Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1932, Síða 10

Bjarmi - 01.03.1932, Síða 10
42 BJARMI til handa, en hann taldi standa öðrum til boða. Samband hans við föðurinn var miðils- eining. Hann var miðill eða »miðlari« (meditator). UM HEILAGAN ANDA. Persónulegur heilagur andi er ekki til og ekkert þvílíkt. UM SYND. Syndafall hefir aldrei átt sjer stað. Hvað sem er, er rjett. Ilt er ekki til. Þao skiftir engu, hver leið manns er, hvort hún er góð eða slæm; það er leið, sem Guð og' forlögin hafa valið honum. UM FRIÐÞÆGINGU. Dauði Jesú Krists hefir ekkert friðþæg- ingargildi. Jesús var gyðinglegur trúarofstækismað- ur og dó fyrir aldur fram. UM SÁLUHJÁLP. I andaheiminum breyta menn illa, eins og þeir breyta hjer. Þeir uppskera eins og þeir sá; en smám saman verða þeir hreinni og sælli. Maðurinn verður sinn eigin frelsari. Sambandið við andana gjörir menn betri í þessu lífi. UM ENDURGJALD. Helvíti er ekki til, og verður aldrei til. öllum öndum spekinga, fræðara og mannvina ber saman um það, að ekkert helvíti sje til og enginn djofull. Engin upprisa — enginn dómur. III. Gudspekin. UM GUÐDÖMINN. Eilíf vera, ofar allri mannlegri skynjan, alfullkomin, algild. öpersónulegur kraftur ópersónuleg hugsun, sem er í öllu og gegnum-streymir alt. Til að verða guðspekingur þarf maður aðeins að tigna anda hinnar lifandi nátt- úru og reyna að sameinast honum. UM JESÚM KRIST. Jesús flutti hciminum hrafl af gagn- legri fræðslu, scm grundvöll heims-trúar- bragða, og það gjörðu líka þeir Búdda, Konfúsíus, Plató, Pyþagóras o. fl. UM IiEILAGAN ANDA. Hans er ekki getið. (Nýrri skýring: »Lávarður menningar- innar«). UM SYND. öll hugsun, hvort sem hún er góð eða vond, setur sín einkenni á huglíkamann og gjörir vart við sig í seinni jarðvistum sem tilhneiging. Undan þessu lögmáli orsaka og afleið- inga fær enginn komist. Fortíðin myndar framtíðina. Andi mannsins skiftir um bústaði, og góðverk hans og misverknaður kveður á um það, hvers konar líkama hann fær 1 hverri jarðvist. Eina vonin um að losna við syndina, er að sökkva sjer niður í algle.ymis-hugskoðun. UM FRIÐÞÆGINGU. Hver venjuleg mannvera verður að end- urholdgast hjer um bil átta hundrað sinn- um, áður en hún fái fullkomnað hreinsun sína af allri synd. UM SÁLUHJALP. Maðurinn er andleg vera, í insta eðli sameinuð hinum mikla allsherjar-anda, sem opinberast í allri tilverunni. I þeim líkama, sem andinn hefir í hverri jarðvist, vinnur hann að þroskun þess hæfileika, er eyði undangengnum skað- semdar-áhrifum; en með því að móta æ nýjan og nýjan líkama, nær hann að lok- um settu marki: mannlegri fullkomnun. Skapgerð sú, er barnið flytur með sjer inn í heiminn, er árangur fortíðar þess. I fortíðinni sköpuðum vjer örlög vor, og 1 nútíð erum vjer að skapa framtíðar-örlög- in. Þessar staðreyndir eru vísindalegur grundvöllur alls siðgæðis og skapa viður-

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.