Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1931, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.07.1931, Blaðsíða 3
BJARMI 99 íslénskir prestar mintust frá prjedikunar- stól og' í kirkjubæn 1. sunnudag í septem- ber þ. á. starfs þess, er nú væri pnnið í heiminum til eflingar friði með þjóðunum, en sá sunnudagur væri næsti sunnudagur á undan setningu friðarþingsins áformaða í Genf. Var í einu hljóði samþykt að verða við þeim tilmælum. Kl. 82 flutti síra Friðrik Hallgrímsson erindi í dómkirkjunni fyrir almenning um boðskap kirkjunnar og starf. Föstudaginn 19. júní kl. 9 var aftur gengið til fundar. Er sálmur hafði verið sunginn og bæn flutt, gjörói biskup grein fyrir messuflutningi og altarisgöngum á næstliðnu ári. Vegna þess hve mörg presta- köll stóðu óveitt, hefðu messur allsyfir orð- ið nokkru færri en árið áður, en þó svo að komið hefóu að meðaltali nálægt því 40 messur á hvern prest. Af sömu ástæðu hefðu fallið niður alt- arisgöngur í fleiri prestaköllum en áóur, og tala altarisgesta því orðið nokkru lægri en árið á undan (alls 4957). Þá skýrói biskup frá störfum handbók- arnefndar. Ljet hann þess getió, að hann teldi nefndina nú hafa lokiö þeim störfum, sem hún hefði skift með sjer, til undir- búnings nýrrar handbókar og bar fram tillögu þess efnis, að tveim mönnum væri falió það starf, sem nú væri óunnið, að samræma hinar einstöku kirkjulegu at- hafnir o. s. frv. og tilnefndi þá tvo: Sig- urð próf. Sívertsen og Ásm. dósent Guð- mundsson, í von um að styrkur fengist af almannafje til þess aó launa það starf þeirra að einhverju leyti. Urðu allmiklar umræöur um málið og lauk því með fullu samþykki fundarmanna á tillögum forseta. Þá hreyfði biskup nýmæli um aldurstak- mark til fermingar, svo að mönnum yrði gert hægra fyrir en áður með að fá ófull- aldra ungmenni fermd og ekki þyrfti að ónáða biskup með undanþágubeiðnum, eins og' nú ætti sjer stað. Eftir allmiklar um- ræður var borin fram svo hljóðandi til- laga: »Prestastefnan óskar að prestum verði framvegis heimilt, án sjerstaks aldursieyf- is frá biskupi, að ferma börn, sem þeir telja fermingarhæf að þroska og þekkingu, ef þau ná 14 ára aldri innan næstu ára- móta«. Var tillaga þessi samþykt í einu hljóði og biskupi falið í nafni prestastefnunnar að greiða henni leið til hlutaðeigandi stjórn- arvalda. Loks flutti Magnús prófessor Jónsson ítarleg-t erindi um viðtökur kirkjulegu frumvarpanna á Alþingi og horfurnar á framgangi þeirra. Var þá, er hann lauk máli sínu komiö að borðhaldstíma, og því fundi slitió. KI. 4 síódegis hófst fundur aó nýju. Samkvæmt dagskrá skyldi þá erindi flutt um kirkjulegt líf í Svíþjóð, en ræðumaöur fjekk sig leystan frá flutning'i sökum las- leika. Var þá tekið fyrir næsta mál á dag- skrá: Kirkjan og útvarpið. Gjörði sra Frið- rik Hallgrímsson, sem er í útvarpsráði af kirkjunnar hálfu, grein fyrir starfi út- varpsins, að því er snertir hina andlegu fræðslu og spunnust af því fjörmiklar um- ræður, er hjeldust allan funaartímann. Voru menn allir á einu máli um gagnsemi útvarpsins og flestir lýstu gleði almenn- ings víðsvegar um land yfir guðsþjónust- unum, sem útvarpað væri. En einnig heyrðust raddir um, að hættur gætu staf- að af útvarpinu fyrir kirkjuna, svo a,ð yrði til þess aó draga úr kirkjurækni manna, auk þess sem ekki væri alt íam- holl fæða, sem bærist mönnum til eyrna gegnum »g'jallarhornið«. Því var þó hreyft, af sra Gunnari Árnasyni, að æskilegt væri að útvarpaö yrði uppbyg'gilegri kveldhug- vekju (10—15 mínútna) alla virka daga vikunnar, aðra en laugardaga, og tillaga borin fram þar að lútandi, og' var hún samþykt. — Að endingu þakkaði biskup

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.