Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.02.1932, Blaðsíða 2

Bjarmi - 15.02.1932, Blaðsíða 2
26 B JARMI I belgjum þó vjer ei borið fáum bjarma sólar í manna inni, vjer kærleiks glitrandi geislum stráum, ef glóð hans berum í voru sinni. Og þannig fáum vjer bjarmann borið og blessun sólar í voru fari, sem geislum sólar ber vitni vorið og vallarblómi og fuglaskari. En sólarljósið, sem öllu er æðra og andann vermir og hjörtun manna og endurspeglast í muna mæðra, er Mannsins sonur, það ljósið sanna, með ástarhitann er alla vefur og eymdir manna og syndir græðir, úr böndum leysir og lyftir, hefur vort líf til Drottins í vonarhæðir. En ljósið hans vjer ei aðeins eigum í inni hjarta vors sæl að bera; en fyrir dýrðar þess mátt vjer megum það mæra ljósið og' sjáífir vera, og manna-heimi það láta lýsa með lífsins orku og sigurblóma, og hásöng Drottins æ hærra rísa, í helgidómi hans vegsemd róma. Kobe, Japan, 1 maí 1930. N. S. Thorlaksson, frá Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði. Sra Steingrímur Thorláksson, fyrv. prestu'r í Selkirk, Canada, var í heimsókn hjá syni sínum, trúboðanum, austur í Japan, er hann orti þessi ljóð. Rámu ári síðar las þessi sonur hans þau fyrir heimilisfólkinu á Stóru-Tjörnum, eins og áður hefir verið getið um í Bjarma. ------•>«><*----- Brjefkaflar frá ólafi kristniboða, ritaðir um áramötin, koma í næsta blaði. Honum líður vel, og starfið gengur ágætlega. Gjafir afhentar ritstjóranum: í ki'istnlboössjóA: H. J. Núpsstað 15 kr., Kristni- boðsdeild K. F. U. M. Vestm. 100 kr., Sjera ó. V. Fellsmúla 15 kr., Kvenfjelagið Fjóla 5 kr., Frá Miðskógi 6 kr. í jólakveðjiisjóö: Barnaskóli í ólafsfiröi 10 kr., 1 Bolungavik 15 kr., Sr. ó. V. 5 kr. Viðkynning og viðreisn. (úr grein dr. Alfr. Th. Jörgensens í desember- hefti »Dansk-Islandsk Kirkesag«.) Tvenn hlutverk, bæði jafn b'essunarrík, hafa fallið í vorn hlut, sem ferðast höf- um til erlendra lúterskra kirkna eftir ó- friðinn mikla. Annað þeirra var. að auka þekkingu vora og þyggja andlega auðlego. Oss Norðurlandabúum hættir til að einangrast og hjakka svo í sama fari. Pví er oss þörf þeirra andlegu áhrifa, sem bæði fjölmennu kirkjurnar einkum á Þýskalandi — og nýju baráttu, og' oft þjáningakirkjurnar í nýju ríkjunum geta veitt oss. - Jeg nefni t. d.: Prjedikun vor þarf endurnýjunar við. — Fyrir ófriðinn þótti mjer danskir prestar prjedika yfir- leitt betur en þýskir prestar, en nú verð jeg að segja gagnstætt um þann saman- burð. Samband ríkis og kirkju, sem heita má steinrunnið á Norðurlöndum, veitir eigi af birtu frá erlendri reynslu. Þá má margt læra til hvatningar og leiðbeiningar i kirkjulegum framkvæmdum. En fyrst og fremst verður glöggum gesti það andleg' hressing og sálubót að kynnast því, hvernig evangeliskir samtíðarmenn vorir verða að líða og stríða í mörgujn löndum Norður- álfu, en varðveita þó frið í stríði, og gleði í þrautum, — frið og gleði, sem veröld veitir ekki. Hitt hlutverkið er að styðja trúbræður, sem erfitt eiga. Árið 1922 hittust full- trúar flestra evangeliskra kirkna í Norð- urálfunni og þó nokkrir vestan um haf, í missiónarhúsinu Bethesda í Kaupm.höfn. Fundarefnið var að ráðgast um, hvernig unt væri að hjálpa bágstöddum kirkjum. Fundarmenn skiftust í tvo flokka, þeir hjálpfúsu og þeir hjálparvana. Fulltrúi hverrar kirkju átti að skýra frá, á fimm mínútum, hjálparstarfi, eða hjálparleysi sinnar kirkju.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.