti skrifaði nýlega
í Vísi góða grein um klámritin. — Fólk er að
vakna, sem betur fer.
Gjní'ir í Jólakveðjusjóð. Safnað aðallega af
kennurum hjá skólabörnum og aðstandendum
þeirra: Akrahrepp (G. Sk.) 17 kr., Akranesi (Sv.
Þ.) 75 kr., Dalvík (H. Sv.) 21,05 kr., Flatey (sr.
S. H.) 15 kr., Fellshr. (E. S.) 10 kr., Grindavík
(E. E.) 34,40, Hofshrepp (P. A.) 30 kr., Hrafna-
gilshr. (J. Kr.) 19,45, Hraunhr. (G. E.) 10 kr..
Höfnum (J. J.) 20 kr., Hvammstanga (B. J.)
20 kr. Kjósarhrepp (Þ. J.) kr. 19,25, Mosvalla-
hrepp (G. G. Kr.) 20 kr., Norðurárdal (sr G. E.)
14,40, ólafsfirði (Gr. Gr.) 20 kr., Sunnudaga-
skóli Rvík 42,42 kr., Sandvíkurhr. 10 kr., Sel-
tjarnarneshr. 15 kr., Snæfjallaströnd (M. ó.) 7
kr., Stafholtstungur (sr G. E.) 15, 35, Stokks-
eyri (J. J.) 50 kr., Svalbarðsströnd (G. H.) 18,60,
Suðureyri (Fr. H.) 30 kr., Svínavatnshr. (Bj. J.)
7,50, Toi-falækjarhr. (J. B. J.) 20 kr., Vallahr. (E.
J.) 19 kr., Vík í Mýrdal (Þ. F.) 22 kr., Viðey (A.
Þ.) 10 kr., Viðv.hr. (Bj. J.) 15 kr., Þverárhr. (G.
Tr.) 15 kr., öngulsstaöahr. (J. ó. P.) 28 kr.
Sr. E. J. Hofi 5 kr., fsl. J. skólastjóri, Rvík 10
kr., sr. G. E. Stafholti 5,50, sr. E. Br. útskálum
5 kr., börnin í Reykjarfirði 5 kr., Á. H. 'Pyrli
2 kr., Kirkjubólshr. (G. H. Gr.) 17, 60.
Gjöf í prestlaunasjóð Strandarkirkju: Kona á
Suðureyri 10 kr., ónefnd á Siglufirði 5 kr.
Eins og blaðið sýnir, hafa komið gjafir í Jóla-
kveðjusjöö frá fjölmörgum skólahjeruðum og
þeim sumum, sem aldrei hafa látið neitt 1 sjóð-
inn fyrri. Enda er þetta 1 fyrsta sinn, sem jeg
hefi snúið mjer til barnakennara alment meö
slík lilmæli. Undirtektirnar og brjef kennaranna
sýna, að mönnum fjell vel að gefa Passíusálm-
ana dönskum sunnudagaskólum í stað Jólakveöj-
unnar. Samt eru enn ógreiddar til mín nærri
700 Isl. kr. til þess að alt andvirði bókarinnar sje
greitt til útgefanda; hefi.jeg greitt meiri liluta
þess úr mínum vasa 1 þeirri trú, að enn sjeu ýms-
ar gjafir á leiðinni í sjóðinn, enda á meiri hluti
kennara eftir að svara tilmælum minum.
1. C. Chrlstenseil, fyrv. forsætisráðherra Dana,
andaðist 19. des. f. á. Hann var fæddur 1856,
búndason frá Vestur-Jótlandi. Tók kennaraprót
1877, var barnakennari 1886 til 1901, þingmaöur
öslitið 1890 til 1924, og gegndi ýmsum ráðherra-
embættum samtals í 13 ár. Hann var um langt
skeið áhrifamesti maður í flokki vinstri manna
og enda í öllum stjórnmálum Danmerkur. Og
þegar hann dró sig í hlje fyrir 6 árum frá
stjórnmálum, til að hvílast í ellinni, fylgdi hon-
um ást samflokksmanna og virðing hinna.
En þótt stjórnmálastörf hans væru margbrot-
in og hann kæmist frá smalaþúíunni í forsætis-
ráðherrastólinn, gleymdi hann ekki barnatrú
sinni og lokaði hana heldur ekki inni í neinum
launkofa. Á ráðherraárum slnum talaði hann
margoft á kristilegum fundum, gegndi með-
hjálparastarfi I gömlu sóknarkirkjunni sinni í
Stadil, þegar hann var þar á ferð eða átti sum-
arfrí, og það sem sjaldgæfara er: skrifaði sunnu-
dagalestra í fjöllesið dagblað árum saman, er
síðan voru gefnir út I tveim postillum: »Naar
Klokkerne ringe« og »Ad Kirkesti og Kirkevej«.
Þykja þau ræðusöfn íyllilega jafnast á við ræðu-
söfn presta, eins og ýmsir prestar vorir get.a
borið um.
útgefandi: Sigurbjörn Á. Gíslason.
Prentsmiðja Jóns Helgasonar.