Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1932, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.08.1932, Blaðsíða 5
BJARMI 117 Sanniasi bidnr um ölmusu. Musteri og goðavagn í Georgsborg í Madras. Um daginn mætti jeg þeim 18 í hóp, alnöktum að kalla, dulu höí'öu þeir bundið «m sig og helgár perlur voru á hálsbandi þeirra. Makaðir voru þeir »helgri« ösku og hárið í flyksum eða klessum. Kúamykju var hnoðað i hverja hárflyksu. — Kýrin er helg í augum Hindúa og allt »heilagt«, senr frá henni kemur. — Þeir gengu sam- an 2 og 2 og gatan var mjó, svo að það i'ór hrollur um mig. Þeir bera með sjer merki ýmsra lasta oft og einatt og formæla þeim, sem lítið gefa, og eru því margir hræddir við þá. Margoft veltir sjer einhver þeirra eftir götunni, á það að tákna sjálfsafneit- un, að nota ekki fæturna, en betlibollinn minnir á annað. Aðrir Sanníasíar eru í skikkjum, á lit- inn eins og tígulsteinar; eru í þeim hóp bæði karlar og konur, sem leita velþókn- unar guðanna í fullri alvöru. Musterin eru mikil og fögur tilsýndar, — en þeim, sem athugar myndirnar, sem »prýða« veggina, hlýtur að blöskra ljótar myndir úr sóðalegum goðsögnum þeirra. Við hvert musteri er haldin ein stór- hátíð árlega og margar smærri. Á stór- hátíðinni er aðal skurðgoð þess musteris borið um borgargötur í afarmiklum burð- arstól eða því er ekið á vagni, sem er svip- að litlu hofi (er einn þeirra á 2. myndinni). Þeir eru svo þungir, að »aktaumarnir« eru járnhlekkir, en altaf fást nógir til að draga. Jeg hjelt framan af, að engir sintu þessu aðrir en þeir, sem eru allra fáfróð- astir - en nú veit jeg betur. Það er ekki langt síðan, að jeg var gestur á vel ment- uðu Ilindúaheimili. Um kvöldið var skurð- goði ekið fram hjá húsinu. Sonur hús- bóndans, háskólagenginn málafærslumað-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.