Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.07.1931, Qupperneq 2

Bjarmi - 01.07.1931, Qupperneq 2
98 BJARMI Hafnarfirði, í stað Ölafs fríkirkjuprests Ölafssonar, er ljet af prestsskap sem júbíl- prestur á liðnu ári. Tveir nýir prófastar hefðu verió skipaóir: Sra Jakob Einarsson fyrir Noróur-Múla og sra Sigurður Hauk- dal fyrir Baróastrandarprófastsdæmi. En tveir hefðu verið settir í bili: Sra Björn Stefánsson fyrir Húnavatns- og sra Jón Pjetursson fyrir A.-Skaftafellsprófasts- dæmi. Loks hefði verið kosinn og síðan skipaður vígslubiskup fyrir hið forna Skálholtsbiskupsdæmi: prófessor Sigurður P. Sívertsen. Nýjar kirkjur hefðu verið reistar á Stór- ólfshvoli, á Flugumýri og í Vallanesi og byrjað á kirkjubyggingu á Siglufirði, Tjörn á Vatnsnesi og Vík í Mýrdal. Ný prestsíbúð hefði verið reist á Æsustöðum í Langadal og keypt íbúðarhús á Patreks- firði handa Eyrapresti. — Þrjú af frum- vörpum kirkjumálanefndar voru afgreidd. sem lög frá Alþingi áður en þing var rof- ið: um utanfararstyrk presta, um bóká- söfn prestakalla og um kirkjuráð, og biðu þau nú staðfestingar konungs. Hinar kirkjulegu bókmentir hefðu á ár- inu auðgast um þrjú rit: Apókrýfiskar bækur gamla testamentisins í nýrri þýci- ingu að tveim þriðju eftir þá Þórhali bisk- up Bjarnarson og Haraid próf. Nielsson, en að einum þriðja eftir þá Sigurð próf- Sívertsen og Ásmund dócent Cuðmunds- son. Hefðu hinir síðarnefndu tveir að öllu leyti sjeð um útgáfuna en Bibhufjelag vort hefói kostað prentunina og hefði sett verð ritsins svo lágt, aó þess væru cngin dæmi á nálægum tíma um yfir 20 arka rit (5 kr. í bandi, en kr. 3,50 óbundin eintök). Þá hefði og verið prentað síðasta (fjórða) bindi »Almennrar kristnisögu« eftir bisk- upinn, og væri því ritverki jiar með lokið. Væri það samtals 90 arkir, eða nál. 1500 bls., og næði fram að byrjun heimsstyrj- aldar (1914). Loks hefði verið prentað nýtt »kver«: »Kristin fræði«, eftir sra Friðrik Ilallgrímsson, og fengið stjórnar- valdaleyfi til aó nota jiað við fermingar- undirbúning barna við. hliðina á hinum eldri lærdómsbókum. Biskup hafði ekki haldið neina yfirreið á næstliðnu sumri, en aftur hefði hann, sem fulltrúi íslenshu kirkjunnar tekiö boði norsku stjórnarinnar um hluttöku í httíða- höldum Norðmanna i Þrándheimi. En af hálfu guófi'c- ðiJeudar h:isk.Ja vors ht fði Ásmundur Guðmundsson dósent tekið hatt í þeim hátíðahöldum. Að loknu máli bar biskup fram venju- legar tillögur sínar um styrk til uppgjafa- presta og prestaekkna og voru þær sam- þyktar umræðulaust (alls úthlutað kr. 8490,00). Ennfremur gjörði hann grein fyrir hag prestekknasjóðsins, sem við síð- ustu áramót hefði veriðorðinn kr. 60434,30. Þá gjörði Ásmundur dócent Guðmunds- son grein fyrir starfsemi barnaheimilis- nefndar. Fjársöfnun í þágu þeirrar starf- semi hefði numið alls kr. 4288,00. Höfðu gjafir safnast úr öllum prófastsdæmum landsins, en tiltölulega langmest úr Rang- árvalla-prófastsdæmi. Jöróin Hverakot í Grímsnesi hefói verið keypt og þar reist mikið og vandað hús, sem gæti tekiö 30 börn. Ákveðið hejði verið að vinna að stofnun dagheimilis fyrir börn á Siglu- firði og að styrkja stúlku þaðan til utan- farar til að kynnast þess háttar líknar- starfsemi. Lag't var fram á fundinum frumvarp til laga um barnavernd, frá barnaverndarnefnd, sem einnig hafði sam- ið frumvarp til laga um fávitahæli. Var nefnd kosin til að athuga frumvörp þessi (en álit sitt lagði nefndin fram á fundi Prestafjelagsins á Laugarvatni). 1 umræö- um, sem urðu um þetta mál, voru allir sammála um að votta barnaheimilisnefnd- inni þakkir fyrir ágætt starf hennar, og þá sjerstaklega frummælanda, sem reynst hefði mestur athafnamaður innan nefnd- arinnar. Loks las biskup upp brjef frá Sjálands- biskupi innihaldandi tilmæli þess efnis, að

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.