Bjarmi - 01.06.1931, Side 3
BJARMI
83
Andatrú og guðspeki.
Þær frænkur eru svo sem ekki útdauð-
ar enn, þótt g-efió hafi á bátinn hjá þeim
stundum. Margvíslegur ágreiningur og
ófagur árangur hefir að vísu veikt þær á
köflum, en svo sækja fylgismenn þeirra i
sig veórið á milli, gefa út rit og sækja eða
skrifa eí'tir erlendum stuðningsmönnum.
Ýms dæmi eru þess að taugaveiklað
fólk hálfbrjálast út af öÞu því kukli og
grufli. Iiafa karl og kona nýlega komið til
þess sem þetta ritar og kváðust bæði hafa
miklu betri >>stjarnasambönd« en Helgi
Pjeturss; hefir annað þeirra gefið út rit
því til stuðnings, og viU auðvitað(!) fá rík-
isstyrk til framhaldsútgáfu. Geðveikra-
læknir gat þess nýlega, að einir 5 eða 6
sjúklingar hans í fyrra og' 4 í vetur hefðu
veikst út af andatrúartilraunum. Maður
í Rvik, sem var rjett búinn að granua
gömlum hjónum í brjálæðiskasti, hafði
verið svo til nýkominn frá miðilsfundum.
og setið hefi jeg ný^ega hjá sjúkling, er
dó af hjartabilun í brjálæðiskasti, os;
heyrði hann tala varla um annaó er.
»stjörnusambönd« og andatrúarrugl.
Aðalleiðtogarnir vanrækja tilfinnanlega
að aðvara taugaveiklað fólk að vera að
fást við þetta, og ^áta sem þeir viti ekki
af öfgunum og vitleysunni sem í kjölfar
þeirra siglir. En um hitt eru þeir sam-
taka að ráóast gegn friðþægingu Krists.
Eru oft bæði í »Ganglera« guðspekissinna
og »Morgni« spiritista ýmsar greinar í þá
átt, vel fallnar til þess <að styðja sjálfs-
rjettlætisstefnu og kippa fótum undan
allr-i sannri Kriststrú hjá þroskalitlu fólki.
Er slíkt kristnum mönnum bending um
að hreyfingar þessar eiga ekki upptök sín
í ríki ljóssins, þrátt fyrir allan bænalest-
ur og sálmasöng, sem’þar er haft um hönd.
Einer Nielsen, danski mióillinn margum-
ta'aði, var í vetur hjer í Reykjavík meira
en mánuð á vegum Einars Kvarans. 20 kr.
var aðgöngueyririnn aó fundum hans og
aðsókn auðvitað(!). Sr. Kristinn Daníels-
son skrifar langt mál í síðasta hefti Morg-
uns um þá fundi, og er hrifinn mjög af
þeim slæðuklæddu »líkamningum«, sem
kystu og klöppuðu fundarfólki. — Engir
voru þar »sannanafundir«, en samtök um
að »sýna miðlinum óskorað traust«, segir
sr. Kr. D. — Ofurlítið vefengir Morgunn
ágiskanir dr. Iielga Pjeturs um stjörnu-
buasambönd, en minnist ekkert á skoðana-
bræður sína ís'enska í Winnipeg og »Ljóð
cg ræður« þeirra, sem Bjarmi hefir áður
getið um. Er þó ótrúlegt að leiðtogarnir
hjer samsinni þeirri vitleysu eóa vilji láta
skrifa hana í reikning »vísindalegra rann-
sókna«.
Sameiningin, blað kirkjufjelagsins ís-
lenska og lúterska vestan hafs, flutti i
janúar í vetur grein um þessi efni. Hún
er dágott sýnishorn þess, að 'andar vestra
vilja ekki vera eftirbátar spiritista hjerna
megin hafs í andatrúarframkvæmdum. —
Auðvitað fjekk ritstjóri Sameiningarinnai',
sr. Björn B. Jónsson dr. theol., þungorða
ofanígjöf í Heimskringlu frá leiðtoga ís-
lenskra spiritista í Winnipeg, er vitnaði í
Ilelga Hálfdanarson, Þórhall Bjarnarson
og Steingrím Thorsteinson, sem hann
ímyndar sjer að hann sje í sambandi við,
en alt er það á sömu borófótunum og »Ljúð
og' ræóur« hans og ekki hafandi eftir.
Grein Sameiningarinnar á hins vegar er-
indi til andatrúarinn hjerlendis sem vestra
og er því birt hjer.
»Samemingin« hefir ekki um langt skeið doilt
á neina er ólíkar skoðanir hafa á eillfðarmálum.
Viðurkennir hún jafnrjetti allra til skoðana
sinna á þeim málum, sem öðrum. Vjer höfum í
ritstjórnar-greinum blaðsins þá ekki heldur deiit
á það einkennilega fyrirbrigði, sem hjer hjá ís-
lendingum I Ameríku gengur undir nafninu
»andatrú«. Sft, sem þetta ritar heíir alls engan
ýmugust á viturlegum og vlsindalegum rannsólcn-
um dularfullra fyrirbrigða, svo sem þeim ran-
sóknum er haldið er uppi af Sálarrannsóknarfje-
laginu breska og einstökum lcerdómsmönnum, sem