Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.03.1932, Side 4

Bjarmi - 01.03.1932, Side 4
36 B JA RMI að vei-a vandasamt valið á milli svo ólíkra »þjóða«. Landamærafólk! vaknið, vaknið, os; skip- ið yður þjett um kross Krists; gegn hon- um stefna áhlaupin. Svarið djarflega öllu háði myrkravalda. Hræddir menn og hug- deigir hafa aldrei sigur unnið. Segjum þeim hiklaust, er misskilja Krist og sví- virða fórn hans á Golgata, að besta bæn 19. aldar manna sem annara alda, felist í orðum Hallgríms Pjeturssonar: »Þitt blóð ílekklaust, sem flóði á kross, frelsi það börnin vor og oss.« Tleilagleiki. Eftir sr. Gísla Jolmson. Starfsmaður kristniboðs er knúður til að tala mikið. Sí og æ hitta hann spurning- ar, sem heimta úrlausn. Samtími vor er spurull, og betur gefið að spyrja en svara. Ilonum er tamt að spyrja 'um fjölmargt, þar sem hann býst ekki við neinum svör- um. En hins vegar sleppir hann mörg- um spurningum, sem hann vildi þó fús fá svör við, annaðhvoi't af því, að hann ótt- ast svariö, eða af því, að honum er ekki full-ljóst, hvað hann á sjerstaklega um að spyrja. Meðbræður vorir eru svona undarlegir og einkum þó Gyðingar. Því verðum vjer stöðugt að reyna að hafa svör á reiðum höndum. Hugsanir og viðræður þola enga kyrstöðu. Hjer er ekki um þau svör að ræða, sem gætu verið vel hæf í einhverri almennri kappræðu, held- ui hitt að finna svör, er flytjj úrskurðar- atkvæði í endalausri kappræðu. En hætta þreytunnar situr um oss á þeirri leið. Sá, sem stöðugt á að grípa fram í til leiðbeiningar í öllu því, sem fólkinu finst það þurf'i að tala um, eða í raun rjettri þarf að tala um við sjálft sig eða aðra, hann verður að gæta þess að missa ekki innri hvíld sína. Það er von að spurt sje: Er ekki unt að svara því, sem sálirnar spyrja um, á ann- an veg? Jú, það er unt. Vegur er til, þar sem má, eí maður finnur hann, veita órósemi mann- anna betri svör en unt er með allri skarp- skygni og skrafi veraldar. Það er vegur heilagleikans. En þá má enginn misskilningur komast að. Keppist maður eftir heilagleika vegna hans sjálfs, þá glatast heilagleikinn. Sá heilagleiki, sem veit af sjer, er aldrei heilagur. Iíeilagleiki er sem sje geislun frá ein- hverju, sem hver maður getur sjeð að hlýt- ur að vera.öflugra en sá er, sem geislana flytur, - eða friður og' göfgi, sem hlutað- eigandi hefir ekki sjálfur kept eftir bein- línis, ekki haft tíma til að hugsa um, end- urskin, ósýnilegt eigandanum, frá sigri Drottins í lífi hans. Sá, er þetta ritar, hei'ir verið svo lánsam- ur að hitta heilagleikans fólk —- »heilagar manneskjur«, er ekki rjettnefni þeirra, því að þá fullkomnun, sem í þeim orðum felst, er ekki að finna á jörðu vorri, — og þess- ar manneskjur heilag'leikans hafa búið við ólík lífskjör og verið frá mörgum ólíkum þjóðum, ættkvíslum og kirkjudeildum. Hefir þá oft komið í huga minn, hvort nokkur þjóð eða ættkvísl jarðar mundi af einhverjum orsökum vera öðrum betur fall- in til að veita náðargjöf heilagleikans við- tökur. Og mjer hefir virst að svo væri, en að það væru þó ekki þær ættkvíslir eða þjóðir, sem margir kynnu helst að treysta í því efni, heldur þvert á móti þær, er flest- ar hefðu freistingarnar við að stríða. Og nú er jeg kominn að því, sem var or- sök að þessum línum. Lítil bók, sem jeg hefi kynst, hefir sjer-

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.