Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1931, Síða 8

Bjarmi - 01.07.1931, Síða 8
ÍÓ4 BJARMl Nú gistir Dynjanda döpur hrygð — því dáðrík húsfreyja’ er langa bygð átti hjer — reynd að trfl og trygð — var tekin heim —- yfir ósinn. — Það kólnar og dimmir er glöð og góð hin göfuga »rósin« er gladdi þjóð, hættir að kveða sin kærleiksljóð og kveikja öll björtu ljósin. — Hún leitaði þeirra, er liðu nauð og' líknaði þeim er skorti brauö, og miðlaði sínum mannvitsauð margreynd af lífsins tárum. Sorgarbörnum hún sinti fyrst, — svo fer öllum, sem trúa ú Krist —, henni var yndi, lxf og list lækning n djúpum súrum. — Hún útti hjartans og andans þrótt, ómælda gæsku og kærleiksgnótt, um hana verður aldi'ei hljótt, af henni geisla ljósin. -— Höfðings. kona og heiðurs vif, hraustum og snauðum vernd og hlíf, þar sem hún gekk var gæfa og líf göfugsta sveitarrósin. Minnug og fróð á forna ment, — þótt fútt væri slíkt í æsku kent, — þar var ei neinum heiglum hent hólmganga i fornum sögum. — Við langelda sögu’ hún las sjer þrótt, lúin og sjúk um marga nótt — þá aðrir sváfu sætt og rótt —, samt vann hún öllum dögum. — Nú grætur margur hið góða sprund, sem gengið er heim á Drottins fund, svo hjartkær öllum og hýr í lund - og hugmild að likna’ og seðja. — En flest og höfgust þó hrynja túr og harmurinn verður logasár hjú öldungnum, sem hún öll sín ár var altaf að blessa og gleðja. Og fósturbörnin þau fella tár, nú fer þeim um muna harmur sár, — þvi nú er hin ljúfa liðinn nár, — sem lagði þau sjer að hjarta. Hún er smælingjans byrðar bar og brosandi græddi raunirnar — og hugblið með mjíiku hendurnar hóf þau í ljósið bjarta. — Þau gleyrna því aldrei hve góð og blíð og göfug hún reyndist þeim alla tíð ástríka konan, ung og fríð, með auðugar kærleiksglóðii’, fasblíð og mild með fagra súl í faðmi’ þeim skýldi heims við túl hún barnanna skildi bænarnxúl hin blessaða, góða móðir. Og minningin lifir -— björt og blíð um bestu konuna langa tíð, er ústsælust gladdi allan lýð með ómælis kærleiksstarfi. — Pá verður ljómi’ yfir landi og þjóð er langt skara fram úlr yngri fljóð og leggja meira’ i lífsins sjóð — og leiða oss að fegra arfi. .1. II. Ef svo mætti að orði kveða var Rósa sál. boö- beri mildinnar og miskunseminnar. Ef menn eða múlleysingjar áttu að einhverju leyti lakari að- búð til orða eða atlætis, en að líkindum þótti, var þetta venjulega viðkvæðið: »Hvernig myndi Rósu ú Dynjanda líka þetta?« Og ef að var spurt, hvað ylli vinsældum Rósu og virðingu í sveitinui, var æfinlega sama svarið: »Pað er ekki eitt, það er alt«. Minningarorð Rósu sál. verða eigi lengri að þessu sinni, sumpart af því, að eigi er rflm fyr- ir þau í Bjarma og sumpárt af þvi, að í ráði mun vera að eiginmaður hennar og fósturbörn heiðri hana með viðeigandi minningaraiti. Hún var ógleymanleg öndvegiskona sveitarinnar, árroði hins nýja dags, þegar Krists helguð fórnarlund tekur völdin og leiðir mannsbarnið I ljósbirtu friðþægingarinnar inn I guðsrikisfögnuð jarðlífs- ins. Jonin. Halldúrssoii. -------•> <s> <«--- lílskupsvígsla. Sunnudaginn 21. júní var Sig- urður P. Sívertsen prófessor vigður til vígslu- biskups fyrir Slcálholtsstifti í dömkirkju Reykja- víkur. Fór vígslan fram með mikilli viðhöfn. ÍTá- lægt 60 prestvígðir menn gengu í skrúðgöngu frá aþingishúsinu í kirkju, en mannsöfnuður meiri viðstaddur en kirkjan tók. Magnús Jónsson pró- fessor lýsti vigslu, biskup Jón Helgason vígði vigsluþegja, og síðarnefndi flutti síðan stölræðu út af Mark. 11, 22.—24. Sr. Bjarni Jónsson var fyrir altari og prestarnir gengu allir til altaris. — Stóð athöfnin öll í 3 stundir. — Um kvöldið hjeldu prestar biskupunum samsæti í Hótel Borg. útgefandi: Slgurbjörn Á. Gíslason. Prentsmiðja Jóns Helgasonar.

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.