Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.03.1932, Qupperneq 3

Bjarmi - 01.03.1932, Qupperneq 3
 BJAEMI kærasta og besta, sem hann á, hinum eina heilaga og rjettláta, eingetnum syni sínum, lætur hann líða kvalafullan krossdauða. - til þess að veita oss í honum hið æðsta og dýrðlegasta, sem til er í ríki hans, eilíft líf og sáluhjálp. Getum vjer þá efast um kærleika og miskunn Drottins? Ætli krossdauði Krists sje oss ekki næg ástæða til að treysta gæsku hans og vegsama og lofa hann einnig þá, er skuggum erfiðleika slær á jarðneska daga vora?« Þannig hljóðai- hugvekjan, og á þennan góða og gamla veg tala þeir, sem /engst ná og áhrifamestir eru í evangeliskri kristni í dag, alveg eins og sannir boðberar Krists allra alda hafa vitnað um krossdauða Krists og æfinlega hefir orðið blessunar- ríkasti boðskapurinn. Vantrú og guðleysi gjöra gys að því og hlífast auðvitað ekki við að nota jafnt föstutímann, sem aðra tíma, til að hæðast 5-ð Kristi og boðberum hans. En það er svo sem ekkert nýjabragð að því háði. Það er 'iærri 2000 ára gamalt, eins og vjer getum sjeð af píslarsögunni. En saga þess er oðru vísi en saga Krists og Kriststi'úar. Guðlastið og svívirðingarnar um Krist, hafa komið fleirum á knje en Gyðingaþjóðinni, Vantrúnni hafa jafnan fylgt lestir og hormungar, en Kriststrúnni endurreisn og endurlausn, huggun og hugrekki. Það fara enn í dag, engu síður en fyrr- um tvens konar trúar-boðberar um heim- 'nn, báðir tala þeir um Krist. Hann er enn | 1 dag kletturinn, sem menn ýmist rekast • á eða byggja á. Annars er opinber fjand- skapur gegn Kristi hins vegar örugt að- hvarf að Kristi. Annar flokkur boðberanna segir með lýðnum í Jerúsalem forðum: »Komi blóð hans yfir oss og börn vor«, en hinn segir nieð Jóhannesi postula: »Blóð Jesú Krists sonar Guðs hreinsar oss af allri synd«. Það eru miklar líkur til að baráttan 35 milli þessara flokka vaxi að stórum mun á næstu árum og það einnig vor á meðal. Þoka og deyfð hefir að vísu hvílt yfir oss all-lengi í þessum efnum, og þorri þjóð- ar vorrar lítið vitað eða sjeð af áhugasöm- um kristindómi annarsvegar og opinberum fjandskap gegn öllum kristindómi hins vegar. Nú er hvorttveggja að koma í ljós á ýmsan hátt. Það mun vera í fyrsta sinni í sögu þessa lands, að fyrv. prestur notar föstutímann til að flytja opinber guðleysiserindi hjer í höfuðstaðnum. En það mun einnig vera í fyrsta sinni í kirkjusögu þessa lands, að guðfræðisstúd- entar taka góðan þátt í vakningasamkom- um í höfuðstaðnum, og hann svo góðan, að prestar utan bæjar biðja þá að koma og hjálpa sjer við slíkar samkomur í eókn- um þeirra. Synir ljós og myrkurs hervajðast. En hvar ætlar þú, er þetta lest, að skipa þjer í fylkingu? Þar sem þjóðlönd mætast, er alloft margt landamærafólk, sem lítið hugsar um þjóðerni sitt, rneðan ró og friður ríkir, en þegar þjóðernisbarátta hefst í alvöru, verða menn þar sem annars staðar að sýna hverjum þeir vilja fylgja. Vor á meðal hefir lengi verið alt af margt »landamæra fólk« í trúarlegu tilliti; sofið á landamærum lífs og dauða, þvert á móti allri andlegri dómgreind. Nú er farið að blása hergöngulög til vakningar. Blindir auðnuleysingjar hópast saman annarsvegar og kveða níð um Krist og lærisveina hans, og reyna að útrýma kirkju hans, huggun smælingjanna, og hafa þó ekki annað að bjóða en saurugar nautnir á undan eilífu vonleysis myrkri. Hinsvegar safnast lærisveinar að krossi Krists, lyfta fána hans hátt og syngja hon- um lof, er dó oss til friðþægingar og lifir oss til eilífs hjálpræðis. — Það ætti ekki

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.