Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.07.1931, Page 1

Bjarmi - 01.07.1931, Page 1
XXV. árg. 1. júlí 1931. 13. tbl. Prestastefnan 1931. Ritstjóri Bjarma var staddur norður á Akur- eyri við brúðkaup sonar síns sama daginn og sýnódus hófst og náði ekki að vera nema hálf- an annan dag á prestafundinum á Laugarvatni. Getur hann þvi ekkert skrifað um prestastefn- una og biskupsvígsluna og fátt um fundinn af eigin raun og heyrn, og tekur því hjer skýrslur þær er fundarritarar sendu blöðunum, þó með fáeinum úrfellingum. Hún hófst 18. júní meó guósþjónustu í dómkirkjunni, þar sem sr. Bjarni Jónsson prjedikaói út af sálminum í 1. Pjet. 2, 4. —5. En fundirnir fóru eins og- vant er fram í húsi K. F. U. M. Kl. 4 hófust fundahöldin. — Biskup flutti bæn og bauö menn velkomna og kjöri fundarskrifara sr. Eirík Albertsson á Hesti. Voru þá alls mættir 32 prestar og 3 prófastar, en síóar bættust nokkrir við, svo aó tala synodusmanna mun hafa orðió nálægt 40. En auk þeirra sátu fund- inn nokkrir eldri andlegrar stjettar menn, embættislausir og guófræóikandidatar. — Biskup gaf yfirlit yfir helstu viðburði næstlióins fardagaárs og byrjaói á að minnast 1000 ára hátíóarinnar á liónu ari. Þá mintist hann tveggja látinna uppgjafa- presta, sra Guðlaugs Guðmundssonar frá Stað í Steingrímsfirói og Kjartans próf. Helgasonar frá Hruna og prestsekknanna Jóhönnu Soffíu Jónsdóttur frá Viðvík (ekkju sra Zóphóníasar próf. Halldórsson- ar) og Guóríóar Pjetursdóttur frá Höfóa (ekkju sra Gunnars Ólafssonar). — Af prestsskap höfóu látió á árinu Jón Finns- son á Djúpavogi, Magnús próf. Bjarnar- son á Prestsbakka, Magnús Þorsteinsson á Patreksfirói, Gunnar Benediktsson í Saurbæ í Eyjafirói og Ölafur próf. Ste- phensen í Bjarnanesi. En af prófastsstörf- um hafói látiö sra Jón Pálsson á Höskulds- stöðum. Þjónandi prestar væru alls 103, en 10 prestaköll væru óveitt. Af 8 presta- köllum, sem óveitt voru í fyrra (af því aó þau, aó undirlagi stjórnarinnar, höfðu ekki verió auglýst) höfðu 4 verið veitt á fardagaárinu, en vió þau 4, sem þá voru óveitt, hefóu bæst 6. Þessi 5 prestaköll hefðu verió veitt á árinu: Reykholt (Ein- ari Guðnasyni), Breiðibólsstaður í Vestur- hópi (Stanley Melax),. Grenjaðarstaóur (Þorgrími Siguróssyni, Stórinúpur (Jóni Thorarensen) og' Bjarnanes (Eiríki Helga- syni). En vígslu hefóu tekið: Einar Stur- laugsson til aöstoóarprests í Eyrapresta- kalli Sigurjón Guójónsson til aóstoöar- prests í Saurbæ á Hvalfjaróarströnd og’ Þorgrímur Sigurósson til Grenjaóarstaóar. Einnig hafói biskup, með leyfi stjórnar- valda, veitt pres'tvígslu Jóni Auðuns, er g-jöróist prestur utan-þjóókirkjusafnaðar í

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.