Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.02.1932, Blaðsíða 3

Bjarmi - 15.02.1932, Blaðsíða 3
BJARMI 27 Jeg' hefi sjaldan verið á jafn átakan- legum fundi nje heyrt annan eins sálma- söng. Vjer höfðum látið prenta sálmakver með þýskum, enskum, frönskum og fáein- um Norðuj’landa sálmum. Gestirnir sungu þá alla. Þessi fundur varð til þess, að stofnaður var fjelagsskapurinn »Neyðar- hjálp vegna evangeliskra kirkna í Norður- álfunni«. Aðasltöðvar hans eru í Sviss og framkvæmdarstjóri hans er Adolf Keller, kunnur reformertur guðfræðingur. Þessi fjelagsskapur hefir orðið til afar mikillar hjálpar og' sjálfur hlotið margfalda bless- un þau 10 ár sem liðin eru. Alþjóðasam- band lúterskra kirkna hefir og starfað mjög í sömu átt og safnað miklu hjálp- arfje, einkum í Bandaríkjunum og Norð- urlöndum. Langt mál mætti skrifa um þessa hjálp- arstarfsemi, en hjer er ekki rúm til að nefna nema sárfá dæmi. Á Spáni hefir orðið aðdáanleg breyting'. Fagnaðarerind- ið hel'ir fengið frjálsar hendur. Jeg kom til þessa fagra miðalda-lands fyrir nokkr- um árum. Þá máttu ekki evangeliskir menn halda opinberar samkomur á Spáni. Guðsþjónustur þeirra urðu að vera í kyr- þey (bannað var að hringja kirkjuklukk- um, þótt ekkert evangeliskt land amist við kaþólskum klukkum). Litla blaðið þeirra varð að sætta sig við ritskoðun, og hvar sem nokkuð bar á, að fólk vildi sinna evangeliskum boðskap, tóku bæði líaþólsk klerkastjett og- yfirvöldin harka- lega í taumana. Trúarbragðafrelsið, sem þó er nýkomið, hefir gjörbreytt þessu. »Það er eins og' þjóð vor sje endurborin eða vjer komnir í nýtt og betra Iand«. segja evangeliskir Spánverjar. Samkomur þeirra eru fjölsóttar og verkefnin víðtæk, en fátækt hamlar. Erlend fjárhjálp er kærkomin. Slafneskir bændur í LJkraine í Póllandi hafa öldum saman búið við andleg't kæru- leysi, helgar venjur en lítið trúarlíf. En nú hefir orðið þar öflug vakning, aðallega á lúterskum grundvelli. Jeg hefi tekið þátt í samkomurn þeirra í torfkofum eða fátæk- legum timburhjöllum, og' sjeð bændurna standa þar berfætta í stórhópum til að hlusta á Guðs orð og syngja evangeliska sálma. Trúvakningin fer frá þorpi til þorps. en fólkið er bláfátækt og vakning- in illa sjeð hjá kaþólskum klerkum og yfir- völdum, þess vegna þurfum vjer að hjálpa því. Þá mætti nefna þjáða menn lúterska í Júgóslavíu og Rúmeníu, en ekki er rúm til að lýsa högum þeirra. En bæta verður enn við einu orði; orði, sem felur í sjer svo miklar ofsóknir og þrautir, að hvorki veraldar- nje kirkjusaga þekkja aðrar slík- ar. Orðið er Rússland. Eng'inn skyldi láta blekkjast af þeim ummælum. er segja, að ástandið þar sje orðið betra. Sannleikur- inn er, að trúarbræðui' vorir eru ofsóttir og líða ósegjanlega. Sannleikurinn er enn sá, að ef vjer ekki sendum trúarbræðr- um gjafir, þá deyja þeir blátt áfram (at sulti), af því að þá vantar alt til alls. Sannleikurinn er loks sá, að allar gjafir, sem Neyðarhjálp evangeliskra kirkna send- ir og' eins lúterska kirknasambandið (þar sem jeg er fjehirðir) hafa hingað til kom- ist til rjettra viðtakenda. Mig- langar til að biðja, eins innilega og' mjer er unt, presta og' söfnuði í Danmörku og á Tslandi að sinna sem best þessari hjálparstarfsemi í garð bágstaddra kirkna. Norðurálfan er víða hvar orðin akur kristniboðs og píslarvættis, og þrátt fyrir alla þjóðfjelags-erfiðleika vora, búum vjer við fult frelsi fagnaðarerindisins og höf- um daglegt brauð og getum því ekki var- ið, hvorki gagnvart Guði nje mönnum, að láta sem oss komi ekkert við himinhróp- andi neyð trúarbræðra vorra. A. Th. J.« ----------------

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.