Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.02.1932, Blaðsíða 4

Bjarmi - 15.02.1932, Blaðsíða 4
28 BJARMI Með stórum upphafsstaf. eftir Ingibjörgu ólafssov. Fyrir eitthvað tveimur árum síðan var jeg í boði hjá merkum hjónum í Lund- únaborg. Þar var margt manna saman komið. Þar á meðal tveir af fulltrúum Breta í Alþjóðasambandinu í Genf. Það bar margt á góma, meðal annars bárust í tal ofsóknir þær, sem kristin kirkja og kristin trú hefur orðið fyrir, sjerstak- lega í Rússlandi. »Þeir reyna að niðurlægja og svívirða allt heilagt«, varð einum að orði, »nú hafa þeir meðal annars tekið upp á því, að skrifa Guð með litlum upphafsstaf, til þess að sýna lítilsvirðingu sína fyrir honum«. Að Englendingum, sem skrifa öll for- nöfn (t. d. hann, honum, hans) með stór- um upphafsstaf, ef þau táikna Guð, finnist þetta illa viðeigandi, er ekki undarlegt. Jeg lagði ekki orð í belg, mjer hafði nefnilega allt í einu dottið í hug, að landar mínir skrif'a oftast nær Guö með litlum upphafsstaf, og að jeg, því miður, hefi sjálfsagt gert það líka, áður en jeg fór ti) útlanda. Jeg mintist þess, að þegar jeg hefi skrifað Guð með stórum upphafsstaf í íslenskum blaðagreinum, hefur það stund- um verið álitin ritvilla og »leiðrjett«. Á leiðinni heim sagði jeg við stúlku, sem var mjer samferða: »Ekki veit jeg, hvort ástæða er til að taka mark á því, þótt Bolsivikkar skrifi Guð með litlum upp- hafsstaf, því það eru margir sem gera það á Islandi, og engum dettur í hug, að það sje gert í þeim tilgangi að lítilsvirða Guð«. »Skrifið þið þá líka upphafsstafi eigin- nafna ykkar með litlum upphafsstaf?« sp.urði hún. Jeg neitaði því. »Er það ekki einkennilegt«, sagði hún og hló við. »Þið skrifið eiginnöfn ykkar sjálfra með stór- um upphafsstaf, en nafn almáttugs Guðs með litlum upphafsstaf. Þetta eru> ein- hverjar leifar af gömlum »rationalisma«, undarlegt, að fólk sem trúir á persónulegan Guð, skuli ekki sjá hve öfugt þetta er«. Mjer þótti hálf leiðinlegt, að jeg skyldi hafa sagt henni frá þessu, þar sem jeg ekki gat rjettlætt það frá málfræðislegu sjónarmiði, - og- breytti umtalsefninu. Þegar jeg les sálminn »Þitt nafn, ó, Drottinn dýrðlegt er«, detta mjer oft í hug orð ensku stúlkunnar. Fyr hafði jeg ekki gert mjer það ljóst, en nú sje jeg. hve óviðeigandi það er, að skrifa nafn almátt- ugs Guðs með litlum upphafsstaf, — og nöfn sjálfra okkar með stórum upphafs- staf. Þegar jeg kom heim til Tslands sumar- ið 1930, bar jeg þetta í tal bæði við presta og kennara. öllum sem jeg talaði við, fanst það óviðfeldið, að sjá Guðs nafn skrifað með litlum upphafsstaf, og kváðust ekki skrifa það þannig, en enginn gat sagt mjer neitt um uppruna þessa ritháttar. Kenslukona sagði mjer, að það væri af sumum álitin ritvilla, ef börnin skrifuðu Drottinn með stórum upphafsstaf, og væri það oft leiðrjett í stílum, en föst regla væri það ekki. Það lítur ekki út fyrir að kirkjan sjálf hafi neina fasta reglu viðvíkjandi þessu. I íslensku Biblíunni er Guðs nafn skrifað með stórum upphafsstaf, en i sálmabók- inni með litlum upphafsstaf. I sálmasafninu sem gefið var út 1924, til viðbóta við sálmabókina, »150 sálm- ar«, ern litlir upphafsstafir notaðir, en í »77 Sálrr/jm, Þitt komi ríki«, sem Harald- ur Níelsson gaf út sama ár, er Guð og Drottinn skrifað með stórum upphafsstaf. Það væri óskandi, að hjer gæti komist á einhver regla. Og væri ekki sjálfsagt. að öll nöfn, sem tákna Guð og Jesúm Krist, t. d. Drottinn og Lausnarinn væru skrif- uð með stórum upphafsstaf? —

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.