Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1931, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.06.1931, Blaðsíða 2
82 B JARM.l mjer vænt um aó enginn gat lesið þau á joáverandi heimili mínu nema jeg. Jeg þóttist vita aó ella mundi spurt: »Því sendió þió ekki þessa' menn, sem blöðin eru aó lýsa, í fangelsi fremur en á löggjafarþing?« Þeir vita þaó, sem far- ið hafa aó heiman, aö þjóðernistilfinning- in er næmust í ei'lendu umhverfi, —- og þá sárnar manni meira en ella alt þaó, sem lýtir þjóóina, og þykir þaó t. d. beinlínis raunalegt aó hún skuli ekki geta valió sér fulltrúa á löggjafarþing nema aö varpa jafnframt á þá ýmsum óþverra. Lítil bót, þótt sami löstur sjáist víóar. Fámenna þjóóin okkar meó ótal verkefni í strjálbýlu landi má ekki vió illvígum innanlands deilum, ,og þaó er afar óholt aó sú trú festi rætur, aó þaó sje eigin- lega ekki fyrir aóra menn en illvíga og ósanngjarna bardagamenn aó hugsa um þingsæti.------- »Einkennilegasti »kosningafundur«, sem jeg .hefi sótt á æfi minni. Hann hófst og endaói meó sálmasöng og ekkert hnjóós- yrói var talaó um nokkurn mann«, skrif- aói Ingibjörg Ölafsson í erlent blaó um fund, sem hún kom á austur í Gríins- nesi í fyrra vor. Og prófastur ljet þess getió, um leió og hann þakkaói aðra ræóu sama frambjóóanda, aó það mundi vera fágætt, aó þingmannsefni, sem mik- ió kapp væri um, flytti trúmálaerindi, gjörsamlega laust vió stjórnmálaádeilur, sjálfan kosningardaginn. Þaó er svo alvanalegt aó dægurmál, og ekkert annaó, sjeu fremst á oddi hjá þingmannaefnum, aó sumir leggja út á yersta veg, ef frambjóöandi fer ekki dult meó, aó hann telur eilífóarmál meira virði en dægurmál, - en aórir gleójast, því þeir trúa því, aö sanngirni og kristin- dómsáhugi sje meiri þjóóarheill en rif- rildió. Meó þessu, sem hjer er sagt, er ekki verió aó ámæla neinum, þótt honum sje ekki sama um hvernig kosningarnar fara í þéssum mánuói. - En þaó þarf eng- inn aó ætla, aó gæfu og gengi þjóóarinn- ar sje fullborgió, þótt hans flokkur verði fjölmennastur vió þessar eöa aórar kosn- mgar. Þaó þarf dýpra aó grafa. Syndin er böl þjóóanna. Spilling er und irrót hvers konar ógæfu hjá einstakling- um, heimilum og þjóóum. En þar sem hirðuleysi um trúmál er alment, dafna allir lestir, hvaó sem stjórnmálaflokkum líður. Eóa eru lesendurnir ekki sammála um þaó, aó þeim mundi fækka siðferöislegu afbrotamönnunum og æói mörg heimili hljóta fleiri sólskinsdaga, ef jafn mikl- um áhuga og vinnu væri til þess varió að fá kjósendur til aó kjósa Jesúm Krist fyrir frelsara sinn og konung í fullri al- vöru, eins og' nú er varió til þess aó fá þá til aó kjósa meó einhverjum stjórn- málaflokknum? Jeg býst vió að menn játi því, en þaó er ekki nóg aó játa í orói; menn veróa aó starfa, starfa aó bví aó græóa sárin, starfa aó því aó vitna um Krist. Letjumst ekki, þótt árangur og þakk- ir sjeu litlar í svip. »Þaó ber ekki alt upp á sama daginn«, og »sumt fellur í góóa jöró og ber mikinn ávöxt«. Hve indælt væri að aftni, ef inna mættum vjer: »Sjá, Herra, hjer er sauður, sem hraktist langt frá þjer. Vjer fundum hann á hjarni, við hungur, frost og nauð, vjer tókum hann á herðar og hirtum týndan sauð. Sú stund kemur fyr en varir til flestra, aó vjer veróum að hverfa hjeóan alveg', og þá er þaó ekkert dægurmál, engin pólitík eóa þin'gkosning, sem vió er aó styójast. En sá fer öruggur í þá lang- feró, sem veit aó eilífóarfulltrúinn hans, frelsari mannanna, bíóur hans á strönd- inni hinum megin. Gleymió eigi Drottni, dætur og syriir Islands. Kjósið Jcsinn Krist.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.